Mímir - 01.06.1997, Síða 33

Mímir - 01.06.1997, Síða 33
sveimhyglislegri en svo, að þær gætu ræst. Þegar Stefán með sína heitu lífsást sér draumhimin æskunnar hrynja, grípur hann því sárari harmur sem „sólskinsdraumur vonablár” hafði átt ríkari ítök í ungri sál hans”.19 I bókinni túlkar hann ör hughrif og einfalda hugsun, hann vill vera öðruvísi og gerir lítið úr þeim sem ekki „taka sénsinn”, eiga allt til alls og telja sig því ekki þurfa að eiga eða eltast við drauma: Hann á engin draumaljóð. Hann gekk enga slysa-slóð. Slétt er heimalningsins gata. (Hjartarím) Eins og til að hnykkja á þessu viðhorfi segir skáldið um sjálft sig:20 Ég gekk þann veg sem fjöldinn fór, og féll svo lágt. (Mamma) Þarna má sjá þann þankagang sem Stefán og hans skáldbræður vildu lifa eftir, þ.e. að fara á móti straumnum, en fæstir þeirra gerðu það þó. Ef hann varð of stríður var ekki gefið að menn streittust á móti og kannski er það þessvegna sem minna varð úr Sveini Jónssyni og fleiri ungskáldum þessa tíma, en búast mætti við þegar Islenzkur aðall er lesinn. Stefán hélt þó sínu striki, bara það að gefa út þessa bók sýnir að hann gafst ekki auðveldlega upp því að hann var þá orðinn rúmlega þrítugur og þ.a.l. á síðasta snúningi að fylgja æskudraumunum eftir. Þetta virðast félagar hans hafa kunnað að meta, að einhver þeirra væri nógu fylginn sér til að uppfylla óskir sínar. Og þjóðinni líkaði sá tónn senr förumaðurinn gaf. Hér nokkru framar var kenningu manna um að Stefán hafi verið einnar bókar maður að nokkru leyti samsinnt. Astæða þess er mikilvægi þessarar fyrstu bókar Stefáns umfram aðrar bækur hans. Það er því ekki úr vegi að hnykkja eilítið á því og líta í leiðinni á hvað tók við hjá Stefáni eftir að Söngvar förumannsins komu út. Með þeim hleypti 19 Kristinn E. Andrésson 1949, bis. 58. 20 Þó kvæðinu fylgi útskýring þar sem Stefán sver af sér Ijóðmælandann, virðast flestir og þ.m.t. höfundur þessarar ritsmíðar gera ráð fyrir að hann sé Ijóðmælandinn. hann frjálsum ástum inn í íslenska kvæðahefð21 og opnaði þannig dymar fyrir Davíð Stefánsson, sem reyndar kunni honum litlar þakkir fyrir.22 Það má kannski orða það sem svo að Stefán hafi opnað dymar, en Davíð gengið inn. Stefán endumýjaði form bundna málsins með nýjum og liprum bragar- háttum og túlkaði viðhorf æskunnar. Það má heldur ekki horfa framhjá því að hann hafði mun lengri tíma til að undirbúa þessa bók en aðrar. Fljótlega eftir að hún kom út var hann búinn að gifta sig, orðinn bóndi og byrjaður að hlaða niður bömum sem alls urðu tíu talsins. Þar með var frelsi æskunnar og sveimhugalífið farið fyrir lítið að mörgum fannst, og í stað þess að hafa allan daginn fyrir sjálfan sig var heilsulaus maðurinn í sífelldu striti. I Söngvum förumannsins voru ljóð frá u.þ.b. tíu ára tímabili, en eftir að hún kom út liðu aldrei meira en þrjú ár milli bóka frá Stefáni. Förumaðurinn var orðinn einyrki. Um þessar aðstæður ritaði Halldór Laxness meðal annars þetta „...Stefán situr heima í Dölum að sínu litla búi og berst í bökkum. Sá búskapur var ekki glæsilegur framhaldsskóli í listinni né vænlegur til að efna þau fyrirheit sem Stefán hafði gefið með fyrstu bók sinni. Hart er til líkamlegra aðdrátta fyrir efna- lausan einyrkja á litlu búi til dala og með vaxandi fjölskylduhóp,- enn harðara til hinna andlegu.”23 Væntanlega er þetta þó öllu betri framtíð en Stefán gerði sér vonir um þegar hann lagðist veikur hvað eftir annað á æskuárunum, enda bjóst hann þá alveg eins við að eiga alls enga framtíð. Lífsdýrkun, heimskvöl, trú og von Upphafskvæðið í Söngvum förumannsins nefnist Vorsól og kallast á við titil bókarinnar að efni sem og vegna þess að seinna samdi Sigfús Halldórsson við það ágætis lag. Ljóðið er gleðibragur til vorsins og ekki síst sólarinnar. Myrkrið hefur vikið úr lífi skáldsins, a.m.k. um stundarsakir og æskuvonin er sest á valdastól. Haft er eftir Stefáni að tilurð kvæðisins megi rekja til sumarsins 1909, þegar hann hafði hrakist úr vinnumennsku hjá nískum og illa innrættum bónda á Austfjörðum og kom aftur til Reykjavíkur. Hann fékk þá inni í Garðastræti 4 21 Hér eru undanskilin brunakvæði, afmorsvísur og klámvísur hagyrðinga á liðnum öldum. 22 Davíð Stefánsson orti til að mynda seinna um Stefán kvæðið Loddarinn. 23 Halldór Laxness 1972, bls. 45-46. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.