Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 42

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 42
sé skrifuð stuttu þar á eftir eins og fræðimenn virðast hafa gert ráð fyrir (sjá BMÓ.: 139 og ÍF VI: xc). Það liggur beint við að hægt er að nota lögbækurnar til að tímasetja fyrri aldursmörk, en um leið er stórvarasamt að ætla sér að nota þær til að setja seinni tímamörk. Eins og bent er á í inn- gangi sögunnar í Islenskum fornritum er sennilegt að notkun höfundar á orðinu lögmaður helgist af því að hann þekki ekki aðra skipan en þá sem fyrst kemur með áðumefndum lögbókum og virðist því þorandi að setja fyrri tímamörkin nokkru eftir það, eða í fyrsta lagi nokkuð eftir 1300. Líklegt má telja að höfundur Hávarðar sögu hafi notað Grettis sögu við smíð sína. Helstu líkur sem benda til þess er frásögn Hávarðar sögu af glímu Ólafs Hávarðssonar við Þormóð draug. Engum dylst að sú frásögn er sláandi lík frásögn Grettlu af glímunni við Glám, og er Hávarðar saga eflaust þiggjandinn í þessum tengslum.14 Nýjustu hugmyndir um aldur Grettis sögu benda til að hún sé sennilega ekki samin fyrr en í fyrsta lagi um 1400 (sbr. Ömólfur Thorsson. 1994: 909 og 918-19). Við virðumst í bili þurfa að sætta okkur við að tímasetning sögunnar hlaupi á öldum. Miðað við hugmyndir Bjarnar K. Þórólfssonar um aldur for- rits Jóns Eggertssonar (sbr. 1.1) sem seinni tíma- mörk (terminus ante quem) og tengsl Hávarðar sögu við Grettlu sem fyrri tímamörk (terminus post quem), mun gengið út frá því í þessari ritgerð að sagan sé rituð á bilinu 1400-1550, uns annað fæst sannað.15 2. Um Hávarð Isfirðing 2.0 Hávarðar saga er um margt óvenjuleg saga. Hún hlýtur að teljast með unglegum sögum (sbr. 1. og 4. kafli hér) og er á margan hátt ólík öðrum Islendinga- 15 Örnólfur Thorsson (1990: 40) vill gera ráð fyrir því að sagan sé „jafnvel ekki eldri en frá 15. öld eða fyrri hluta 16. aldar.“ Það hefur styrkt trú mína á eigin tímasetningu að Ömólfur hafi sett fram þessa hugmynd um ungan aldur. ^ Guðni Jónsson. ÍF V7:299, n.m.gr. 2. Andersson. (1967: 193) og Örnólfur Thorsson. (1990: aftanmáls) hafa báðir bent á þessi líklegu tengsl. Þá ályktun að Hávarðar saga hljóti að vera þiggjandinn dreg ég af því að þessi glíma er einn frægasti atburður Grettis sögu og er því líklegt til að hafa borist víða öðru fremur og höfundur Hávarðar sögu því notað hann, sbr. hvernig hann notar aðrar íslendingasögur. Aftur á móti er ljóst að þetta mál þarf vissulega að rannsaka, svo hægt sé að vita fyrir víst hvor sagan er eldri, en geta má að Guðni Jónsson (IF VII: xvii- xxxi) nefnir Hávarðar sögu ekki sem eina af heimildum Grettis sögu . sögum. Það er einna helst áberandi hvað höfundur hennar hefur tekið mikið úr öðrum sögum; þ.e. sá lærdómur höfundarins sem birtist í sögunni er fyrst og fremst þekking á innlendum sögum. Sagan fjallar í stuttu máli um hefnd Hávarðar, sem er aðalefni sögunnar. Hún hefst með ofríki Þorbjarnar Þjóðrekssonar og mætti segja að fyrra ris sögunnar sé fall Ólafs Hávarðssonar. Eftir nokkra hríða fara af stað eftirmál um það víg. Seinna risið er þá víg Þorbjarnar og eftirleikurinn fjallar um afdrif þess hóps sem Hávarður hefur um sig og farsæl endalok. 2.1 Það er einna mest áberandi í persónulýsingu Hávarðar að hann liggur þrisvar í tólf mánuði sam- fleytt. I hvert sinn er eitthvað kemur fyrir leggst hann í rúmið. Fyrst þegar hann fréttir fall Ólafs, í annað sinn þegar Þorbjöm hefur boðið honum af- lóga hest í bætur og í hið þriðja sinn eftir að Þor- bjöm hefur slegið hann með knýtiskauta þeim er geymdi tennur og jaxla Ólafs. Eftir hina þriðju legu rís Hávarður svo upp og leggur af stað til hefnda. Það er merkilegt að hann skuli ætíð leggjast niður í heilt misseri í senn og em það ótrúlega sterk viðbrögð við ójöfnuði Þorbjarnar.16 Þessar rúmlegur eru stærstu atriðin sem sýna hann gamlan og viljalausan en þó kemur fleira til. í upphafslýsingu Hávarðar er ekkert mat lagt á hann. Aðeins er horft á hann utanfrá og sagt að hann „var þá hniginn á inn efra aldr.“ (292) Aftur er drepið á aldur hans þegar hann sjálfur beinir hjálparbeiðni Þorgerðar á Bakka til Ólafs: „Ek em nú af léttasta skeiði og ekki til slíks fœrr,“ ... „þat er mitt ráð, at þú biðir Oláf, son minn, ok væri þat ungra mann at reyna sik svá á karlmennsku; myndi oss forðum gaman hafa þótt.“ (298) Þarna leggur Hávarður áherslu á það að hann er gamall orðinn og er því stillt upp með andstæðunni að forðum hefði hann ekki skotið sér undan slíkri beiðni, en nú er hann ekki til slfks fær. Hávarður hefur áður kvartað yfir ójafnaði Þor- bjarnar, við matborðið að Blámýri (sbr. 297-8) en verður svo áþreifanlega fyrir honunt þegar Þor- björn hefur af honum hvalinn með ofríki: 16 Sú hugmynd er e.t.v. ættuð frá Egits sögu, þegar Egill lokar sig frá, umheiminum við sonarmissinn. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.