Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 4
4 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 ÍSLENSKA ÁBURÐARFJÖLSKYLDAN FÆST Í VERSLUNUM UM LAND ALLT! Bændur á Vesturlandi telja jafn- ræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (MAST) sektaði þá fyrir að hafa ekki tryggt nautgripum sínum lögmæta útivist á grónu landi sumarið 2023. Matvælaráðuneytið hefur staðfest þá ákvörðun með úrskurði sem birtist 16. apríl, en bændurnir andmæltu ákvörðun MAST um álagningu stjórnvaldssektar og sendu erindi til ráðuneytisins. MAST hugðist fyrst sekta bændurna um 580.000 krónur, en upphæðin var lækkuð niður í 350.000 krónur. Í andmælabréfi sem bændurnir sendu MAST kom fram að þar sem einungis þrjú af fimmtíu og átta kúabúum í suðvesturumdæmi hafi verið sektuð fyrir sama brot hljóti eftirlit stofnunarinnar ekki að vera í lagi. Ef allir bændur á svæðinu sem ekki settu kýrnar út umrætt sumar hefðu fengið sekt hefðu þau að öllum líkindum ekki gert neitt í málinu. Þeim sé hins vegar misboðið þar sem búum sé mismunað og jafnræðis ekki gætt. Í svari við fyrirspurn til MAST kemur fram að álagðar stjórnvaldssektir stofnunarinnar varðandi brot á útivist nautgripa eru fjórar frá árinu 2022. Allar voru þær í suðvesturumdæmi Matvælastofnunar, sem nær frá sunnanverðu Reykjanesi til norðanverðs Snæfellsness. Óhagstætt tíðarfar Bændurnir benda á að langvarandi rigningatíð hafi verið í byrjun sumars sem hafi verið fylgt af linnulausum þurrkum. Aðstæður til beitar og heyöflunar hafi því verið sérlega óhagstæðar og töldu bændurnir ekki mikla dýravelferð felast í því að setja hánytja mjólkurkýr út á brennda mela. Ákvörðunin um að setja mjólkurkýrnar ekki út hafi ekki verið tekin af léttúð og það sé ekki stefna að halda gripum inni allt sumarið. Bændurnir gera jafnframt athuga- semd við framferði eftirlitsmanns MAST sem hafi leyft sér að hefja umræðu um málið við einn af rekstraraðilum búsins í Kaupfélagi Borgfirðinga. Það séu ófagleg vinnubrögð hjá stofnun eins og MAST sem fari með viðkvæm mál. Í kvörtun sinni benda bændurnir á að miðað við tímasetningu eftirlitsins sem átti sér stað í lok ágúst og að í umsögninni sem fylgdi kærunni hafi verið tekið fram að brotið hafi þá verið fullframið hafi mátt skilja það svo að ekki hafi verið stefnt að því að gæta meðalhófs og gefa bændunum færi á að gera úrbætur. Krafa um átta vikna útivist Í úrskurði matvælaráðuneytisins er bent á að MAST hafi byggt sína ákvörðun á því að bændurnir „hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 55/2013 og reglugerðar nr. 1065/2014 þar sem kveðið er á um að umráðamenn kúa skuli tryggja skepnum sínum lágmarksbeit á grónu landi“. Í reglugerðinni komi fram að naut- gripir skuli vera settir á beit í minnst átta vikur á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert. Ekki hafi verið hægt að sýna fram á nein ummerki um útivist nautgripa á umræddu búi þar sem geldkýr og kvígur hafi verið settar upp á kerru og keyrðar í úthaga á meðan mjólkurkýrnar voru hafðar inni í fjósi. Þá hafi bústjóri viðurkennt fyrir eftirlitsmanni að kýrnar hafi ekki verið settar út. Ráðuneytið telur að MAST hafi verið heimilt að leggja stjórn- valdssekt á bændurna. Stofnunin hafi byggt ákvörðun sína og mat á hvort lágmarksútivist hafi verið sinnt á eftirlitsheimsóknum, ummerkjum á vettvangi og ábendingum ásamt því sem játning hafi legið fyrir frá bústjóra. Stjórnvaldsákvarðanir séu kæranlegar en athugasemdum um framferði eftirlitsmanna skuli beina til forstöðumanns MAST. /ál Bændur hafa fimm mánuði til að uppfylla kröfu um átta vikna útivist nautgripa á ári hverju. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd / ál Matvælastofnun: Stjórnvaldssekt staðfest – Útivist mjólkurkúa ekki sinnt Norðurland: Vorverkum bænda seinkar – Almennt ekki búist við miklu kali þótt veturinn hafi verið kaldur Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum Veðurstofu Íslands. Kaldast hefur verið á norðanverðu landinu og hafa eftirhreytur vetrarins teygt sig þar inn í byrjun sumars sem hefur orðið þess valdandi að vorverkum bænda seinkar víðast hvar. