Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 5

Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 5
Nokkur orð frá ritnefnd Mímir, blað félags stúdenta í íslenskum fræðum, lítur nú dagsins ljós í 45. sinn. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem blaðið kemur út, en sérstök útgáfa vegna afmælisþings Mímis á síðasta ári hefur þegar ratað til dyggra lesenda. Þessi útgáfa Mímis ber nokkurn keim af því, á þann hátt að ýmislegt sem undir venjulegum kringumstæðum væri í blaðinu er þar ekki. Venjan hefur verið sú að jafnt nemendur í íslensku og aðrir sem lengra eru komnir hafa átt efni í Mími, en svo er ekki að þessu sinni. Blaðið er eingöngu byggt á efni frá nenrendum, enda birtust tuttugu og tvær greinar í afmælisritinu, skrifaðar af hinum ýmsu fræði- mönnum. Vegna afmælisblaðsins var ákveðið að þessi Mímir kæmi seinna út en venjan hefur verið, svo útgáfumar rækjust ekki á. í gegnum tíðina hafa tölublöð Mímis verið með ýmsu sniði, allt frá því að vera stútfull af slúðri og félagslífsmyndum, niður í að geyma einungis þrjár ritgerðir. Nú allra síðustu árin hefur Mímir fengið fræðilegra yfirbragð en verið hafði, og þeirri stefnu fylgir þessi ritstjóm. Ekki svo að skilja að blaðið eigi að vera þurrt og leiðinlegt, heldur vonast rit- stjóm eftir að það haldi áfram að vera vettvangur líflegrar umræðu um íslenskt mál og bókmenntir. Að venju kennir ýmissa grasa í Mími, greinar um skáldskap og málfræði eru fyrirferðarmiklar sem fyrr, skólaárið síðasta er gert upp, sagt er frá ljóðasamkeppni sem blaðið stóð fyrir, ljóð á íslensku eftir erlendan stúdent eru birt og einnig er að finna vangaveltur um samkenni dróttkvæða- skáldskapar og rapps. Ritnefnd barst það mikið af efni í blaðið að til að geta gert því prenthæfasta skil, varð að sleppa því að birta viðtöl, en þau hafa í gegnum tíðina verið drjúgur hluti af efni Mímis. Það er von okkar að blaðið gefi nokkia mynd af því helsta sem nemar í íslensku eru að fást við um þessar mundir, hvort sem er í málfræði eða bók- menntum og verði sem flestum til gagns, og einnig nokkurs gamans. Góða skemmtun. Elín Una Jónsdóttir Hafþór Ragnarsson Ingimar Karl Helgason 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.