Mímir - 01.06.1997, Page 20

Mímir - 01.06.1997, Page 20
Af bændadætrum og jungfrúm Þó að meirihluti fomaldarsagna segi frá leit hetj- unnar að kvonfangi fer oftast tiltölulega lítið fyrir ástinni. Erótík er sjaldgæf í íslenskum rómönsum en nokkur dæmi eru um að ástarlýsingar fái sinn skerf. I fornaldarsögunni Hálfdánar sögu Eysteins- sonar er ljóðræn ástarlýsing og frumsömdu riddarasögumar Siguröar saga þögla og Mírmanns saga innihalda einnig erótík.22 Það er líka einkar skemmtileg lýsing á ‘baminu’ Örvar-Oddi í sam- nefndri sögu þegar Oddur leggst með tröllkonu sem heldur sökum smæðar hans, að hann sé bam: En er henni þótti hann óspakr í vöggunni, lagði hún hann í sæng hjá sér ok vafðist utan at honum, ok kom þá svá, at Oddr lék allt þat, er lysti; gerðist þá harðla vel með þeim. Sagði Oddr henni þá, at hann væri ekki bam.23 Oddur og tröllkonan eignuðust saman soninn Vigni; Oddur var nefnilega alls ekki bam. Einsog flestum mun vera kunnugt skipa konur stórt hlutverk í mörgum íslendingasögum, sérstak- lega í Laxdælu og Njálu. Þorgerður Egilsdóttir er stórlynd og tekur stjóm yfir sonum sínum, eftir dauða manns síns, og fer með þeim til hefnda. Bergþóra á frumkvæði að illdeilum og vígaferlum án samráðs við bónda sinn og Hallgerður vinnur gegn eiginmönnum sínum og á hlut í dauða þeirra. Guðrún Ósvífursdóttir ber ægishjálm yfir þá karla sem í kringum hana eru. A Islandi var hefð fyrir því að konur væru í hlutverki geranda í stað hlut- lauss þolanda og margt bendir til þess að þessar stórlyndu konur hafi haldið áfram að lifa ágætu lífi í fornaldarsögum Norðurlanda. Konur í fornaldarsögum Norðurlanda eru um margt ólíkar kynsystrum sínum sunnar í álfunni.24 í Hervarar sögu og Heiðreks er Hervör meira fyrir sverð en sauma og hún bregður sér í karlmanns- gervi um stund og heitir þá Hervarður. Meykónga- sögur eru (yfirleitt) frumsamdar riddarasögur sem segja frá ungum stúlkum sem erfa ríki og gerast sjálfar kóngar. Þær voru algengar á íslandi. Nítida saga segir frá meykónginum Nítidu sem er fögur og vitur og hún giftist ekki fyrr en hún sjálf ákveður hverjum og hvenær.25 I Göngu-Hrólfs sögu er kvenmaðurinn Ingigerður um margt lík meykónginum. Hún titlar sig að vísu jungfrú og er tilbeðin líktog konur riddarasagnanna en hún hefur sjálfstæðan vilja, stjómar lífi sínu og hafnar biðlum sem standa ekki undir kröfum hennar: Þá segir Ingigerðr konungsdóttir: „Eigi má sá með réttu konungsnafn bera, er eigi heldr þat, er hann lofar einni jungfrú. Mun ek þá yðr samþykkjast ok gera yðvarn vilja, ef þér haldið yður orð ok veitið mér bæn þá, er ek bið yðr, en fyrr en ek gangi nauðig 18

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.