Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 71

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 71
Gröndals séu samsuða úr klassísku sjónarhomi og þýskri rómantík 19. aldar, sem eru að vissu leyti andstæður því rómantfldn var að hluta uppreisn gegn klassíkinni - samanber kröfuna um frumleika. En Gröndal er auðvitað „síð-rómantíker” og sjónarmiðið því annað en í Þýskalandi rétt fyrir 1800. Realisminn og Island Realismi er illskilgreinanlegur. Ekki síst ef Island er eina viðmiðið, því hér gekk þessi stefna yfir í e.k. „slumpum” með risi á stöku stað, en varð aldrei eins öflug og t.a.m. rómantíkin þó eftir á að hyggja sé ekki hægt að neita því að raunsæismenn fengu ansi miklu áorkað.8 Realisminn barst til- tölulega seint hingað, eins og svo margt sem verður vinsælt erlendis, og á honum og fyrri stefnum í bókmenntum var sá reginmunur að hann setti aðallega mark sitt á ritun skáldsagna og leik- rita, en minna á ljóðagerð. Það er á þessum tíma sem skáldsagan eins og við þekkjum hana nær þeirri yfirburðastöðu yfir aðrar skáldskapargreinar sem varir enn og gerir Ijóðagerðina um leið að þeirri hornkerlingu sem við þekkjum líka. Það var samt ansi margt sem gerði það að verkum að raun- sæisstefnan átti erfitt með að festa hér rætur, og þá ekki síst þetta: Margt í raunsæisstefnunni átti frekar við í þétt- býlum iðnríkjum og þannig lítið erindi út hingað. Andóf gegn þjóðernisstefnu var skiljanlega hálf utangátta í vitund þjóðar sem stóð upp fyrir axlir í þjóðemisbaráttu. Og auk þess var auðvelt að benda á að raunsæismenn voru síður en svo alltaf sjálfum sér samkvæmir.9 Stefnan náði hér hámarki með þeim mönnum sem kenndir eru við tímaritið Verðandi en það kom út í eitt skipti, árið 1882. Þessir menn voru Bertel Þorleifsson, Einar H. Kvaran, Gestur Pálsson og Hannes Hafstein. Verðandi birti enga stefnuskrá eins og Fjölnir hafði gert, heldur var hver og einn þeirra að birta eitthvað í þá veru eftir á, þó auð- vitað megi líta á Storm Hannesar sem eins konar stefnuyfirlýsingu. 8Til dæmis hefur eftir þeirra tíð þótt ljótt að níðast á lítilmögnum. 9Heimir Pálsson 1990, bls 132-133. Gestur Pálsson lýsir rómantíkinni sem flótta frá striti mannlífsins og verkefnum veruleikans og í Suðra, blaði sem hann tók við ritstjóm á árið 1883 segir hann m.a. í inngangi að „...ekkert sé fagurt (þ.e. eigi sæti í list eða skáldskap) nema það sé satt (og komi fyrir í mannlífinu eða náttúrunni).”10 Að auki leggur hann áherslu á að skáldin megi ekki skrifa óskiljanleg orð, sem enginn viti hvað þýði og má kannski lesa út úr þeim orðum hans kröfu um að menn skrifi niður fyrir sig svo allir geti haft gagn af. Það er alltént ekki skrýtið ef höfð er í huga krafa raunsæismanna um að hlutverk skálda sé að lækna samfélagsmeinin, til þess verður fólk að skilja það sem skáldin segja. Undir þetta tekur Gröndal, þ.e.a.s þetta um skiljanleika skáldskaparins. Þeir Verðandimenn lögðu m.a. á það áherslu að gera greinarmun á hinum foma idealisma, eins og margir kölluðu rómantíkina, og hins nýja realisma. Þessi hugtök voru í sjálfu sér gömul, en merkingin sem Verðandimenn annars vegar og Benedikt Gröndal hins vegar lögðu í þau, var að mörgu leyti þver- öfug, því að Gröndal hafði tamið sér eldri viðmið í skilningi hugtakanna og þess vegna er oft svo að orð hans eru fremur útúrsnúningur á hans eigin hugmyndum um realisma en nokkuð annað, þó auðvitað sé það langt því frá algilt. Hann er eigin- lega að skjóta á að raunsæismenn, sem hafna ídealismanum sem stefnu, leyfi sér að hafa ein- hverjar ídeur og hugsjónir. Þetta er frekar ódýr útúrsnúningur því eðlilega þurfa menn að eiga hugsjónir til að geta verið málsvarar einhvers og það hefur jafn gáfaður maður og Gröndal vitað. Gröndal skrifaði grein í Isafold þegar Gestur hafði nýlega tekið við ritstjórn Suðra, og þar hæð- ist hann biturlega að raunsæinu, kallar stefnuna ófrumlega og setur út á árásir raunsæis-manna á kristna trú. Á þessum tíma gekk allt á móti Gröndal í einkalífinu, hann missti tvær af þremur dætrum sínum stuttu fyrir 1880, kona hans sem hafði verið stoð hans og stytta og haldið honum með fætuma á jörðinni lést 1881 og tveimur árum síðar, sama ár og hann skrifar um Suðra, var honum sagt upp kennslustöðu við Lærða skólann eftir níu ára starf. Allt er þetta að dynja á Gröndal á sama tíma og ungir menn spretta upp og vilja að skáldskapur gefi raunsanna mynd af lífinu sjálfu. Með þetta sam- 10Sveinn Skorri Höskuldsson 1965, bls 219-20 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.