Mímir - 01.06.1997, Side 85

Mímir - 01.06.1997, Side 85
Starfsannáll 1996-1997 Aðalfundur Mímis var haldinn 19. aprfl 1996 og fór hann eðlilega fram. Skipað var í stöður þær sem menn höfðu áhuga á. I stjóm Mímis voru sjálfkjörin þau Páll Geir Bjamason formaður, As- dís Amalds gjaldkeri og Karl Oskar Olafsson ritari. Síðar um kvöldið bættist svo við Heimir Viðarsson meðstjómandi. Stjómin tók svo til starfa á síðustu dögum ágústmánaðar á síðasta ári. Var þá fyrsti fundur hennar haldinn heima hjá gjaldkeranum ágæta. Ræddar voru helstu uppákomur, en fyrir þeim flestum er reyndar nokkur hefð. Hið sjáanlega starf stjómarinnar hófst svo 17. september þegar aukaaðalfundur var haldinn í stofu 301. Var þar skipað í þær stöður, sem ekki hafði náðst að manna á hinum venjulega aðalfundi. Voru þær allmargar, sem menn muna er voru þar staddir. Gekk það vonum framar því áhugi nýnema var afspymulítill og framboð nógu fá til þess að ekki þurfti að eyða tíma í kosningar. Gekk þar til liðs við stjómina hið geðþekka stúlkubam undan Eyjafjöllum, Sigríður Harpa Halldórsdóttir. Næsta dag var, að stjóminni fullskipaðri, haldinn 2. fundur stjórnar, enda þurfti að kynna nýjum stjómarmeðlim helstu atriði og koma honum inní málin. Voru þá rædd ýmis mál, m.a. Nýnemagleði og Haustferð. Þann 20. sept. var haldin Nýnemagleðin svo- kallaða á Seltjarnamesinu og mætti þar allfátt nýrra nema. Aðeins fleiri eldri nemar mættu enda var, eftir á að hyggja, staðsetning gleðinnar slík að vart var hægt að búast við miklu af fólki sem hefur ekki því meiri áhuga. Þrátt fyrir fámenni var mikil gleði, enda dreifðist ágæt bolla formanns þá bara í færri maga fyrir bragðið. Þegar nokkuð var liðið nætur fóru menn ýmist heim til sín eða ekki. Laugardagurinn 5. október rann upp bjartur og fagur og voru Mímisliðar árrisulir þann daginn því þá skyldi haldið í Haustferð að Skógum. Heiðurs- gestur og fararstjóri voru þeir Kristján Amason og Sigurður Heimir Pálsson og fórst þeim það vel úr hendi. Þess ber að geta að Kristjáni tókst, af harð- fylgi miklu, að slá ársgamalt met Sveins Skorra Höskuldssonar og byrjaði að tala strax og komið var út á Hringbraut en Sveinn Skorri hafði ekki byrjað fyrr en við Umferðarmiðstöðina. Fór Kristján um víðan völl í máli sínu, sem og í ferð- inni, og minntist m.a. á ömefnapælingar sínar, sem þóttu allmerkilegar og vöktu miklar umræður. Ekki fóru allir eftir þeirri reglu að byrja ekki að drekka fyrr en á heimleiðinni en henni er yfirleitt fylgt í ferðalögum Mímis. Sumir þóttust einfald- lega hafa snúið á löggjafann og þökkuðu stjóminni ágæta skipulagningu ferðarinnar, enda skyldi keyrt í hring og því mætti með nokkrum rétti segja að heimferðin hæfist strax og keyrt væri út af bfla- stæðinu við Ámagarð. Stjóm vísar á bug öllum ásökunum um mistök. Keyrt var sem leið lá að Skógum, hvar skoðað var byggðasafn eitt, mikið og merkilegt, hvert inni- hélt margt merkilegra muna, gamaP drasl og stóran bát. Ýmsum þótti lítið til koma, þóttust þekkja þetta allt, stóðu fyrir utan og löptu bjór. Síðan var farið að Seljavöllum þar sem farið var í sund. Fáir þorðu þó í pottinn, utan helstu garpar, þ.e. karl- kynsmeðlimir stjórnarinnar og heiðursgestir. Slíkt kom þó lítt að sök því Haraldur Lífvera Gunnlaugsson hélt uppi miklu söngbókar- og gítar- stuði á bakkanum. Næst var farið í Paradísarhelli sem frægur er að endemum úr ágætri sögu. Þangað þurfti að vaða mýrar og fen og þorðu sumir ekki upp í hellinn þegar að var komið. Aðrir fóru þó upp og urðu hræddir á leiðinni niður í staðinn, enda voru flestir alldrukknir þegar hér var komið sögu. Þeir sem hræddastir voru ákváðu, meðan þeir héngu í vaðnum, að illu væri best aflokið og slepptu takinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Svo var keyrt í bæinn enda langt liðið á dag. Drykkju og veisluhöldum var þá haldið áfram í Torfbæ enda enginn búinn að fá nóg, nema Kristján fararstjóri Ámason sem hvarf um þetta leyti. Torfbæjarveislan fór vel fram, sem nærri má geta, fyrir utan leikfimiæfmgar formanns ofan á sófaborðinu dýra. Sannaðist þá hið fomkveðna að sá vægir sem vitið hefur meira, enda ákvað borðið að brotna undan álaginu jafnvel þótt formaður geti trauðla kallast risi að vexti. Síðan dreifðu menn sér á öldurhús bæjarins eða fóm heim, enda var lítið við að vera fyrst borðið vaí' ónýtt. 83

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.