Mímir - 01.06.1997, Page 50

Mímir - 01.06.1997, Page 50
væri ólíklegt að svona framburður komi upp í skyndingu, enda hafi hann líklega verið á undan- haldi þegar fyrst er getið um hann, og sú síðari að ekki sé hægt að treysta samtímamállýsingum frá þessum tíma, því menn hafi verið of uppteknir af fornmálinu. Dæmi um að málfræðingum fyrri tíma hafi sést yfir mállýskur eru auðfundnar; linmælis er t.d. ekki getið fyrr en eftir miðja 19. öld þó þess sjáist merki í ritum minnst hundrað árum fyrr og flámælis var lengi ógetið þótt ýmislegt bendi til að það hafi verið komið til sögunnar á 18. öld. 2.2 Því miður er ekki hægt að athuga rithætti handrita til að sjá merki um d-framburð því ð hafði ekki verið notað í íslensku ritmáli frá því á 14. öld og fram yfir 1800. Auk þess var það ekki orðið al- mennt í riti fyrr en um 1850.7 * 3.0 Afbrigði og útbreiðsla Asgeir telur upp þau helstu afbrigði d-framburðar sem hann minnist úr æsku sinni á Vestfjörðum á öðrum og þriðja áratugnum: Rd var jafnan tilbrigðalaust og borið fram [rd]. Affd voru afbrigðin þessi: [vd], [6d] og [bd]. Lang- algengast var, að menn segðu [havdi] (hav-di), en bæði [haBdi] og [habdi] (habb-di) brá þó fyrir, [...]. Gd var að jafnaði borið fram [qd], [saqdi], en þó þykir mér sem ég hafi líka heyrt framburðinn [gd], [sagdi] (sagg-di)? í vasabókum þeim sem Bjöm M. Ólsen skrifaði á ferðum sínum um landið á síðustu áratugum 19. aldar, en í þær skrifaði hann ýmsan fróðleik um framburð, beygingarmyndir og orðaforða, eru gef- in dæmi sem sýna að d-framburður hefur náð yfir orðaskil, s.s. úrdeim (IV:28), avdí (IV:46), tildess (1V:54)9 eins og Kjartan Ottósson hefur bent á.10 Marius Hægstad hefur líka minnst á þetta atriði.11 Halldór Armann Sigurðsson hefur einnig 7 Bjöm K. Þórólfsson. 1950: 130. ^ Ásgeir Blöndal Magnússon. 1959: 12. Vert er að geta þess að Ásgeir notar [q] til þess að tákna það hljóð sem nú er venja að tákna með [y]. 9 Táknin innan sviganna vísa í númer bókar og blaðsíðutal, sjá nánar í Viðauka. 10 Kjartan Ottósson. 1983: 183. ' ■ Hægstad, Marius. 1942: 39 með dæmið: ég man dað ekki. skoðað þetta12 og nefnir dæmi af segulbandsupp- töku af máli konu sem hafði d-framburð. Hún sagði t.d. „ [...] þá sá hann dað“, „ég sagdi ðér da(ð) í gærkvöldi." Kona sú er Halldór talar um hefur d í áherslulausum /ó-orðum en þó aðeins ef raddað samhljóð er síðasta hljóðið í orðinu á undan. Halldór setur fram reglu um hvernig hugsanlegt umhverfi þurfi að vera til að ð > d. ,,/ð/ verður /d/ þegar næst á undan því fer raddað sam- hljóð og það stendur jafnframt annað hvort aftast í orði eða næst á undan áherslulausu sérhljóði."13 Reglan á svo bæði við d-framburð inni í orðum og fremst í orðum en Halldór heldur þó samt ekki fram að allir sem höfðu d-framburð hafi haft hann frernst í orðum eins og þessi kona. Ekkert dæmi er um þetta utan Vestfjarða. Því er mögulegt að það hafi verið sérvestfirskt einkenni að d-framburður hafi náð yfir orðaskil. 3.1 Ásgeir segir að d-framburður hafi trúlega aldrei verið einráður á Vestfjörðum enda þótt áhrif hans kynnu að hafa verið nokkur. Þess má geta að Sveinbjörn Egilsson ritaði í áðurnefndu bréfi til Rasks árið 1817 að hann hafi heyrt „einhvöm mann í húslestri lesa: lif-di, géf-du o. s. frv. og hlóu börn ad og þótti tilgérd, sem var. Vera má samt ad þessi adkvedandi sé tídkud vestra, hvar fleiri málbreytíngar finnast.“14 Konráð Gíslason segir árið 1836 í Fjölni að „sumir Vestfirðíngar“ hafi d-framburð og sé „slíkt ekki algeíngur framm- burður!“15 Ymsar vísbendingar eru þó til um að d- framburður hafi verið nokkuð algengur eða jafnvel ráðandi á Vestfjörðum. Ásgeir nefnir vasabækur Björns og segir að sú staðreynd að Bjöm minnist lítið á útbreiðslu og afbrigði d-framburðar á Vest- fjörðum mætti túlka á þann hátt að honum hafi þótt d-framburður svo eðlilegur þar, að ekki hafi þurft að nefna smáatriði. Það myndi væntanlega þýða að d-framburður hafi verið þar algengur. Þetta er reyndar alls ekki rétt hjá Ásgeiri því stór hluti dæma um d-framburð er af Vestfjörðum, eða 23 af 47.16 12 Halldór Ármann Sigurðsson. 1982: 287-289. 13 Halldór Ármann Sigurðsson. 1982: 290 (í neðanmálsgrein). 14 Breve... .1941:274. 15 Konráð Gíslason. 1836: 22 (í neðanmálsgrein). 10 Þetta eru aðeins þau dæmi sem beinlínis eru merkt Vestfjörðum. Ef talin eru með þau sem eru líklegast af Vestfjörðum, þ.e. þegar nærliggjandi dæmi í bókunum eru vestfirsk, kemst talan upp í 32 dæmi. 48

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.