Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 70

Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 70
Benedikt gat gengið eins og hann vildi í bókasafn föður síns og gerði það. Hann lærði snemma mörg tungumál og las eins og hann ætti lífið að leysa, en ístöðuleysi það sem fylgdi honum alla tíð varð til þess að hann las flestallt óvalið og óskipað, og festi illa hugann við það námsefni sem ekki var skemmtilegt, las það frekar af skyldu- rækni en áhuga. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann varð einn lærðasti maður Islands á síðustu öld í heimspeki og bókmenntum, auk þess sem hann grúskaði í jarðfræði, dýrafræði og efnafræði og samdi kennslubækur, hann var góður teiknari og skrautritari og svo auðvitað skáld og spekingur. Benedikt tók meistarapróf í norrænum málum árið 1863 frá Kaupmannahafnarháskóla, eftir brokkgengan námsferil þar sem hann hafði m.a. lagt stund á náttúrusögu og heimspeki auk þess að sökkva sér á tímabili í kaþólska trú og klausturlíf. Það má kannski segja að hann hafi gert vel það sem hann hafði áhuga á að gera, en kastað til hönd- um í því sem hann langaði ekki til að gera. Til dæmis má nefna doktorsritgerðina, sem hann nennti ekki að lagfæra og fékk því ekki gilda sem vörn. Það er ekki furða að slæmt hafi verið á hann titlinum fjölfræðingur þó sumt, kannski sérstaklega náttúruvísindi hans, þyki fátæklegt nú á öld tækni og vísinda. Hér verður þó lítið staldrað við önnur ritstörf Benedikts en þau sem með beinum og óbeinum hætti tengjast hugmyndum hans um listir og skáldskap. Einhvers konar undanfari. Arið 1888 var Benedikt á 62. aldursári og skoðanir hans um flestallt því fullmótaðar löngu áður eins og venjan er. Hann hafði eins og áður er getið drukkið í sig grísku fomöldina með móðurmjólk- inni, en að auki hafði hann hrifist mjög af þýsku hughyggjunni sem fæddi af sér rómantíkina, eins og títt var um menn af hans kynslóð. Þetta eru þeir tveir pólar sem mætast í hug- myndum Benedikts Gröndal um listir og skáld- skap. Hann átti Fjölnismönnum, sem rómantíkin hérlendis er oft eignuð, mikið að þakka bæði í and- legum og veraldlegum efnum, því í Fjölni fékk hann birt eftir sig kvæði, hann varð góður vinur Konráðs Gíslasonar og vann um skeið fyrir hann og kveðskapur Jónasar hafði mikil áhrif á hann sem ungan mann, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1853 sendi hann frá sér kverið Kvæði og nokkrar greinir um skáldskap og fagrar menntir en eins og nafnið ber með sér mátti þar finna kvæði og svo 32 greinar um skáldskap og fagurfræði sem eru „...ótvírætt metnaðarmesta skrif Islendings af því tagi fram að því.”4 Þessar greinar eru allar til- tölulega stuttar, oftast um ein blaðsíða hver, og þar fjallar hann jafnt um skáldskap, tónlist, myndlist og fleira. Ef draga á saman þær hugmyndir sem þama koma fram um skáldskap má segja að hann spyrðir saman það sem er gott og það sem er fagurt „...með þeim hætti að allt sem sé tignarlegt, rétt og gott sé jafnframt fagurt og þess vegna skáldlegt; en þar af leiði þó ekki hitt að allt sem okkur finnist rangt og illt þurfi að vera ófagurt. Allt það sem ljótt er og ófagurt er þó að sögn Benedikts út- skúfað úr hofi Appollóns eða með öðrum orðum: geti ekki heyrt undir listina.”5 Þetta eru ekki ósvipaðar hugmyndir og Tómas Sæmundsson setti fram í inngangi Fjölnis átján árum fyrr, þ.e. fegurðin, sannleikurinn, og það góða og siðsamlega fær hér að vera í öndvegi. Gröndal sleppir hins vegar nytsemdinni. Að auki talar hann um að skáld þurfi „...bæði að þekkja mannlega sál og umgerð hennar, sem er náttúran - það er að skilja: að hann sé kunnugur öllum þeim greinum mannlegrar þekkingar, er taka inn í lífið og verkahring andans; að hann hafi þá gáfu að sjá eður geta sér til þess sambands er hlutimir og við- burðirnir standa í hver við annan; og að hann geti lýst öllu því sem hann velur sér til yrkisefnis, í fagurri mynd og með réttu orðalagi. I þessum þremur kröfum er fólginn öll sú menntun, þekking, lærdómur, smekkur og meðfædd gáfa, sem út- heimtist til þess að vera skáld.”6 Þama má sjá hversu Benedikt er umhugað um að skáldskapur veki með mönnum fegurðartil- finningu og því kannski ekki skrýtið að hann æmti þrjátíu árum seinna, þegar hvert ungskáldið af öðru kemur fram og gerir markvisst út á hið ljóta og illa. Þama birtist líka sú hugmynd að skáldsköpun sé að stórum hluta lærð og hljóti að vera betri eftir því sem menn eru lærðari.7 í heildina tekið má segja að hugmyndimar sem koma fram í þessum greinum 4Árni Sigurjónsson 1995, bis 391. 5Sama rit, bls 393. 6Benedikt Gröndal 1950, bls 35. 7Af þeim fimm atriðum sem hann telur upp eru þrjú áþekk, þ.e. þekking, menntun og lærdómur. 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.