Mímir - 01.06.1997, Síða 45

Mímir - 01.06.1997, Síða 45
vígbúinn er hann ekki vopnaður. Svar Hávarðar ber vott um ógurlega hreysti: „Verði svá vel, at vér finnim Þorbjpm Þjóðreksson, eptir skilnað vám skaltu annat mæla, því at mér ætla ek sverðit Gunnloga, er best vápn er.“ (322) Nú hafði Þorbjöm áður vegið Ólaf með því sverði og er hefndarhugur svo mikill í karli að hefndin verður að vera með hinu sama sverði. Þeir sitja svo fyrir Þorbirni og mönnum hans og er þeir finnast hleypur Þorbjöm á sund og Hávarð- ur hikar ekki, heldur „skundar þegar ok kastar sér á sund eptir Þorbirni“ (325) Greinilegt er að karlinn á nóg eftir af hreysti- verkum. Dráp Þorbjamar virðist þó ekki vera neitt átakanlegt hreystiverk af hálfu Hávarðar, heldur er eins og hann fái skyndilega aðstoð almættisins í bardaganum ... honum [kom] í hug, at hann hafði heyrt utan ór lpndum, at þar var annarr siðr boðaðr en norðr í lgnd, ok með því ef nokkurr kynni honum þat at segja, at sú trúa væri betri ok fegri, þá skyldi hann því trúa, ef hann sigraði Þorbjprn. (326) Þessi kafli er, má segja, dæmigerður fyrir höfund Hávarðar sögu. Hann hikar ekki við að stöðva frásögnina og segja frá hugsunum Hávarðar þegar Þorbjöm stendur yfir honum, tilbúinn með stein til að mola á honum hausinn. Hávarður heitir umsvifalaust á hinn nýja sið og hefur sigur.24 Það er eins og höfundurinn geti ekki stillt sig um að koma með þessa glefsu enda fer Hávarður utan í lok sögunnar og lætur skírast (sbr. 357) og er þetta í góðu samræmi við það. Að bardaga loknum sýnir Hávarður mann- gæsku sína, eða speki (ef svo skyldi kalla) þegar hann vill ekki drepa eftirlifandi þræla Þorbjarnar (sbr. 328). Það er e.t.v. merki um hið nýja hugarfar hans, er hann hefur heitið á hinn nýja sið, að hann vill ekki fremja slík fólskuverk. En þó skiptir hefndin hann greinilega höfuðmáli; hún þarf bara 24 Á það hefur verið bent (t.d. ÍF VI: 326 nm2) að í yngri sögum heiti menn því í lífsháska að láta skírast og taka trú ef þeir sigra andstæðing sinn eða komast lífs af. Þetta minnir einnig mjög á lífsháska Þormóðar Kolbrúnarskálds í Fóstbræöra sögu, þegar Þórdís lætur leita að honum í skerinu, en hvað eftir annað virðast yfimáttúrulegir kraftar koma honum til hjálpar (sem rekja má til Ólafs helga sbr. draum Gríms bónda í Vík) og Þormóður sleppur lifandi. (sbr. ÍF VI.: 253-256) að koma niður á réttum stað, þ.e. á ójafnaðarmönn- um því það virðist vera það eina sem Ljótur hefur til saka unnið (sbr. lýsingu hans bls. 293). Þeir kappar halda svo áfram vígum sínum. Eins og fram hefur komið verður nokkur breyt- ing á Hávarði og sést hún m.a. í þeim orðum sem eru notuð til að sýna aðgerðir hans. Hann kastar sér til sunds (325), snarast inn í skála (329), sprettur upp (319) og allt í þessum dúr. Atriði sem þessi eru eitt birtingarform þeirrar breytingar sem verður á Hávarði. Einnig vekur það athygli hversu mikil áhersla er lögð á frændsemina. Hávarður minnist varla á Ólaf án þess að láta það fylgja með að hann sé sonur hans, jafnvel þegar hann talar við Eyjólf Valbrandsson sem þó er honum svo náinn að frændsemi að óþarft virðist að taka það fram: „Hávarðr kvað ekki hefndara Ólafs, sonar síns ..." (328). Þó er það ætíð ljóst að svo er. Þrátt fyrir það er stöðugt hamrað á þessu atriði og sýnir það væntanlega hversu mikilvæg hefndin er Hávarði, einkum í ljósi þess að Ólafur er einkabarn.25 Eitt mikilvægasta atriðið sem sýnir breytinguna á Hávarði kemur að vísu ekki fyrr en að hefndum loknum, en það er undrun Steinþórs á Eyri þegar Hávarður kemur til hans að biðja hann liðveislu, eins og Steinþór hafði áður lofað honum á þingi: Gekk Hávarðr fyrir Steinþórr ok kvaddi hann. Steinþórr tók kveðju hans ok spurði hverr hann væri. (332) Það er merkilegt að Steinþór skuli ekki kannast við mann sem dvaldi í búð hans heilt þing og vakti auk þess mikla athygli þar á þinginu. Sá samanburður sem Steinþór gerir á fyrra og seinna ástandi Hávarðar færir síðan heim sanninn um að alger umskipti hafa orðið á Hávarði: Steinþórr mælti: „Hafi þér sét ólíkara mann, piltar, sjálfum sér, er hann er nú, eða þá var hann? Sýndisk mér sem hann gæti varla gengit staflaust á milli búða, ok oss þótti líkligt til kararmanns, með því at 25 Þetta virðist vera eitt af þeim mörgu atriðum sem höfundur laumar inn í söguna til að ítreka nauðsyn hefndarinnar og skýra þá að einhverju leyti hversvegna svona skörp breyting verður á Hávarði. Þótt margt í lýsingum Hávarðar sé vissulega skoplegt, verður þó að gæta þess að sagan er ekki aðeins skop og eru margir þættir hennar alvarlegir, meira en að hægt sé að yfirfæra htímorinn í henni yfir á söguna alla, þó að vissulega sé þannig blær yfir henni. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.