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, segir að fyrir flesta bændur á svæðinu sé vorkoman köld, sein og til leiðinda – ekkert verra en það. „Þeir eru svona að skríða af stað í jarðvinnslu en hafa verið að keyra skít. Það er enn þá dálítið mikið frost í jörðu víða en það er þó það langt niður á klakann að menn eru svona við það að fara af stað.“ Óvissa með Svarfarðardal „Í flestum sveitum verða túnin örugglega bara í lagi, en eins og ég segi, sein af stað vegna kulda ofan frá og neðan á meðan hér eru enn kaldar nætur og almennt svalt. En engin skelfing, en víða óvissa enn þá um hvenær hægt verður að sá korni,“ segir Sigurgeir. „En svo bíður maður í svolítilli óvissu eins og með Dalvíkurbyggðina og Svarfaðardalinn sérstaklega. Þar er búið að vera svo lengi klaki að bændur hafa átt von á því að þar verði umtalsvert kal í túnum. En ég fór nú þar um sveitir á dögunum og maður fann hvergi þessa rotnunarlykt sem fylgir oft kalinu, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal um það. En það kæmi verulega á óvart ef ekki yrði umtalsvert kal þar.“ Lítil kalhætta í Eyjafirði Sigurgeir telur ekki mikla hættu á kali á öðrum svæðum í hans umdæmi og nálægum sveitum. „Hér í Eyjafirðinum og í Suður- Þingeyjarsýslu þar sem ég þekki til komu svell það seint að þar á ekki að vera kalhætta nema að litlu leyti. Gamla þumalputtareglan segir að ef gras er undir svelli í 90 til 100 daga samfellt þá sé umtalsverð hætta á kali. Svo eru ýmsar aðstæður sem geta haft áhrif til góðs eða ills. Til dæmis hefur verið talað um að ef svell er mjög glært og sólin skín í gegn, að það sé mjög óheppilegt því birtan ýti undir að grasið fari af stað undir svellinu. Eins ef það eru göt á svellinu, þá dreifist loftið undir og getur hjálpað til.“ Enga rotnunarlykt að finna Sigurgeir segir að rotnunarlykt sé ákveðin vísbending um að kal sé að finna í túnum. „Nú hagar því þannig til í Svarfaðardal að það er komið langt fram úr þessum tíma sem talað er um, en samt var ekki þessa rotnunarlykt að finna þegar ég var þar nýlega á ferð þannig að það er dálítið erfitt að segja til um það hvernig staðan er þar. En almennt má segja að vorverk bænda verði eitthvað þyngri og erfiðari vegna kuldans og klaka í jörðu, án þess að það komi verulega að sök. Undanfarin flest ár hafa menn getað sett út lambfé á beit svona jafnóðum og menn hafa viljað, en nú er varla hægt að tala um að það sé komin nokkur beit neins staðar enn þá. Það eru rétt einstaka blettir í skjóli orðnir grænir. Þó sé ég hérna handan fjarðarins á Svalbarðsströndinni að það er að byrja að koma vottur af grænum litatóni. Ef það hlýnar, eins og spáir um helgina, þá hlýtur þetta nú að fara að koma,“ sagði Sigurgeir þegar rætt var við hann á miðvikudaginn í síðustu viku. /smh Svarfaðardalurinn 5. maí. Mynd / Sigurgeir Hreinsson Sigurgeir Hreinsson. Mynd /mþþ Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á svínasláturhús á Suðvesturlandi. Sektirnar nema samtals 450.000 krónum. Þann 1. mars tilkynnti MAST að það hafi lagt 160.000 kr. stjórnvaldssekt á sláturhús á Suðvesturlandi vegna þess að fótbrotinn grís lá yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað. „Grísinn mun hafa fótbrotnað í flutningi til sláturhússins. Samkvæmt reglum hefði átt að slátra honum strax við móttöku,“ segir í tilkynningu MAST. Einnig er sagt frá því í sömu tilkynningu að sláturhús á Suðvestur- landi hafi brotið dýravelferðarlög þegar grís var vegna mistaka ekki sviptur meðvitund fyrir aflífun. Stjórnvaldssekt sú nam 145.000 krónum. Í apríl tilkynnti svo MAST að í mars hafi sláturhús á Suðvesturlandi verið sektað um 145.000 kr. vegna fráviks við aflífun á grís. Fjögur sláturhús slátra svínum á Íslandi. Það eru B. Jensen og Norðlenska á Akureyri, Stjörnugrís á Kjalarnesi og SS á Selfossi. Sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi er það eina sem tilheyrir Suðvesturumdæmi samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. /ghp Sama sláturhús sektað þrisvar Svín í eldi. Mynd / ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.