Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 74

Mímir - 01.06.1997, Qupperneq 74
minnast á að tilgangur realistanna var að benda á hvað betur mætti fara í mannlífinu, en ekki að upp- hefja hið lægra í lífinu. „Idealismus” segir Gröndal hins vegar vera: „...að skoða lífið í æðra og tignara ljósi en það daglega líf veitir, það er þess vegna hugmyndalegt og ímyndað...Þessi tilfinning er öllum mönnum meðfædd, allir heimta hana og allir vilja hafa hana, nema einstöku sérvitringar. Þess vegna heimta menn poesi, því öll poesi er idealist- isk. Ef hún er það ekki, þá er hún engin poesi. Ideal er það æðsta sem menn sækjast eftir í fegurðarinnar ríki, hvort heldur er í list eða skáld- skap.”21 Gröndal heldur áfram og segir að það sé fyrir tilstuðlan ríms og hendinga sem skáldskapur verði idealistiskur, því þannig tali enginn dags daglega. Hann er því augsýnilega með jafnaðarmerki í huganum milli skáldskapar og ljóðagerðar, og gefur stuttu seinna í skyn að módernismi22 sé ekki skáldskapur því: „...þegar þetta er haft í kvæða- skáldskap, þá er sú póetíska form afnumin, þá er það enginn skáldskapur.”23 Gröndal segir það að punta sig og prýða vera idealisma og þannig setji hann mark sitt á daglegt líf allra manna og svo má ekki gleyma að „[Ijdealið er fyrirmynd, sem menn sækjast eftir; og allir hafa eitthvert ideal - realistar- nir hafa sjálfir sitt ideal, nefnilega það að vera sem mest realistiskir; þeir eru þessvegna sjálfir idealist- ar.”24 Þetta eru eins og áður er getið, frekar ódýr rök, því idealismi er allt annað og meira en þetta sem bókmenntastefna eins og flestum er kunnugt. Kannski væri einfaldast að skýra hann sem eftir- sókn í hið óhöndlanlega, sem vissulega hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hvað sem því líður er víst að þessi rök hefðu varla staðist lengi fyrir áheyrendum Gröndals ef hann hefði haft and- mælanda. Hann heldur fyrirlestrinum áfram og kemur næst inn á trúmál og þá aðallega skort realista á trú. Skoðun Gröndals er nefnilega sú að ekki sé nóg að móralísera og tala um að til sé eitt- hvert gott afl, menn verði að eiga sinn persónulega 21Benedikt Gröndal 1982, bls 144. 22Þ.e. að afnema rím og hendingar leyfi ég mér að túlka sem e.k. módernisma, þótt auðvitað hafi stefnan sjálf ekki verið sprottin fram á þessum stað og tíma og fleira þurfi að koma til. 23Sama rit, bls 145. 24Sama rit, bls 146. 23Sama rit, bls 150. 2flSama rit, bls 152. guð. „Að nema burt trúna á persónulegan guð væri sama sem að nema sólina burtu úr jarð- stjörnukerfinu.”25 segir hann og bætir við að „...í verulegum skáldskap á maður að finna og finnur einhvern æðri anda en orðin tóm, og þessi andi á sér eiginlega rót í trúnni.”26 Þessu er mjög erfitt að kyngja því skáldskapur getur alveg verið meira en orðin tóm þó engin sé trúin. Þetta með persónu- legan guð minnir reyndar svolítið á nútíma- fyrirbæri sem virðist í stöðugri sókn, svokallaða „lifandi” trú, þar sem menn geta á samkomum ákveðinna félaga fundið fyrir nánd og snertingu guðs, það verður varla miklu persónu-legra. En nóg um trúna, snúum okkur frekar að næsta atriði fyrirlestursins þar sem Gröndal gerir ágæta tilraun til að sýna fram á að rómantíkin sé jafn- gömul öllum skáldskap. Hann skiptir þó eiginlegri rómantík í tvennt, eldri rómantík sprottna úr kirkjulegum riddarahugsjónum miðalda og svo rómantík sinnar kynslóðar. Hann telur líka upp skáld frá öllum tímum og tekst á nokkuð sannfær- andi hátt að setja á þau rómantíkurstimpil og sér í rómantíkinni einhvers konar frumefni listarinnar. Benedikt gerir sér þó fulla grein fyrir tak- mörkunum idealisma og rómantíkur, sem og því að alltaf verður einhver realismi að vera í bland, því „...ef menn yfirgefa veruleikann alveg, þá missir skáldskapurinn allt sitt aðdráttarafl - það er öldungis eins og ef einhver hlutur skyldi kastast svo langt frá jörðunni, að hún getur ekki lengur verkað á hann með aðdráttaraflinu...[Þ]ess vegna verður „realismus” að vera í skáldskap, annars er skáldskapurinn ónýtur; en þar fyrir getur „realism- us” einnig verið í rómantík og ímynduðum hlut- föllum, það getur verið spegilmynd einhverra hlut- falla í lífinu, sem þannig eru fram sett.”27 Það er því ekki realisminn sem slíkur sem ergir Gröndal, heldur sú krafa að þannig eigi allt að vera fram sett í bókmenntum, enda má sjá í þessum orðum ein- hvers konar jafnvægislist, Gröndal reynir að bræða saman stefnur, en á sínum forsendum. Hann líkir saman þeirri hugmynd að vera abstrakt realisti og að vera jafnaðarmaður því „eftir því ættu allir að verða jafn stórir, jafn sterkir, jafn fallegir og jafn gáfaðir [svo skopast hann að þessu öllu saman með því að bæta við:] - en það verður varla fyrr en á morgun.”28 27Sama rít, bls 163. 28Sama rit, bls 163. 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.