Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 49

Mímir - 01.06.1997, Blaðsíða 49
/ / Karl Oskar Olafsson D - framburður: aldur og útbreiðsla 1.0 Inngangur1 I íslensku var til fram- burðareinkenni sem talið var eitt af ein- kennum vestfirsku. Menn báru fram d í stað ð á eftir r, g eða/, þ.e. menn sögðu gerdi, sagdi og hafdi í stað gerði, sagði og hafði. Þessi framburður þekktist á landinu fyrir utan Vestfirði en það var þá aðallega á Vesturlandi, þó eitthvað hafi borið á honum í Skagafirði og á Austurlandi. Arið 1959 skrifaði Asgeir Blöndal Magnússon greinina Um framburðinn rd, gd.fd um þetta fram- burðareinkenni. I grein sinni rökstyður Asgeir þá skoðun sína að þetta framburðareinkenni, sem hann kallar d-framburð, eigi rætur sínar að rekja til loka 14. aldar en þess er ekki getið í heimildum fyrr en á 19. öld. Þetta er af ýmsum ástæðum nokkuð erfitt en Ásgeir fer nokkrar leiðir að tak- markinu og að lokum virðist þetta nokkuð líklegt hjá honum. I þessari ritgerð verður málflutningur Ásgeirs í greininni skoðaður í þeirri von að hægt sé að bæta einhverju við það sem hann benti á í grein sinni, enda hefur svolítið verið rætt um þetta síðan. Hér verður þetta framburðareinkenni líka kallað d- framburður, rétt eins og í grein Ásgeirs, en það hugtak nær ágætlega yfir öll afbrigði einkennisins. 2.0 Fyrstu heimildir um d-framburð Ásgeir segir í upphafi greinar sinnar að um aldur og uppruna d-framburðarins sé ekkert vitað. D- 1 Þessi grein var upphaflega námsritgerð í námskeiðinu íslensk málsaga hjá Helga Guðmundssyni. Kann ég honum bestu þakkir fyrir val verkefnis og góð ráð. framburður sé ekki nefndur í orðabókum þeima Guðmundar Andréssonar og Jóns Olafssonar úr Grunnavík. Jón Magnússon geti hans heldur ekki í málfræði þeirri sem hann skrifaði í kringum 1730.2 Undirritaður veit þó ekki hvort fyrri tíma menn hafi mikið minnst á mállýskur í ritum sínum. Þó mætti nefna að Ámi Böðvarsson segir árið 1951 að „af ummælum Jóns Magnússonar frá Kvenna- brekku í málfræði hans, Grammatica Islandica, sést, að mönnum hefur fyrir daga Eggerts verið ljós framburðurinn [öy] á aiU? Það sýnir að Jón a.m.k. hefur minnst eitthvað á framburð. Ásgeir nefnir líka að Eggert Olafsson hafi ekki nefnt þennan framburð þótt hann hafi minnst á margar mállýskur. Ásgeir heldur einnig fram að þeir sem skrifuðu um íslensku fram um miðja 19. öld hafi aldrei minnst á þetta atriði. Það er að vísu ekki rétt hjá Ásgeiri því Sveinbjöm Egilsson nefndi það í bréfi til Rasmusar Rasks árið 1817,4 Rask minntist á það árið 18185 og Konráð Gíslason árið 1836.6 2.1 Ásgeir bendir á að jafnvel þótt ekki hafi verið minnst á d-framburð fyrr en á 19. öld er ólíklegt að þetta framburðareinkenni sé ungt og fyrir því séu tvær meginástæður: sú fyrri sé að hljóðsögulega 2 Samkv. neðanmáísgreinum Ásgeirs á bls. 9 eru þetta bækumar: Lexicon lslandicum, scriptum a Gudmundo Andreæ Islando (Havniæ 1683); Jón Ólafsson frá Grunnavík, „Lexicon islandico-latinum,“ handrit í AM 433 I-IX, fol.; Jón Magnússon, Grammatica Islandica, útgefin af Finni Jónssyni í Den islandske Grammatiks Historie til o. 1800, (Det Kgl. Danske Videnskabemes Selskab. Historisk-filologiske Meddelelser. XIX. 4, Köbenhavn 1933). ^ Árni Böðvarsson. 1951: 163. 4 Breve .... 1941:274. ^ Guðvarður Már Gunnlaugsson heldur fram (1987a: 168) að Rask minnist á d-framburð: [Rask, Erasmus Christian]. 1818. Anvisning till Islándskan eller Nordiska Fornspráket. Magr: A. Wiborgs förlag. Stockholm. ^ Konráð Gíslason. 1836: 22 (í neðanmálsgrein). 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.