Mímir - 01.06.2007, Page 115

Mímir - 01.06.2007, Page 115
okkur og að lögmál heimsins séu þau sömu og áður. Seinni skýringin er sú að þetta hafi í raun gerst, sé hluti af raunveruleikanum og þar með er heimurinn ekki eins og við héldum að hann væri. Hið fantastíska kemur upp í óvissunni. Hið fantastíska er hikið sem kemur á mann sem þekkir aðeins lögmál þessa heims en stendur frammi fyrir einhverju sem virðist vera yfir- náttúrulegt og óútskýranlegt af lögum náttúr- unnar.5 Nonni og Brynja lenda bæði í aðstæðum sem ekki virðast þessa heims. Nonni heyrir undarleg soghljóð koma úr skápnum sínum og undan rúminu á kvöldin og er viss um að þarna sé náttskrímsli á ferð. Dúkka birtist fyrirvara- laust fyrir utan hurðina að íbúð Brynju og hana dreymir undarlegan draum þar sem Isak varar hana við að fljótlega muni allir í Húmdölum deyja. Bæði börnin reyna að sannfæra sig um að þetta sé bara vitleysa, ímyndun og rugl. Þau hika og eru ekki viss hvora slfyringuna þau eigi að velja. Onnur er raunsæ: Nonni og Brynja eru einfaldlega ímyndunarveik og/eða myrkfælin. Hin er óraunsæ því að í okkar heimi býr ekkert illt í skápum og veggjum og það heyrast hvorki soghljóð né hjartsláttur í veggjum húsa. Raun- sæja skýringin er að sjálfsögðu álitlegri kostur en á endanum geta börnin ekki lokað augunum fyrir hinu illa. Hið fantastíska er raunvemlegt. Hikið og valið á milli tveggja útskýringa, raunsærrar og óraunsærrar, er lykiUinn að fantasí- um samkvæmt Todorov. Þar sem önnur út- skýringin á sér stoð í raunveruleikanum, svo og það að lesendur geta stundum valið á milli út- skýringa, er fantasían ekki undirgrein hryllings- sagna eins og Carroll sér þær fyrir sér. Hann segir að í hryllingssögum viðurkenni lesendur og sögupersónur fyrr eða síðar tilvist einhvers sem ögrar vísindunum. Hryllingssagan lcrefst þess alltaf að við köstum fyrir róða hefðbundn- um vísindalegum rökum og tökum trúanlegar 5 Tzvetan Todorov 1975:25. yfirnáttúrulegar útskýringar.6 Eigi að síður er mikill skyldleiki með fantasíum og hryllings- sögum þar sem leikurinn á milli yfirnáttúru- legra og natúralískra útskýringa spilar oft stóra rullu í söguþræði margra hryllingssagna. Marg- ar byrja þær eins og fantastískar sögur en breyt- ast í hryllingssögur um leið og tilvist skrímsiis- ins er afhjúpuð og viðurkennd af lesandanum. Þetta er einmitt það sem gerist í sögu Jökuls. Börnin eru mjög fljót að afneita röklegum skýr- ingum og viðurkenna tilvist skrímslisins og þá taka þau til við að útrýma því. Heima er best Það er ósköp þægilegt að líta á hryllingssögur og fantasíur sem skemmtilega dægradvöl og líta þar með framhjá pólitísku hlutverki sagnanna sem í stuttu máli er að fá okkur til að horfast í augu við raunvemleikann og afhjúpa samfélags- leg mein. Fantasíur og hrollvekjur snúa raun- veruleikanum á hvolf, sveigja hann og beygja en geta þó ekki sloppið frá honum. Rosemary Jack- son segir fantasíuna vera hálfgert sníkjudýr sem geti elcki lifað sjálfstæðu lífi óháðu raunveru- leikanum en einnig að fantasían varpi nýju ljósi á veruleikann og sé því í eðli sínu gagnfynin á mannlegt samfélag.7 Þetta á einnig við um hrollvekjuna sem samkvæmt Ginu Wisker greinir frá grundvaflarsannindum um það sem mannskepnan óttast og þráir sem og drama- tíserar það sem annars væri óhugsandi og bælt og ekki hægt að nefna. Hryllingurinn kroppi þannig í sár hversdagslífsins og komi ójafnvægi á reglur samfélagsins sem við tökum venjulega sem sjálfsögðum. Þannig fái hiyllingssögur olckur til að takast á við það sem við forðumst eða hunsum undir venjulegum kringumstæðum og séu því oft og tíðum mjög krefjandi.8 6 Noél Carroll 1990:144-145. 7 Rosemary Jackson 1981:20. 8 Gina Wisker 2005:6-10. 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.