Mímir - 01.06.1997, Síða 82

Mímir - 01.06.1997, Síða 82
En það geta ekki allir horfið burt úr samfélaginu. Margir halda áfram að lifa innan þess einhverra hluta vegna, en flestum fer eitthvað á þá leið að ... ... árin milda og mýkja hinn milda söknuð og vonlausu bið. Æskuöfgamar víkja, og alvaran tekur við.54 Sálarlífið stillist með árunum — menn líta til baka með angurværð og trega. Þeir hafa sleppt sér, brunnið upp; loginn í hjartanu er kulnaður, en þeir reyna að orna sér við minningamar. Við áttum vor, sem aldrei líður hjá og elda sína bak við höfin kyndir.55 Minningamar „milda og hugga“56, eru það eina sem enginn tekur frá þeim57 og ástimar em upp- hafnar í endurminningunni, því ástin forna er ekki gleymd. Gamlar ástarsögur gleymast ekki; sú full- yrðing í „Kalt er mér löngum“58 er öfugmæli. Þær sækja á menn alla ævi. Og þótt þeir beri harm sinn í hljóði hafa þeir þó varla verið jafn yfirvegaðir meðan á ástarævintýrinu stóð, sennilega er þetta einmitt dæmi um það hvernig „æskuöfgamar víkja og alvaran tekur við.“59 Menn trega og harma hljóðlega eftir á og línumar: Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja...60 hljóta að teljast dæmigerð tilraun kvalins manns til að sannfæra sig um að eigi megi sköpum renna, og þeir eru margir sem kveljast til dauðans af ólæknandi sárum.61 Þeir biðja aðra að ganga létt um moldina mjúku, því hún minnir á „... sumarglaða æskuást og ævilanga kvöl.“62 Hjá þeim leynist eldur í öskunni63 — þeir verða að gráta og kveina þegar sviðinn gefur engin grið,64 hjartað er kvalið af löngun og brestur að lokum.65 En þrátt fyrir allt og allt er ... ... lfkt og friður í því falinn að fá að vera lfkt og aðrir kvalinn og hafa fundið heimsins böl.66 Einkennileg þessi nautn sem fylgir svona nístandi sárri kvöl. „Þrá sína enginn flýr“67 Eg er friðlausi fuglinn, sem fæddist með viltri þrá Þráin hefur margvíslegar afleiðingar. Hömluleysið er meðal þeirra, og oft leiðir það til þess að menn hrekjast burt úr byggðum, en þeir eru einnig margir sem láta sig hverfa strax og þráin vaknar, geta ekki fest yndi meðal manna, vilja fara, halda upp á fjöll, út á haf, „... fara, fara eitthvað langt, langt í burt“.69 Þeir vilja fara eitthvað — vita í raun ekki.hvað þeir vilja; þráin stendur ekki til neins sem hægt er að lýsa með orðum, hvað þá skilgreina í smá- atriðum. Það sem þeir þrá er óskilgreinanlegt og þar með óhöndlanlegt. Enda geta karlkyns ljóð- mælendur Davíðs ekki tengst konum — þær til- beðnu verða að vera fjarlægar.70 Eg heyrði í svefni söng þinn hljóma. Eg sá þig reika milli blóma. I bjarmadýrð þú birtist mér með brúðarkranz á höfði þér.71 Konan er upphafin í endurminningunni, allt er sak- laust, fallegt, hugljúft. Það er athyglisvert að um þá sem eru hófstilltir í ástum sínum er ekki ort í nútíð. Undantekningar má þó finna, t.d. „Mánadísina",72 en þar er konan líka aðeins einhvers konar draum- sýn. Mennina dreymir og þeir eru alltaf að leita, en það er sennilega vegna þess að ástarhót eru þeim fjötur um fót en frelsið eina krafan73 sem ... [þ]á, sem hann gat elskað, hann aldrei fann ,..74 Þeir geta aðeins þráð — eitthvað —, og það er þessi þrá sem veldur friðleysinu. Margir fá nokkra útrás í hömluleysi, en finna aðeins stundarfró — og þjást síðan, þjáningin nístir hjartað; á endanum rekur þráin suma burt frá öðrum mönnum. Þeir eru friðlausir fuglar, sem fæddust með villtri þrá.75 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.