Mímir - 01.06.1997, Síða 28

Mímir - 01.06.1997, Síða 28
Hafþór Ragnarsson „Ég gat flogið í dag” Stefán frá Hvítadal og Söngvar förumannsins Ætlunin í þessari grein er að skoða fyrstu ljóðabók Stefáns frá Hvítadal, Söngva föru- mannsins, en á næsta ári eru áttatíu ár frá því hún kom fyrst út. Sérstaklega er dvalið við þá þætti sem mest eru áberandi í bókinni, lífsdýrkun og heims- kvöl. Skoðuð verða valin dæmi úr bókinni með það að leiðarljósi að draga fram hvemig þessir tveir pólar eru allt um lykjandi í efnistökum Stefáns, enda er ekki ástæða til að draga hvert einasta ljóðanna tuttugu og níu inn í ekki lengri umfjöllun. Dæmin ættu að gefa nokkuð skýra mynd af efninu. Fleira verður þó tínt til, því að það er fullvissa þess er þetta ritar, að ekki sé hægt að gera efninu markviss skil, nema skoða ítarlega lífshlaup og aðstæður Stefáns frá Hvítadal fram að útkomu Söngva förumannsins, og jafnvel aðeins lengur, enda er ævi skáldsins svo samofin yrkisefninu að það væri fásinna að gefa henni ekki gaum. Þessu verður svo reynt að hræra saman við bókmenntatímabilið í samhengi við það andrúmsloft sem hér var ríkjandi á fyrstu áratugum aldarinnar. Við framsetningu allra ljóða og ljóða- brota sem hér birtast, er stuðst við blaðsíður 1-79 í seinni útgáfu Helgafells frá árinu 1970, á Ljóð- mælum Stefánsfrá Hvítadal. Forspjall „Ég hefi lifað alla ævi sem róni, en ég skal lifa áfram og verða frægt skáld.”1 Þessi orð eru höfð eftir Stefáni Sigurðssyni kenndum við Hvítadal í Dalasýslu, skömmu áður en hann steig á skipsfjöl í Noregi seint á árinu 1915 á leið heim til íslands, 1 Ivar Orgland 1990, bls 69. eftir tæplega fjögurra ára dvöl ytra. í orðunum kristallast að nokkrum hluta persónuleiki Stefáns; óbilandi trú á sjálfan sig og einbeitni annars vegar, barnsleg einfeldni og draumórar hins vegar. Þarna má sjá ískalt raunsæi og drauma hlið við hlið. Og drauminn um nýjan veruleika sér til handa. Kannski er þetta endurspeglun á Evrópu á fyrstu árum nýrrar aldar; óbilandi trú á getu mannkyns og draumur um friðsæla framtíð. Svo er fótunum kippt undan öllu saman með heimsstyrjöld stuttu eftir aldamótin og heimurinn leggst sjúkur. Stefán kom heim og gerði slíkt hið sama og var með annan fótinn í sjúkrarúmi allt þar til styrjöldinni lauk og hann sendi frá sér sína fyrstu bók, 1918. Heimsstyrjöldin fyrri sem slík markaði þó ekki veruleg tímamót í íslenskri bókmenntasögu, enda var íslenska þjóðin að sjá fyrir endann á langri baráttu fyrir sjálfstæði. Sérstaða íslands í Evrópu er líka slík að menn geta leyft sér að fylgjast með úr fjarlægð og vinna svo úr því sem fyrir augu og eyru ber í ró og næði. Þó má setja ákveðin skil við þetta ár, 1918: Engu að síður eru ákveðin kaflaskipti í bókmenntum Islendinga í lok fyrri heimsstyrjaldar. Einmitt 1918 lýkur ákveðnu þróunarskeiði í íslenzkri stjórnmála- sögu. Eftir samfellt hundrað ára sjálfstæðisbaráttu fær þjóðin loksins viðurkennt fullveldi. Þessi barátta hafði gefið íslendingum í heild fast takmark til að stefna að og markaði þjóðlífinu ákveðinn svip. Nú var sigur fenginn, jafnvel fyrr en Islendinga varði og með auðveldara hætti. Þjóðin hlaut að beina huga sínum og starfi að nýjum viðfangsefnum heima fyrir, en hún þurfti svigrúm til að átta sig því, sem gerzt hafði, og safna kröftum til nýrra átaka. Það eru þessi tímamót í sjálfri þjóðarsögunni, sem einnig valda kaflaskiptum í bókmenntunum. Hin gamla skálda- kynslóð, sem tengd var sjálfstæðisbaráttunni og unnið hafði sér viðurkenningu þjóðarinnar, hverfur æ 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.