Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 59
Bergsveinn Birgisson
Rappsamfélag víkinganna
(EgiII Skallagrímsson og Ice-T)
í þessum pistli hyggst
ég gera nokkum
samanburð á samfélagi
þeirrar nýfæddu
tónlistargreinar er rapp
nefnist og mannlífinu
hér í norðurálfu á
víkingaöld, ca. 850-
1050 e. Krist. Ég mun
fyrst og fremst beina
sjónum mínurn að
tveim einstaklingum
sem eru verðugir fulltrúar fyrir samfélag sitt og
einkenni þess. Þeir eru víkingurinn Egill
Skallagrímsson og rapparinn Ice-T (Tracy
Marrow) frá Los Angeles. Ég mun sýna hvemig
skáldskapur þeirra líkist og síðan mun ég álykta
um kveðskap víkinganna, hvernig þeir fluttu
dróttkvæði sín, en þar verður rappið til saman-
burðar. Má vera að sumir fetti fingur út í slíkar get-
gátur en um kveðskap víkinganna höfum við lítil-
fjörlegar heimildir. Hitt er augljóst að slíkur
samanburður liggur mjög vel við höggi líkt og Þor-
geir Hávarson hefði sagt.
Rappið er grein af meiði hins svokallaða hipp-
hopp kúltúrs, en hann felur einnig í sér tvær aðrar
höfuðgreinar: „graffiti“-list (veggjaskraut) og
breakdans.
Við lok áttunda áratugarins fer að örla á rapp-
inu fyrir eyrum almennings. Brautryðjendur voru
hljómsveitin The Sugarhill Gang sem gáfu út plöt-
una „Rappers delight“ 1979. Hið kröftuga „beat“
ættað frá Afríku var aðaleinkenni þessarar tónlistar
sem fór sem eldur í sinu um hinn vestræna heim,
en dafnaði þó best á fæðingarstöðum sínum í út-
hverfum New York: á strætum Harlem og Bronx.
Þar hafði rappið reyndar lengi verið í mótun áður
en það kemur á plötur. Rappið hefur verið rakið til
fyrirbæris sem kallast „griot“ og var iðkað í sam-
félögum Vestur-Afríku á 15. og 16. öld. Þar fengu
óbreyttir borgarar að tjá vilja sinn með rytmískum
söng þannig að valdsmenn heyrðu til, og þessa
menningu höfðu þrælarnir síðan með sér til
Ameríku (Nguyen Ha:1996).
I pistli sínum „Hip Hop and it’s place in
society“ skilgreinir Nguyen Ha hipp-hopp kúltúr-
inn sem „the Black nationalistic voice of the urban
youth.“ (Ibid). Rappið er þannig umgjörðin fyrir
raddir úthverfanna, og tjáir umbúðalaust þær
hættur og þá hörku sem sætir færis á einstakling-
unum eins og þetta litla stef sýnir af plötunni „The
Message“ sem hljómsveitin Grandmaster Flash
and the Furious Five gáfu út 1982:
Don’t push me, cause I’m close to the edge
I‘m tryin not to lose my head.
I þessu vafasama mannlífi vestur þar fer
snemma að myndast samfélagsskipan sem er keim-
lík þeirri skipan sem var á samfélagi Noregs á dög-
um smákóngaveldisins og einnig höfðingjaveldinu
á Islandi. Samfélag úthverfanna deilist upp í hópa
„gangs“ sem er sennilega komið frá fornenska orð-
inu gegenge og þýddi hópur eða herflokkur
(Asgeir Blöndal). Þessi gengi eiga síðan í erjum
sín á milli. Þetta orð er til í svipaðri merkingu í
norrænu máli. í Hákonarmálum Eyvinds skálda-
spillis segir um Hákon konung „Gótt hafði enn
gjpfli/gengi Norðmanna“. Gengi er þar þýtt sem
liðsinni en getur einnig þýtt föruneyti eða vinnu-
flokkur í norrænu máli (Ásgeir Blöndal). Gengin
eru mörg og misstór í úthverfum New York og
annara stórborga lfkt og ættirnar og hirðirnar hér
áður. Hér mætti nefna eitt stærsta gengið á austur-
ströndinni; Wutang-gengið, en því tilheyra rúmlega
300 manns. Rappskáld þessa gengis eru mörg, þar
meðal eru Method man og Iron man hátt skrifaðir.
Raekwon, Genius/GZA, Ghost face killa og
57