Mímir - 01.06.2007, Page 110

Mímir - 01.06.2007, Page 110
Þarna er skopast með hljómsveitarnöfnin Skíta- mórall, Sóldögg, Síðan skein sól og A móti sól, lagið Mér finnst rigningin góð með einni þeirra og nafn Hreims Heimissonar, söngvara hljóm- sveitarinnar Lands og sona, sem skipti úr því að syngja á íslensku yfir í ensku. Textar eins og þetta dæmi sýnir eru bundn- ir við ákveðinn stað og tíma og það er einmitt ákveðið einkenni á rappi; oftast er eitthvað í textunum sem gefur til dæmis til kynna hver rapparinn er, hvaðan hann kemur, hvað hon- um líkar og hvað eða jafnvel hver honum líkar ekki. Þetta setur rappinu vissar skorður og gerir hvert lag skammlíft, að minnsta kosti miðað við aðra tónlist nútímans, en á móti kemur að í því er hægt að setja fram gagnrýni á samtímann hverju sinni. 5. Mismunandi menningarheimar og aðlögun hipphoppsins Eitt einkenni rappsins er að þegar það flyst milli menningarheima breytast áherslurnar og umþöllunarefnin. Hipphopp er menning minni- hlutahópa og það fer eftir hópunum á hverjum stað hver yrkisefnin verða. I Japan nota ungling- ar hipphoppið sem leið til að ögra ströngum hefðum og gildum þjóðfélagsins og til að skera sig úr fjöldanum. I Evrópu er það mikið notað til að mótmæla stjórnvöldum og félagslegum vandamálum þjóðanna, s.s. atvinnuleysi, fátækt eða fordómum, og þá sérstaklega kynþáttafor- dómum (Bennet 2000:137). I flestum löndum Evrópu verður hipphoppið menning þjóðar- brota, til dæmis í Frakklandi þar sem í 92 pró- sentum rappsveita eru einn eða fleiri meðlimir af erlendu bergi brotnir (Androutsopoulos og Scholz 2003:4). Af þessu leiðir vitaskuld að umræða um kynþætti og kynþáttafordóma er mikil í frönsku rappi og er hún raunar mjög áberandi í evrópsku rappi. Á Islandi er þessu öðruvísi farið, hér eru fáir ef einhverjir rapparar af erlendum uppruna og því er ekki mikið fjallað um þetta efni hér. En líta má á rapp sem leið til að vinna sig út úr vandamálunum og þjóðfélagsleg vandamál á Is- landi eru röppurum hugleikin og endurspegl- ast það í mikilli samfélagsgagnrýni í textum þeirra. Þeir rappa um fíkniefnavandann, hátt verðlag og peningahyggju og vandkvæði sem fylgja því að vera rappari á Islandi. Þó má færa rök fyrir því að hér séu vandamálin ekki jafn- alvarleg og víðs vegar annars staðar í heiminum og því hafa sumir látið í veðri vaka að íslenskt rapp sé heldur léttvægt í samanburði við það bandaríska. Það er eins og rappinu fylgi skilyrði um að flytjendur hafi gengið í gegnum erfið- leika, annars eigi þeir ekki rétt á að nýta sér þetta form. Þetta reynist íslenskum krökkum sem hafa flestir lifað í velmegun alla sína ævi oft erfitt og því hafa rapparar hér á landi al- mennt hafnað þessari kröfu. Menning er jú að- eins það sem fólkið ákveður og þetta er því hluti af aðlögun hefðarinnar hér á landi. 6. Hver er þróunin? Ef til vill hljómar undarlega og jafnvel svolítið spaugilega að tala um sögu hipphopps á Islandi þar sem hún er ekki mikið lengri en áratugar- gömul, en það er ótrúlegt hve mikið hefur gerst á þeim tíma. En hvað kemur næst? Þegar hipp- hopptónlist skaut skyndilega upp á yfirborðið árið 2000 var það hljómsveitin XXX Rott- weiler hundar sem var langmest áberandi og textar hennar fjölluðu um íslensk málefni, sér- staklega íslenska glæpamenn (t.d. lagið Sönn íslensk sakamál (2001)) og menningu hipp- hoppara á Islandi. Mikið var um íslensk „sömpl“ á plötunni og ef til vill var hún vísvit- andi höfð mjög „íslensk" til að vekja fólk til umhugsunar um að íslenskt rapp sé mögulegt, ekki í framtíðinni heldur nú þegar. Margar fleiri rappsveitir og einstaldr rapparar hafa einnig nýtt sér íslenska tónlistarhefð og allir fjalla rapp- ararnir í lögum sínum um umhverfi sitt og 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.