Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 30
„kunnáttu” sinni lengi á eftir, eins og eftirfarandi
frásögn Þórbergs Þórðarsonar af fyrstu kynnum
hans við Stefán frá Hvítadal, gefur til kynna:
Svo steðjaði öll hersingin upp á pakkhúsloftið, og
þegar allir voru seztir flötum beinum á gólfið, hóf
Stefán upp lífsglaða frásögn af merkilegum mynda-
smið. Hann hafði ferðazt um margar sveitir og tekið
ljósmyndir af fjölda fólks og látið alla borga
helminginn fyrirfram. Og fólk var svo áfjáð í að fá
sér myndir, að sumir létu taka þrjár plötur og borg-
uðu allar að helmingi fyrirfram. Síðan hélt mynda-
smiðurinn heim til sín til þess að framkalla mynd-
imar. Og fólkið heima í sveitunum var alltaf að
hlakka til, og það var að segja sín á milli: Hvernig
skyldi nú myndin af mér verða? En svo fór því að
þykja framköllunin ganga nokkuð seinlega, enda
hafði smiðnum láðzt að láta plötumar í vélina, áður
en hann smellti af. En hann þénaði á þessu drjúgan
skilding. Þetta fannst okkur öfundsverður mynda-
smiður.
Já, það er óþarfi að vera alltaf skítblankur, ef
maður bara þekkir nógu vel á fólkið.8
Eins og fleiri ungir menn á hans reki var Stefán
lítið fyrir erfiðisvinnu og þurfti í sjálfu sér lítið til að
komast af. Hann lifði hálfgerðu „bóhem” lífi á um
þetta leyti. Skáldin sem á þessum tíma voru að alast
upp og komast til manns voru líka af allt öðru
sauðahúsi en kynslóðir embættismannaskáldanna á
undan þeim. Flestir voru af fátæku fólki og fátæktin
er umvafin rómantík í lýsingum þeirra sjálfra af
þessum tíma, enda gleyptu menn í sig
fátæktarlýsingar á borð við Sult Hamsuns og stældu
þær í daglegu lífi sínu. Ef marka má lýsingar
samtímamanna Stefáns, hefur hann verið sterkur
persónuleiki og illgleymanlegur þeim sem kynntust
honum. Um nafn hans leikur alltaf einhver töfrablær,
frásagnargáfa hans og mælska er hvarvetna lofuð og
glæsibragur er yfir honum í augum skáldbræðra
sinna á öðrum áratug aldarinnar. Þessum tíma hefur
Þórbergur Þórðarson gert ógleymanleg skil í bókinni
Islenzkur aðall. Nafn þeirrar bókar segir meira en
mörg orð, þó það sé auðvitað ákveðin írónía í
titlinum, og þar má best sjá hvílíkt ofurmenni félagar
Stefáns hafa talið hann í skáldlegum efnum, og
reyndar líka í kvennamálum.
8 Þórbergur Þórðarson 1938, bls. 95.
Árin 1912-15 bjó Stefán í Noregi og komst þar
í kynni við nýja strauma, a.m.k. á íslenskan mæli-
kvarða, sem hann flutti með sér heim til íslands,
m.a. áhrif úr skandinavískum aldamótakveðskap.
Sérstaklega verður mönnum tíðrætt um tengsl hans
við danska skáldið Viggo Stuckenberg, enda er
afstaða þeirra til lífsnautna og þess að njóta augna-
bliksins áþekk. Þetta skýtur kannski skökku við,
dönsk áhrif af Noregsdvöl, en auðvitað er um áhrif
þaðan og víðar að ræða líka. Þau verða skoðuð
aðeins nánar í kaflanum Inn í hringiðuna.
Titillinn Söngvarförumannsins
Fyrsta ljóðabók Stefáns frá Hvítadal, Söngvar
förumannsins, kom út í októberbyrjun 1918 í 290
tölusettum eintökum. Bókin var 88 blaðsíður9 og
hafði að geyma 29 kvæði. I hugum flestra kveikir
titillinn líklega fyrst myndina af káta flakkaranum
sem arkar syngjandi æviveginn, manninn sem
„reddar” sér alltaf einhvern veginn en fellur þó
aldrei verk í hendi. En það býr fleira að baki, enda
er það ekki vani manna sem vilja láta taka sig
alvarlega, að slengja vanhugsuðum titlum á verk
sín. Hlutskipti förumannsins er yfirleitt harmrænt
og einmanalegt og á sér djúpar rætur í bók-
menntunum, samanber til dæmis Örvar-Odd sem
hvergi unir glaður í langan tíma, er dæmdur til að
flakka um heiminn en getur ekki flúið örlög sín.
Einnig mætti í þessu samhengi nefna Ódysseif og
gyðinginn gangandi; skósmiðinn Aharsverus sem
neitaði Kristi um að kasta mæðinni upp við húsið
sitt á leiðinni upp á Golgata, en í refsingarskyni
flakkar skósmiðurinn unr heiminn til efsta dags.
Þetta má væntanlega tengja áhuga nýrómantísku
skáldanna á hinu harmræna yfirleitt, en fleira má
tína til. Kristján Karlsson telur að eftirfarandi megi
lesa út úr titli bókarinnar: „...þegar Stefán kallar
sig förumann, þá er honum í hug, að hann er að
sniðganga hverskonar borgaralegt hlutverk skálds í
ljóðagerð, en jafnframt hitt, að hann er ekki að
gera uppreist. Förumaðurinn er ekki uppreistar-
maður, enda gegnir förumaðurinn að sínum hætti
þjóðfélagslegu hlutverki”.10 Kristján segir einnig:
„Hann er hins vegar að lýsa yfir tiltekinni kenning
um hlutverk skálds, að þjóna skáldskapnum einum.
Ábyrgðarleysi förumannsins er þegnskapur skálds-
ins. Og Söngvar förumannsins eru staðhæfing
9 Blaðsíðutöl eru ekki í bókinni vegna þess að Stefáni þótti það
“skáldlegra”.
28