Mímir - 01.06.1997, Page 54

Mímir - 01.06.1997, Page 54
myndi enda í [gd, bd] framburði.28 Þess vegna sé líklegast að d-framburðurinn í Fljótum og Olafs- firði sé eldri en [gð, bð] framburðurinn á Norðurlandi og þar af leiðandi eldri en frá 1700. Þetta er, að því er virðist, svolítið furðuleg röksemdafærsla, af hverju er líklegra að [gð, bð] framburður komi upp þar sem d-framburður er ráðandi? Þessi röksemdafærsla hlýtur þá að gera ráð fyrir millistigi, þ.e. 1) d-framburður > 2) [yð, vð, rð] framburður > 3) [gð, bð] framburður. Athugasemd Hægstads um habbdi í Fljótum, sem nefnd er í neðanmálsgrein 28, gefur í skyn að annar hvor framburðurinn hafi blandast saman við þann sem fyrir var, en ekki er gott að sjá hvor er eldri.29 5.1 Aðalrök Ásgeirs í sambandi við aldursákvörðunina eru að benda á innra samhengi í hljóðkerfi málsins. Á 14. öld kemur upp breytingin // rf > Ib, rb í orðum eins og orf, tyrfa, kálfur sem verða orb, tyrba, kálbur. Upptök og útbreiðsla þessa fram- burðar segir Ásgeir að komi vel heim og saman við það sem hann segir vera feril d-framburðarins, breytingin kemur sennilega upp vestanlands og breiðist svo út um Norðurland en hörfar síðan og deyr út en skilur eftir sig minjar á Vestfjörðum og afskekktum sveitum norðanlands. Á 14. öld verður líka sú breyting að ð > d í end- ingum sagna og í viðskeytum sumra nafnorða: talða > talda, vanða > vanda, skelfða > skelfda, fjölði >fjöldi, o.s.frv. Ef d-framburðurinn kom upp á þessum tíma verður hann hluti af stærri heild, þ.e. „einn þátturinn í tilhneigingu þessa mál- þróunarskeiðs til þess að forðast tvö grannstæð og samkvæð önghljóð eða sónhljóð (r, /, m, n,) + öng- hljóð - hneigð þess til að breyta önghljóðinu, sem á eftir fór, í lokhljóð."30 Ásgeir nefnir þessu til stuðnings þá hugmynd að tvívaramæltur fram- burður á / í orðum eins og hafði, [haBdi] séu leifar af fomum framburði því f sem í fornu máli var borið fram tvívaramælt, hafi haldist tvívaramælt í ákveðnum hljóðasamböndum. Tvívaramæltur 29 Hvorugur framburðurinn er líklegur til að koma ofan í hinn. Undir öllum venjulegum kringumstæðum verður ð ekki d á eftir b, þ.e. höbbði ætti ekki að verða höbbdi. Hið sama á við í hina áttina. Havdi ætti ekki að breytast í habdi þar sem /ætti ekki að breytast í b nema á undan ð. Þó virðist þetta hafa gerst á annanhvom veginn. 30 Ásgeir Blöndal Magnússon. 1959: 18. framburður á / myndi t.d. gera breytinguna If rf > Ib, rb skiljanlegri. Einnig mætti ímynda sér að tvívaramæltur framburður hafi haldist á undan ð, og þannig orðið grundvöllur fyrir [haBdi] framburð þann, sem finnst á Vestfjörðum, en það fram- burðareinkenni virðist Ásgeiri vera gamalt. Ef hug- myndir Ásgeirs eru réttar myndi það benda til að d- framburður hefði komið upp um 1400. Hér er gott að rifja upp orð Halldórs Ármanns Sigurðssonar sem sagði í grein sinni31 að breyt- ingin ð > d á fjórtándu öld hafi einmitt stundum verið í sama umhverfi og d-framburður hafi komið fyrir í, þ.e. á eftir m, n, l, og ýmsum samhljóða- klösum sem innihéldu þessi hljóð. Hann og Kjartan Ottósson32 hafa svo fundið dæmi um d- framburð á eftir öllum þessum hljóðum. Þess vegna má segja að hugmynd Ásgeirs verði stórum líklegri þegar það er tekið til greina. Einnig má benda á að Hreinn Benediktsson segir í grein sinni um íslenskar mállýsku- rannsóknir33 að framburðarmállýskur skiptist í tvo aðalhópa, annan sem á rætur að rekja a.m.k. til 14. aldar og hinn sem á sér í mesta lagi 200-300 ára sögu. Breytingamar í fyrri hópnum nái yfirleitt meiri útbreiðslu og upphafleg máleinkenni varð- veitast þá kannski bara á mestu útkjálkum. I fram- haldi af þessu, og því að engin bein tengsl er hægt að sjá milli útbreiðslusvæða d-framburðar sem eru á báðum endum landsins, mætti ímynda sér að d- framburðurinn tilheyrði fyrri hópnum. 5.21 Ásgeir segir í grein sinni að erfitt sé að benda á áþreifanleg dæmi um að d-framburðurinn sé jafn gamall og hann vill halda fram. Eins og áður var nefnt tíðkaðist ekki að nota ð í handritum um margra alda skeið, eða frá u.þ.b. miðri 14. öld og fram yfir 1800. Þess vegna verði ekki ráðið af rit- hætti orða hvort þau voru borin fram með ð eða d. Af þessum sökum er aðeins hægt að athuga kveð- skap og einstakar orðmyndir og reyna að fá ein- hverjar upplýsingar þaðan. 5.22 Ásgeir segir að Björn K. Þórólfsson hafi bent 3^ HalldórÁrmannSigurðsson. 1982: 291 32 Kjartan Ottósson. 1983: 183 33 Hreinn Benediktsson. 1961-62: 88 52

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.