Mímir - 01.06.1997, Page 25

Mímir - 01.06.1997, Page 25
Möttuls saga spottar ástina, háleitasta takmark riddarasagnanna, og er því ekki riddarasaga heldur paródía á riddarasögur. Við getum kallað það fabliau ef okkur sýnist svo, það er ekki verra en hvað annað. I Bósa sögu er orðfærið tvírætt, skrauthvörf eru tíð og orðaleikir klúrir. Þetta skemmtilega mynd- mál Bósa sögu finnst vart í íslenskum fomstíl, að minnsta kosti ekki í sama mæli, og enginn íslensk- ur höfundur á miðöldum leikur sér eins berlega með tvírætt orðbragð og höfundur Bósa sögu. Sverrir Tómasson telur að Bósa saga sé undir áhrifum frá fabliaux og sýnir í fyrmefndri grein sinni að orðaleikir sögunnar séu margir teknir upp úr hinni frönsku fabliau, De la Damoisele qui ne pooit oir parler de fotre, sem þýðir um það bil: „Um ungfrúna sem ekki þoldi að heyra um samræði."39 Það er alveg ábyggilegt að myndmál Bósa sögu sver sig í ætt við frönsku gaman- sögurnar en hugmyndafræði sögunnar er alíslensk. Eg minntist á það áðan að Möttuls saga væri ekki riddarasaga heldur paródía á riddarasögur. Það má vel kalla hana fabliau. Hið sama er að segja um Bósa sögu. Hún er ekki fornaldarsaga heldur paródía á fornaldarsögur, en kallist Möttuls saga fabliau vil ég alls ekki skipa Bósa sögu í þann flokk. Möttuls saga og Bósa saga eiga það sam- eiginlegt að spotta hefðina sem þær tilheyra. Þessar tvær sagnir tilheyra bara alls ekki sömu hefð. Þó að fyndni þessara tveggja sagna virðist við fyrstu sýn svipuð; þ.e. hún gengur í báðum út á samfaralýsingar, er gríðarlegur munur þama á. í Bósa sögu er gamanið græskulaust. Bósi er búra- legur töffari sem skemmtir bændadætrum með orðagjálfri og kynlífsleikjum. í Möttuls sögu er gamanið hinsvegar grátt. Aumingja jungfrúmar eru leiddar fram, hver á fætur annarri, og síðan em þær hæddar og spottaðar. Fyndnin á að vera í sama hlutfalli og niðurlæging þeirra; þ.e. þegar jung- frúnum líður verst, líður lesandanum best. Ég get svo sem sagt frá því að mér finnst Möttuls saga hálf- ógeðsleg. Kvenfyrirlitning hennar er svo yfir- gengileg að mér finnst hún eiginlega alls ekkert fyndin, heldur þvert á móti sorgleg. Þessi persónu- lega skoðun mín breytir þó ekki niðurstöðum greinarinnar, því Möttuls saga á eftir sem áður að vera gamansaga þó að fyndni hennar höfði ekki til mín. Munur þessara sagna felst í viðhorfi sögumanns ti! kvennanna; hlæjum við að þeim eða með þeim? Lokaorð Fyndni er háð samfélagslegum aðstæðum. Til þess að gera grín að atburðum eða aðstæðum þarftu að þekkja til þeirra. Höfundur Möttuls sögu þekkti vel ífanskan menningarheim. Höfúndur Bósa sögu þekkti sinn líka ágætlega, reyndar svo vel að undirritaðri finnst hann með fyndnustu og ritfæmstu höfundum fyrr og síðar. Kannski hefur íslensk fyndni ekki breyst ýkja mikið í aldanna rás: Eg man eftir því einu sinni þegar ég sat úti í garði í Kalkútta á Indlandi, að hópur manna fór að segja brandara. Það var stórfurðulegt að þegar Indverji sagði brandara þá hlógu allir Indverjar en enginn Evrópumaður. En þegar Evrópumaður sagði brandara þá hlógu allir Evrópumenn en enginn Indverji. Eg fór að spyrja sjálfan mig, hvers vegna brandari hefði ekki sammannlegt gildi? Hvers vegna hlæjum við? Mín niðurstaða varð sú að flestir okkar brandarar væru byggðir á kynlífi. Vesturlandabúar á Viktoríutímabilinu voru kynsveltir og þessar ófull- nægðu hvatir urðu grundvöllur fyrir brandara og kímni. Ef talað var utan að hlutunum í sambandi við kvennamál eða kynferðislíf þá var það alltaf tilefni aðhláturs. Indverjar hafa aldrei sætt kynsvelti. Kynlíf hefur verið frjálst og óhindrað svo að segja frá bamsaldri og þar af leiðandi höfðu þeir enga ástæðu til að hlæja að brandara sem byggðist á bældum kyn- ferðislegum hvötum. En að hverju hlógu þá Indverjar? Jú. Allir þeirra brandarar voru í sambandi við mat. Og hvernig stendur á því að þeir hlógu að þessu? Það er vegna þess að hungrið þekktu allir Indverjar. Maturinn var þeirra duld og þetta verkaði þannig að ef einhver sagði: Farðu út og éttu loft, þá varð þetta aðhlátursefni hjá Indverjum en engum Vesturlandabúa.40 Öðruvísi lokaorð Islenskar fomsögur eru sjálfstæðar greinar í samanburði við evrópskar bókmenntir, um það eru flestir sammála. Fornbókmenntum Islendinga verður ekki fundinn bás með evrópskum bók- menntategundum þrátt fyrir að enginn efist um alþjóðleg áhrif og skyldleika þeirra við erlendar bókmenntir. Sérstaða íslenskra bókmennta er af- sprengi íslensks samfélags og þeirrar munnlegu frásagnarhefðar sem þær eru vaxnar af. Möttuls saga er frönsk gamansaga sem hæðir franskan menningarheim. Bósa saga er hinsvegar íslensk saga sem gerir grín að íslensku samfélagi. Þessar 23

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.