Mímir - 01.06.1997, Page 14

Mímir - 01.06.1997, Page 14
slampast á að hæfa það sem hann skýtur til“. Danska orðið chocolade er þýtt ‘sætuþykkni’ og sproglærer er ‘tungnakennari, málkennari’.32 Einstaka sinnum eru athugasemdir um góða og vonda íslenzku í Dönsku orðabókinni: „(apaköttur er ekki rjett íslenzka)" (1851:3). Yfirleitt sjást þó dómar Konráðs um rétt og rangt á því hvaða íslenzku orð fá inngöngu í orðabókina. 5. Bréf Bréf Konráðs eru merkileg heimild um þær miklu breytingar sem urðu á stafsetningu hans á langri ævi. Utgefandi bréfanna, Aðalgeir Kristjánsson (.BréJ), skiptir stafsetningu Konráðs í þrjú skeið (Bréfixvii): 1) frá upphafi til 1833,2) 1836-41,33 3) 1841 til loka. Á fyrsta skeiðinu er stafsetningin nokkuð á reiki. Konráð notar t.a.m. táknið ‘d’ bæði fyrir d og ð, ‘ck’ fyrir kk og ‘é’ (Rasks é-ið) fyrir é. 2) Annað stafsetningarskeiðið var skeið Fjölnis- stafsetningarinnar. Um það hefur verið fjallað nokkuð hér að framan. Munurinn á stafsetningunni í Fjölni og bréfunum er sá að í bréfunum gengur Konráð aðeins lengra í þá átt að stafsetja eftir framburði. 3) Á þriðja skeiðinu er aftur komin upprunastafsetning og þróaðist hún hægt og bítandi til meiri fymsku. Excursus IV: Hér á eftir koma nokkrar staf- setningarathuganir mínar á hverju skeiði. Talan fyrir aftan dæmin sýnir á hvaða blaðsíðu dæmin koma fyrir í útgáfu bréfanna (Bréf). Fyrsta skeiðið Sérhljóð á undan ng eru oft skrifuð eftir framburði, til að mynda: laung, híngad, úng 4, feíngid, lángadi, lángt 6, þúngar 10, aungar/21. Stundum er þó tvíhljóðunin ekki sýnd, til að mynda: engar fengið 6,fengid 12. Það er algengt að Konráð skrifi sögnina eiga og fornafnið eiginn og myndir leiddar af þeim með einhljóði. Mörg dæmi eru um þetta: égi 10, égi 16, eginligri 17, egum 22, eginliga 24, ega 25, egin 27, egingjarna 27, ega 31, egnad 33, egin 34, eginligr 36, egna 37. 32 Sagt hefur verið um Konráð að hann hafi verið lítill nyyrðasmiður og því til staðfestingar bent á langorðar þýðingar hans á sumum dönskum orðum. Það þyrfti að athuga miklu betur nýyrði hans í Dönsku orða- bókinni en hingað til hefur verið gert til að geta skórið úr um það. 33 Ekkert bréf er varðveitt frá Konráði frá 29. september 1833 til 17. marz 1836. Framburðarmyndir þriðju persónu fornafnsins hann og spumarfomafnsins hver og skyldra orða með ö hafa verið útbreiddar fyrr á öldum og þær koma líka fyrir hjá Konráði, samanber eftirtalin dæmi: hönum 3, hönum 12, hvörki 12, hönum 13, hvört nokkur örmull 14, einhvörn, Hvörnig 27. Konráð skrifar stundum á þessu skeiði j á milli k, g og æ, til að mynda: „I gjærqvöldi féck eg bréf frá þér, hvad eg kjærlegast þacka [mínar skáletranir]“ 3, gjæftir 8. Hann notar yfirleitt ‘d’ en ekki ‘ð’ fyrir önghljóðið ð, til að mynda Fadir gódur 11. Seta (z) er stundum skrifuð ‘ts’: veitst 6, betsta 8, betsti, samvitska 10. Hún er líka rituð ‘z’ og ‘tz’: Bezti 15, gudhræzla 28 athugasemd, þótzt 29, þýzkra 36, setztir, Marz 37. Einu sinni er st skrifað ‘z’ að fornum hætti: sýniz 3. Nokkur dæmi eru um y-villur í bréfum Konráðs frá þessu skeiði: eýlífd 3, Byrni 4, hyrdulauslega 6, ydjusemi 8, gyldti (=gilti) 11, Skagafyrdi 14, slisalaus, yndælt, vyrdingu 16, Hæstvyrti 17, fleyri 22, hlýfast 26, byrtast,35 Nokkur dæmi em um annarskonar staf- setningarvillur: allann 4, stædstu, nærst 6, nærstum 24, þókknast 28, aptarst 30. Tvíhljóðin ei og ey eru stundum rituð ‘eí’ og ‘eý’, til að mynda þeím 1 og umbreýting 3 eins og tíðkaðist í Fjölnisstafsetningunni. Stundum sleppir Konráð því að skrifa j á milli sér- hljóða þar sem það ætti að vera eftir uppruna: deya 8, bæanna 12, sæust 36. Konráð skrifar oft dt fyrir tt (og t) og fer þar eftir Rask: tídt 13, héldt 14, verdt 27, töluverdt 28, ieidt 29, endti 31. ‘é’ er einstaka sinnum látið tákna ei: léngr 16, géngid 16. Stundum sést samfall orða í framburði: ennú 4, hvarí 16, veiztú 20. Innskotshljóðið u er stundum ekki sýnt, til að mynda ásetningr 11, vanr 12, vidrkendu 24, nokkrn 25. Annað skeiðið Það er sorglegt hve fá bréf Konráðs (samtals 12) eru varðveitt með Fjölnisstafsetningunni því hún er efalaust frumlegasta framlag Konráðs til íslenzkrar stafsetningar. Gaman hefði verið að skoða Fjölnisstafsetninguna í fleiri bréfum hans og athuga nákvæmlega muninn á staf- setningunni í Fjölni og bréfum hans á þessu tímabili. Eg hef tínt til öll frávik frá stafsetningunni í Fjölni í þeim fáu bréfum Konráðs sem varðveitzt hafa: 12

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.