Mímir - 01.06.2007, Síða 19

Mímir - 01.06.2007, Síða 19
einnig samfélaginu sjálfu minnisvarða. Saga hins látna endurspeglar sögu þjóðarinnar (Arnar Arnason o.fl. 2003:279) og sumir minningar- greinarhöfundar taka það beinlínis fram í skrif- um sínum að saga einstaklingsins sé hlekkur í stærri sögu: „Saga X er ekki einungis saga hennar sjálfrar, heldur saga einstaklingsins í umróti breyttra tíma og breyttra aðstæðna“ (Morgunblaðið 1976). Þetta er kjarninn í ævi- sögulegum minningargreinum. Með minningar- greininni er hinn látni skrifaður inn í Islands- söguna og verður þar með aftur hluti af þeirri heild sem hann er sprottinn úr. „Af jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu aftur verða.“ 2.2 Endurminningagreinar Fljótlega fer að bera á því í íslenskum minn- ingargreinum að höfundar stígi inn í textann og deili minningum sínum með lesendum. Þetta má ef til vill rekja til þess að á íslandi var allt frá 18. öld sterk hefð fyrir sjálfsævisögulegum skrifum og útgáfu endurminninga. Höfundar minningargreina hafa því ekki talið sig þurfa að biðja um sérstakt leyfi til þess að blanda per- sónulegum minningum sínum inn í minningar- greinar um menn. Sumum þykir nóg um sjálfshjal sumra minningargreinahöfunda en þegar vel tekst til getur sjálfsævisögulegt sjón- arhorn sagt heilmikið um persónu hins látna því að það bregður einnig upp mynd af sam- bandi hans við aðra. Minningargreinar sem byggja á endurminn- ingum eru í dag langfyrirferðarmestar og þótt ævisögulegar minningargreinar megi enn finna á síðum Morgunblaðsins eru þær fáar sem ekki byggja að einhverju leyti á minningum höfund- ar. Endurminningagreinar hafa án efa eitthvað með þá staðreynd að gera að á íslandi eru yfir- leitt skrifaðar fleiri en ein minningargrein um hvern og einn. Til þess að greinarnar verði ekki allar eins er eðlilegt að höfundar líti í eigin barm og skrifi minningargreinar út frá sjálfum sér. Frásögnin er ekki línuleg saga frá vöggu til grafar heldur tínir höfundur saman minninga- brot héðan og þaðan sem saman bregða upp heildarmynd af hinum látna. Ævisagan er ekki ýtarleg og oftast skilur höfundur eftir þau atriði ævinnar sem hann þekkti ekki. Hér er því ekki krafist heimildarvinnu eða fræðimennsku eins og í ævisögulegu greinunum. Saga hins látna hefst ekki við fæðingu heldur byrjar hún þar sem hinn látni og höfundur greinarinnar kynnt- ust. Og líkt og höfundar ævisögulegra minn- ingargreina minnast á fæðingarstað og bernsku- ár hins látna þykir höfundum sjálfsævisögulegra minningargreina sjálfsagt að rifja upp hin fyrstu kynni. Það er hin nýja fæðing: I janúarmánuði árið 1984 fengum við bræður senda sannkallaða gjöf af himnum ofan er X gekk inn í líf okkar (Morgunblaðið 2006). í endurminningagreinum fáum við oft fyrst að kynnast höfundinum og síðan þeim sem verið er að skrifa um og við lesturinn kynnumst við þeim báðum jafnmikið. 1 ævisögulegum minn- ingargreinum er hinn látni alltaf kynntur til sög- unnar fyrst og höfundur lætur allt tal um eigið líf eða reynslu liggja milli hluta. Þegar endurminningar fólks eiga í hlut eru mörkin milli skáldskapar og veruleika óljós. Hvenær getum við treyst minningum okkar og hvenær megum við taka okkur skáldaleyfi? I minningargreinum eru það ekki bara minning- arnar sem eru aðalviðfangsefnið heldur einnig minnið sjálft. Það vekur upp spurningar um sannleiksgildi þessara texta. Getum við treyst minningum okkar og eru þær sannar og réttar? Heimildir sem byggja á minni fólks eru ólíkar öðrum heimildum þar sem við getum ekki sann- reynt þær. Fuflyrðingin „Eg man“ er ósnertan- leg (sbr. Gunnþórunni Guðmundsdóttur 2003:111). Sjálfsævisögulegir textar standa því alltaf á mörkum þess að vera sagnfræði annars vegar og skáldskapur hins vegar. Oft færa höfundar endurminningagreina sér 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.