Mímir - 01.06.1997, Síða 80

Mímir - 01.06.1997, Síða 80
Hér verður fjallað um togstreituljóðin, ástríðu- þrungnu tilfinningaljóðin; ópersónulegir ljóð- mælendur verða ekki virtir viðlits, en sjónum beint að þeim tilfinningaríku sem tala frá hjartanu — þeim sem eiga þessa villtu, hömlulausu þrá. vorsins viltu stormar ,..“15 Hvað varðar þá um jörðina, sem himininn eiga?*^ Ungir ljóðmælendur Davíðs fara ekki hljóðlega með tilfinningar sínar heldur leita útrásar fyrir þær í lífsnautnunum, hömluleysinu; þegar „veröldin fer að kalla“17 syngja þeir „þó aðrir kveði“18 og hirða „hvorki um sakramenti, sálmabók né prest “19 Þeir geta verið „ástfangnir út í fingurgóma"20, sjaldnast af ákveðinni persónu, heldur bara af vorinu, eld- inum, ástinni sjálfri21, og njóta þess meðan á því stendur. „Eldurinn hefur æðstu völd“22 og „náttúran drýgir aldrei synd“23 — logandi ástin stendur til þess sem lifir af fullum krafti, þeir drekka djarft og stíga dansinn villta, töfratryllta24, og „nautnanna elding"25 kveikir enn frekar í mönn- um. Þeir lifa lífinu til hins ýtrasta, skeyta hvorki um skömm né heiður26, láta gæfu sína að veði fyrir gleði eina nótt.27 En þótt „syndin“ laði og lokki — og gleðji, leynast angist og kvöl bak við grímu gleðinnar. Menn sveiflast öfganna á milli — það getur verið tilviljun hvaða viðbrögð brjótast fram, hvort menn syngja lífinu lofsöng eða bölva því, þeir hlæja oft þó þeim liggi við að gráta;28 kveinin verða hlátur, gleðin brjáluð sorg29. Gleðin og sorgin dansa í faðmlögum um torgin30, birtan og myrkrið fylgjast að, kvölin og nautnin. Messalína er ein af mörgum sem „... kyssir, bítur, kvelst og nýtur.“31 Einhverjir eru samt að reyna að flýja þjáningu og kvöl með hömluleysi sínu: Nú skal hefja drykkju og dans, dimma tekur nótt; angur á mig sækir, ef allt er kyrrt og hljótt. 32 Þeir ætla sér að „verma hjarta og sál“ með því að ... ... kasta syndum sínum og söknuði á bál.33 Enginn skal fá að vita að þeir þjást — enginn skal sjá tár í augum þeirra.34 Enginn hefur enn þá séð í augum mínum tár. Nú skal dansa og dansa og drekka í þúsund ár.35 Þeir tæma bikar sorganna í brennandi logum blóðs og nautna36 — vilja drekkja samvisku og sál37. En þeir geta samt ekki flúið þjáninguna, hún eykst ef eitthvað er. Og eftir tilraunir af þessu tagi reyna sumir að fela sig í vængjum vetrarnæturinnar, biðja hana að breiða svörtu vængina sína yfir sjúku og syndugu börnin sín,38 eða þeir gera eins og skógarhindin sem hverfur inn í myrkviðu skógarins til að deyja, veit að ... ... um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt, mun bleikur mosinn engum segja neitt.“39 * * * Öll þessi nístandi þjáning. Stundum er hún sprottin af ást, þessari einkennilegu tilfinningu sem getur gert menn brjálaða — þeir skeyta engu — nema ástinni — er sama þótt þeir engist af kvölum og farist jafnvel, aðeins vegna hennar. Þú. mátt hugstríð mitt hundraðfalda og helvítiskvölum valda hjartanu um aldir alda. Þín vegna er ljúft að líða, elska — og bana bíða. 40 Þeir gefa sig henni fullkomlega á vald, verða ærir og örvita, leggja allt að veði — ástarinnar vegna: Komdu, eg skal glaðvekja guðseðli þitt og fá þér að leikfangi fjöreggið mitt. 41 Það er aðeins um tvennt að ræða fyrir þá sem lifa í logum nautnanna, kveljast þar og njóta, því ástin sendir menn „til Logalanda“42 í orðsins 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.