Mímir - 01.06.1997, Síða 46
honum skapraunaði mjpk, en nú sýnisk mér maðrinn
inn gprviligasti undir vápnum,..." (332)
3. Um vísur Hávarðar
3.0
Þær vísur sem Hávarður kveður eftir endurreisn
sína veita innsýn í hvort tveggja; persónu Hávarðar
og ætlun höfundar með verkinu. Það mætti einnig
segja að vísurnar gegni mun fjölbreyttara hlutverki
þar sem þær skreyta söguna og fylgja jafnvel hefð-
inni þannig að forminu til og gera söguna bæði
dramatískari og skoplegri í senn.26
Þó að Hávarður byrji ekki að yrkja fyrr en
hefndarstundin rennur upp eru þó nokkur atriði
sem gefa þennan hæfileika hans til kynna, löngu
áður en stund hefndar og hetjuskapar rennur upp.
3.1
Viss líkindi eru milli þeirra feðga Hávarðar og
Olafs. Æ ofan í æ er vitnað til æsku Hávarðar og
hreystiverka hans á yngri árum. Fyrsti þáttur sögu-
nnar hefur einkum þann tilgang að sýna fram á
hreysti Ólafs, sem er í fullu samræmi við hreysti-
verk Hávarðar á yngri árum, enda er sagt í sögunni
að Ólafur „gerisk þá inn efniligasti maðr ... hann
var þá átján vetra gamall.“ (304) Á þessum stað í
sögunni hefur Ólafur þegar unnið nokkur hreysti-
verkin, en þessi klausa, sem lýsir honum rétt fyrir
dauða sinn, gefur það til kynna að muni hann lifa
sé hann vel þess megnugur að feta í fótspor föður
síns og gerast víkingur. Áður hefur Ólafur kveðið
vísu (sbr. 297) og þó hún sé ekki dróttkvæð, sýnir
hún að hinn óharðnaði unglingur hefur vísi að
skáldagáfu í sér, sem vel mætti trúa að faðir hans
hafi arfleitt hann að.27
Einnig er bent á að Hávarður geti átt það til að
vera orðhvass ef vilji hans stendur til og kemur það
fram í ræðu Bjargeyjar þegar hún fær Hávarð til að
fara til Laugabóls eftir hina fyrstu legu:
„Þat er karlmannligt mál, at hann er til engra
harðræðanna er fœrr, at spara þá ekki tunguna at tala
þat, er honum mætti gagn verða at;..." (308)
26 Þessi notkun vísnanna í sögunni er í fullu samræmi við niðurstöður
Guðrúnar Ingólfsdóttur. 1990: 227
27 Þetta hljómar kannski eins og oftúlkun en feðgar eiga það til að eiga
margt sameiginlegt, bæði á hinu andlega sviði og hinu líkamlega, t.d. eru
þeir feðgar Egill og Skalla-Grímur æði líkir um margt, þ.á.m.
skáldagáfuna, þó að mun meira beri skiljanlega á skáldagáfu Egils.
Þótt þetta þurfi ekki að benda til skáldagáfu þá
benda þessi orð Bjargeyjar a.m.k. til mælsku
Hávarðar, ef hann vill svo við hafa.
Ekki þarf að efast um að höfundur hefur ýmist
ort vísurnar sjálfur í orðastað Hávarðar, eða fengið
þær annarsstaðar frá.28 En þetta sýnir sem fyrr að
höfundur er mjög meðvitaður í þessari smíð sinni,
eins og hlutverk vísnanna í sögunni er til vitnis
um.
Ekki eru allar vísur Hávarðar eins en þær sýna
þó oft hugarástand Hávarðar, hvort sem um er að
ræða alvöru hefndarinnar, eða ánægju yfir atvikum
sögunnar eins og t.d. 13. vísa, þar sem Hávarður
tekur á móti þeim víga-börnum, og lýsir þar ánægju
sinni yfir vígi Hólmgöngu-Ljóts. ( 340-341)
Þá er það einkennandi eftir því sem líður á
söguna að næstum öll bein ræða sem lögð er í
munn Hávarði, er í bundnu máli; t.d. þegar Torfi
Valbrandsson spyr Hávarð hvort Þorbjörn væri
dauður (6.v. 327), þegar Hávarður segir þeim Torfa
og Hallgrími frá bardaganum við Ljót Þjóðreksson
(8. v. 330-331), vísur Hávarðar í 13. kafla (10.-
12.v) og einnig 13. vísa Hávarðar. Þar segir:
Þeir gera nú svá, ganga fyrir Hávarð. Hann fagnar
þeim vel ok spurði tíðenda ok lét sem hann hann
hefði ekki heyrt, ... Ok er lokit var rœðu þeira,
sprettr Hávarðr upp í móti þeim ok kvað vísu: ...
(340-341)
I vísu þessari leggur hann mat sitt á á víg Hólmgöngu-
Ljóts og óskar þeim piltum langlífts. Þetta hefði
höfundur vel getað látið hann gera í óbundnu máli.
Sömu sögu er að segja um 5. vísu (323) þar sem
Hávarður spáir fyrir um bardagann að Laugabóli og
t.d. 12. vísu (335) þar sem Hávarður segir að þeir skuli
bíða rólegir, en hann búist þó við eftirmálum vegna
víga þeirra; vísa sem vísar fram í söguna, að
bardaganum í Otradal.
3.2
Eitt einkenni vísnanna er hvemig þær verða
órjúfanlegur hluti textans, þ.e. þeim virðist ekki
ætlað að vera vitnisburður, atburðum sögunnar til
staðfestingar. Það sést m.a. á því að þegar Hávarð-
ur kveður vísur sínar eru þær sjaldnast útskýrðar í
28 Sbr. ÍF VI: xci-xciv, þetta sýnir ll.v. („Hlóðu Herðidraugar“)
sérstaklega.
44