Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 49
/ /
Karl Oskar Olafsson
D - framburður:
aldur og útbreiðsla
1.0 Inngangur1
I íslensku var til fram-
burðareinkenni sem
talið var eitt af ein-
kennum vestfirsku.
Menn báru fram d í
stað ð á eftir r, g eða/,
þ.e. menn sögðu gerdi,
sagdi og hafdi í stað
gerði, sagði og hafði.
Þessi framburður
þekktist á landinu fyrir
utan Vestfirði en það var þá aðallega á Vesturlandi,
þó eitthvað hafi borið á honum í Skagafirði og á
Austurlandi.
Arið 1959 skrifaði Asgeir Blöndal Magnússon
greinina Um framburðinn rd, gd.fd um þetta fram-
burðareinkenni. I grein sinni rökstyður Asgeir þá
skoðun sína að þetta framburðareinkenni, sem
hann kallar d-framburð, eigi rætur sínar að rekja til
loka 14. aldar en þess er ekki getið í heimildum
fyrr en á 19. öld. Þetta er af ýmsum ástæðum
nokkuð erfitt en Ásgeir fer nokkrar leiðir að tak-
markinu og að lokum virðist þetta nokkuð líklegt
hjá honum.
I þessari ritgerð verður málflutningur Ásgeirs í
greininni skoðaður í þeirri von að hægt sé að bæta
einhverju við það sem hann benti á í grein sinni,
enda hefur svolítið verið rætt um þetta síðan. Hér
verður þetta framburðareinkenni líka kallað d-
framburður, rétt eins og í grein Ásgeirs, en það
hugtak nær ágætlega yfir öll afbrigði einkennisins.
2.0 Fyrstu heimildir um d-framburð
Ásgeir segir í upphafi greinar sinnar að um aldur
og uppruna d-framburðarins sé ekkert vitað. D-
1 Þessi grein var upphaflega námsritgerð í námskeiðinu íslensk málsaga
hjá Helga Guðmundssyni. Kann ég honum bestu þakkir fyrir val
verkefnis og góð ráð.
framburður sé ekki nefndur í orðabókum þeima
Guðmundar Andréssonar og Jóns Olafssonar úr
Grunnavík. Jón Magnússon geti hans heldur ekki í
málfræði þeirri sem hann skrifaði í kringum 1730.2
Undirritaður veit þó ekki hvort fyrri tíma menn
hafi mikið minnst á mállýskur í ritum sínum. Þó
mætti nefna að Ámi Böðvarsson segir árið 1951 að
„af ummælum Jóns Magnússonar frá Kvenna-
brekku í málfræði hans, Grammatica Islandica,
sést, að mönnum hefur fyrir daga Eggerts verið
ljós framburðurinn [öy] á aiU? Það sýnir að Jón
a.m.k. hefur minnst eitthvað á framburð. Ásgeir
nefnir líka að Eggert Olafsson hafi ekki nefnt
þennan framburð þótt hann hafi minnst á margar
mállýskur.
Ásgeir heldur einnig fram að þeir sem skrifuðu
um íslensku fram um miðja 19. öld hafi aldrei
minnst á þetta atriði. Það er að vísu ekki rétt hjá
Ásgeiri því Sveinbjöm Egilsson nefndi það í bréfi
til Rasmusar Rasks árið 1817,4 Rask minntist á það
árið 18185 og Konráð Gíslason árið 1836.6
2.1
Ásgeir bendir á að jafnvel þótt ekki hafi verið
minnst á d-framburð fyrr en á 19. öld er ólíklegt að
þetta framburðareinkenni sé ungt og fyrir því séu
tvær meginástæður: sú fyrri sé að hljóðsögulega
2 Samkv. neðanmáísgreinum Ásgeirs á bls. 9 eru þetta bækumar:
Lexicon lslandicum, scriptum a Gudmundo Andreæ Islando (Havniæ
1683); Jón Ólafsson frá Grunnavík, „Lexicon islandico-latinum,“ handrit
í AM 433 I-IX, fol.; Jón Magnússon, Grammatica Islandica, útgefin af
Finni Jónssyni í Den islandske Grammatiks Historie til o. 1800, (Det
Kgl. Danske Videnskabemes Selskab. Historisk-filologiske Meddelelser.
XIX. 4, Köbenhavn 1933).
^ Árni Böðvarsson. 1951: 163.
4 Breve .... 1941:274.
^ Guðvarður Már Gunnlaugsson heldur fram (1987a: 168) að Rask
minnist á d-framburð: [Rask, Erasmus Christian]. 1818. Anvisning till
Islándskan eller Nordiska Fornspráket. Magr: A. Wiborgs förlag.
Stockholm.
^ Konráð Gíslason. 1836: 22 (í neðanmálsgrein).
47