Mímir - 01.06.1997, Side 86

Mímir - 01.06.1997, Side 86
Fyrsta spilakvöld vetrarins var haldið þann 25. október í Torfbæ. Hinum venjulegu leikjum var gert hátt undir höfði og Halli spilaði á gítarinn. Drukkið var sem endranær og voru menn glaðir. Um þetta kvöld segir í Ratatoski, helstu heimild- inni um líf Amgerðinga: „Þar var allt til alls og er sérstaklega vert að minnast á fórnfýsi og dreng- skap formanns vors sem eyddi hluta af sínum dýr- mæta tíma í að koma upp nýrri og glæsilegri borð- plptu í stofu bæjarins.“ Ritari telur ekki óhugsandi að formaður hafi haft hönd í bagga við samningu á þessum hluta Tosksins, enda er haldið áfram og gáfur formanns og gjörvileiki tíunduð með stórum lýsingarorðum í sambandi við velgengni hans í Fimbulfambi: „I stuttu máli sagt tók hinn bráð- myndarlegi formaður félags vors sig til og gjorsamlega valtaði yfir mótspilara sína í Fimbul- fambi með slíkum yfurburðum [svo] að fáheyrt er. Slíkur var sigur guðsins að enginn man hvernig aðrir leikar fóru.“ Ekki var langt að bíða næstu samdrykkju, því 8. nóvember var safnast saman að Brautarholti 30. Þar var haldið Kraftakvöldið árvissa, hvar hin hefðbundnu skemmtiatriði skipuðu stóran sess. Sveinn Yngvi bókmenntafræðikennari Egilsson tók við farandöndinni góðu úr hendi Hafþórs Ragnars- sonar en hann þjónaði sem staðgengill Ömólfs Thorssonar sem verið hafði verndari andarinnar um ársbil. Við tækifæri þetta hélt Sveinn ræðu eina allgóða enda er hann mælskur mjög. Armann Jakobsson söng kvæðabálkinn um Alfreð Önd en það hefur hann gert á skemmtunum þessum lengur en elstu menn muna. Ber hér sérstaklega að geta stórfenglegra leiksigra stjómarmeðlima, sem leiklásu Mjólkurþáttinn stórskemmtilega, sem samansettur var af Heimi Viðarssyni. Var þetta gert með slíkum ágætum að unun þótti á að horfa og hlýða og mun leiklestur þessi þegar orðinn ódauðlegur í munnlegri geymd. Sýndist þar og sannaðist að hjá stjórn þessari er síður en svo komið að tómum kofunum þegar leitað er að hæfi- leikum. Fleiri stigu á stokk með leiki og fórst það flestum úr hendi. Uppúr miðnætti fækkaði nokkuð í gleðskapnum því sumir fóru heim eða í bæinn en aðrir héldu áfram magnaðri gleði, drykkju og dansi fram eftir nóttu, þar til veislan var færð um set heim til Mánagötuhöfðingjans. Að loknum prófum var hinn 19. desember haldinn jóladansleikur Háskólans. Eftir gríðar- mikla og örvæntingarfulla leit, þar sem formaður hafði rifið hið nýdökklitaða hár sitt og skegg af hræðslu við skort á samdrykkju, tókst að finna partí fyrir ballið að Mörkinni 6. Partíið var eitt hið stærsta sem sögur fara af og gríðarfjölmennt. Þar sátu örfáir Mímisliðar úti í homi og drukku sitt jólaglögg á meðan bókmenntafræðinemar, sagn- fræðinemar og sérstaklega læknanemar fylltu húsið. Þess ber að geta að hinn undurfríði og glæsi- legi ritari Mímis hafði fyrir þetta tækifæri látið skerða hár sitt og blasti því ódauðleg fegurð guð- dómlegrar ásjónu hans enn frekar við en áður. Vakti þetta mikla gleði hjá mörgum en minni hjá sumum, sem bliknuðu í samanburði við þessa holdtekningu fullkomleikans. Svo fór þó að lokum að ritari fór einn heim. Ballið sjálft var yfirfullt, sem vænta mátti, og þótti sumum nóg um og hörfuðu skipulega í Mána- götupartí, sem haldið var eingöngu fyrir íslensku- nema sem þótti blessun að fámenninu. Að kvöldi 24. janúar var haldið eitt af hinum sívinsælu og ágætu spilakvöldum Mímis í Torfbæ. Bænum var þetta kvöld skipt milli Mímisliða og Torfhildinga sem sýndu fádæma gestrisni og seldu bjór við hlægilegu verði. Mímisliðar nýttu sér óspart þetta kostaboð og drukku stíft. Mætingin var venjuleg, um 20 manns. Ekki fer neinum viðlíka sögum af árangri formanns í leikjum og á fyrra spilakvöldi, enda er hann talinn hafa nýtt sér tilboð Torfhildinga til hins ítrasta. Þann 8. febrúar var svo komið að hinni lang- þráðu Rannsóknaræfingu, sem Mímisliðar flestir höfðu hlakkað til í heilt ár. Hún er haldin á hverju ári og sameinast um hana þrjú félög: Félag ís- lenskra fræða, Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum og Félag sagnfræðinema. Að þessu sinni sá stjórn Mímis um hátíð þessa, enda varð Félag ís- lenskra fræða 50 ára á árinu og því mikilvægt að ekki sé kastað til höndunum við skipulagningu þegar haldin skyldi svo vegleg hátíð. Fenginn var salur í Rúgbrauðsgerðinni og hljómsveitin Lífvera ráðin til að leika fyrir dansi. Ami Bjömsson hélt fyrirlestur og talaði hann um sögu rannsóknaræfinganna. Mæltist honum vel og tóku svo aþíir til máls og sögðu fleiri sögur. Þorramatur var á boðstólum og smakkaðist hann ágætlega. Svo fór þó að mætingin klikkaði, aðeins um 40 manns mættu, þar af um 6 íslenskunemar og enn færri sagnfræðinemar. Þarna var þó gleði mikil 84

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.