Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 36

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 36
Þið auðn og myrkur, þið í mig náið, því lampinn er tæmdur og ljósið dáið. Vonleysið hefur aftur náð tökum á Stefáni, hann berst við myrkur og auðn og sér fram á að tapa þeirri baráttu, lífsneistinn er kulnaður og í lok ljóðsins biður hann guð urn að deyja sem fyrst svo hann fái aftur litið sitt elskaða vor. Feigðaróttinn laumar sér einnig inn í Stökur þar sem bamatrúnni er teflt fram gegn persónugervingi dauðans sem „Gegnum ljórann gægist” og niðurstaðan er sú að enginn geti eignast betri vin en trúna. Það er sem sagt með guðs hjálp sem skáldið þraukar þegar allt um þrýtur, og vonin um betri og bjartari daga er yfirleitt í baksýn og þegar vel liggur á Stefáni kveður enda við annan tón. I stað myrkurs og vonleysis feigðaróttans stökkva inn í ljóðin línur eins og „Eg gat flogið í dag” í Hún kyssti mig og í stað þess að liggja einn á nóttunni og treysta á guð, finnur skáldið í Fölskvuðum eldum guð í hömlu- lausu ástarsambandi við fallega konu, og með henni verður ímynd drottins nakin. Hann kveður konuna því sem betri maður. Svona skiptist bókin efnislega nær algerlega í tvennt, en þó er vonin sterkari en óttinn og lífsdýrkunin stendur því uppi sem sigurvegari. Með einfaldleikanum leikur Stefán listilega á þá tvo strengi sem hann á í hörpu sinni. Að endingu Því er auðvitað þannig farið að feigðin eykur lífsþrána og dýpkar allar tilfinningar. Þess vegna verður hvert andartak lífsnautnar og munaðar þeim mun dýrmætara og Stefán frá Hvítadal kann svo sannarlega að breyta þessum tilfinningum í orð. Hann upphefur tilfinningamar gegn hinu vitsmuna- lega, og þó kvæðin séu sprottin af reynslu hans sjálfs, hafa þau alltaf einhverja skírskotun sem hver og einn kannast við hjá sjálfum sér. Með nýja forminu, léttu og lipru, og tilfinningaskáldskap, lagði Stefán Ijóðaheiminn íslenska að fótum sér og þó menn tali um að Stefán sé bölsýnn á köflum, er hann það aldrei á þann hátt að ekki blasi einhvers staðar við von um betri tíð. Halldór Laxness hefur lýst þessu á eftirfarandi hátt: ...mér finnst ekki með réttu hægt að nefna þann mann bölsýnan sem í blíðu og stríðu tekst að forða verðmætum sínum frá gengishruni; þjáningar hins sjúka manns eru eitt af því fáa sem virðist lítil takmörk sett, en bölsýnn er aðeins sá maður sem hefur glatað öllum sínum verðmætum og veit sér ekki athvarf [...] en hann veit alltaf í kröm sinni tvenn verðmæti og lofsýngur þeim, og þannig kemst hann aldrei á vald þess sljóleika sem einkennir bölsýni hins lífsþreytta. Bikar lystisemdanna er honum altaf jafneftirsóknarverður á aðra hönd sem kaleikur frelsarans á hina.29 Halldór bendir þarna á það sem mestu skiptir þegar Iífsdýrkun og heimskvöl í Söngvum förumannsins eru til umfjöllunar, jafnvel þó að orð hans eigi við allan feril Stefáns, að hann missir aldrei sjónar á því sem gefur lífinu gildi. Þar sem efnið skiptist svona í svart og hvítt og kveðskapurinn er langt frá því að vera torskilinn, hefur hann höfðað til flestra sem á annað borð lásu ljóð og höfðu tilfinningar. Það er við hæfi að enda þessa umfjöllun á sama kvæði og bókin Söngvar förumannsins hefst á, þó lítillega hafi verið fjallað um það hér framar, því þar er Stefán frá Hvítadal að nokkru leyti búinn að draga saman efni bókar sinnar í eitt ljóð, þar sem sjá má flestöll þau einkenni sem talin eru upp í þessari ritsmíð. Vorsól Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. í vetur gat ég sagt með sanni: Svart er yfir þessum ranni. Sérhvert gleðibros í banni, 29 Halldór Laxness 1972, bls. 39-40. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.