Mímir - 01.06.2007, Side 109

Mímir - 01.06.2007, Side 109
(1995:150-164). Samkvæmt Androutsopoulos og Scholz hefst aðlögun rapps eldd þegar að- dáendur byrja að hlusta á það, heldur þegar þeir fara að rappa sjálfir, þ.e. prófa sig áfram með hina nýju hefð (2003). Á Islandi hefur þróunin fylgt þessum stig- um Lulls og verið nokkurn veginn á þessa leið: Fyrst er aðeins hlustað á rapp frá Bandaríkjun- um (menningarflutningur) en fljótlega er hafist handa við að herma eftir, þ.e. rappa á ensku (menningarblöndun), og þá, þegar nægu sjálfs- öryggi er náð, er farið að semja rímur (íslensk- un rappara á rhyme) á íslensku um íslensk málefni (menningaraðlögun), og orðaforði verður til um hugtök rappsins og hipphoppsins alls. Þá er hægt að tala um að það sé orðið hluti af íslenskri menningu. Svipað ferli má sjá víðar, til dæmis í borg- inni Frankfurt í Þýskalandi, en félagsfræðingur- inn Andy Bennett hefur skrifað um hvernig rapphefðin hefur mótast þar. Þar þótti fólki fyrst undarlegt að heyra rapp á þýsku en ekki leið á löngu þar til því varð ljóst að mun eðli- legra væri að rappa á þýsku þar sem miklum mun auðveldara væri að tjá skoðanir og tilfinn- ingar á þýsku en á stopulli ensku (2000:141). Viðmælendur Bennetts, þýskir rapparar, sögðu enn fremur að í raun væri ekki hægt að tala um rapp sem tjáningarform til samskipta við áheyr- endur fyrr en rappað væri á móðurmálinu (2000:141). Eg efast ekld um að slíkt eigi einnig við á Islandi. 1 rappi eru það textarnir sem skipta höfuðmáli og mildlvægt er að þeir skilj- ist og að höfundar eigi ekki í vandræðum með að tjá sig á tungumálinu sem þeir nota. Rapp- textar eru að jafnaði um fimm sinnum lengri en rokk- eða popptextar5 og gott vald á tungumál- inu er því nauðsynlegt, sérstaklega fyrir alla þá orðaleiki sem algengir eru í rappi. 5 Samkvæmt óformlegri könnun höfundar er meðal- rapptexti um 500-600 orð en meðalrokktexti um 100- 150 orð. Tungumálið sem notað er er því íslenska þótt mikið sé um slettur úr ensku. Hugtök inn- an menningarinnar sem vísa í hana sjálfa eru mörg hver íslensk og þau sem ekki eru það hafa verið íslenskuð eftir framburðarmyndinni á ensku (rapp, rappari, hipphopp, emmsí (MC = ‘rappari’), breik, graffítí, battl, krú, sampt). Reyndar virðist orðaforði hipphoppsins enn vera í þróun þó að þeim orðum sem mest eru notuð verði tæpast breytt úr þessu. Orð eins og skífuskank (e. DJ-ing), rímnaflœði (e. battle, ver- balduelling) og jafnvel taktkjaft{ur) (e. (human) beat box) hafa til dæmis náð þó nokkurri fót- festu í málinu og eru notuð með fram eða jafn- vel í stað erlendu orðanna {Hiphop.is 2006). En það er ekki einungis tungumálið sem gerir rappið íslenskt. Yrkisefnin, tónlistin sem spiluð er undir og „sömplin" (e. samples)6 hafa einnig tilvísanir í menningarheima og eiga stór- an þátt í því að setja rappið í menningarlegt samhengi. Þetta er einmitt það sem hefur gerst í íslensku rappi og mörg rapplög innihalda vís- anir í íslenska tónlist og tónlistarmenn, leikrit, sjónvarpsþætti, stjórnmálamenn, glæpamenn, skemmtistaði og fleira, mun meira en tíðkast til dæmis í popp- og rokktónlist. Dæmi um það er eftirfarandi brot úr texta Bents og 7berg um íslenska tónlistarmenn; þar er nöfnum íslenskra hljómsveita og meðlima þeirra fléttað inn í rím- urnar til að gera grín að þeim og inn á milli kemur viðlagið, „Má ég sparka“: Ég sparka poppurum út af sviðinu þegar ég byrja að ríma því annaðhvort eru þær með S'kítamóral eða alltof bjartsýnar mér fannst rigningin góð, og það þótti nóg en Síðan skein sól og Sóldögg óx svo nú er ég Amóti sól / sumar sveitir syngja á ensku, þær hljóma allar eins þú nærð varla þeirra textum því þú heyrir bara í Hreim. (Má ég sparka 2002, leturbr. höf.) 6 Hljóðbútar, t.d. brot úr lagi, taktstef eða rödd, sem skeytt er inn í lag, t.d. í viðlagi eða til að skapa hrynj- andl. 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.