Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 52
52 Skoðun Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024
Mikið hefur borið á því að
íslensk fyrirtæki framleiði og
selji vörur með merkingunni
„lífræn“ án þess að vera með
þar til gerða vottun á vörunum.
Á sama
tíma eru önnur
fyrirtæki sem
leggja hart að
sér og fara í
gegnum strangt
vottunarferli hjá
viðurkenndri
vottunarstofu
til að fá lífræna
vottun og eru
stolt af því. Mikil vinna og
fjármunir fara í að fá slíkan
gæðastimpil. Ganga sum fyrirtæki
svo langt að merkja og auglýsa
snyrtivörur sínar sem „lífrænar“
án þess að hafa nokkra vottun á
bak við þá staðhæfingu.
Blekkjandi fyrir neytendur
Líkt og fram kemur í 7. gr.
reglugerðar nr. 205/2023 um
lífræna framleiðslu og merkingu
lífrænt ræktaðra vara (sem á
sér stoð í lögum um matvæli
og lög um fóður og áburð)
þá er óheimilt að nota hvers
kyns orð, orðmyndir, hugtök,
myndir eða tákn sem vísa til
lífrænnar framleiðslu á merkingu
umbúða, í auglýsingaefni
eða viðskiptaskjölum nema
framleiðslan uppfylli skilyrði
reglugerðar um lífræna
framleiðslu og hafi hlotið vottun til
notkunar á vörumerki til lífrænnar
framleiðslu frá lögbæru yfirvaldi
eða vottunarstofu. Þessi reglugerð
gildir ekki um snyrtivörur sem
falla undir efnalög nr. 61/2013.
Það sem borið er á húðina
er jafnmikilvægt og það sem
við innbyrðum. Snyrtivara
getur bæði verið markaðssett
sem náttúruleg og lífræn, á
því er töluverður eðlismunur.
Það að fyrirtæki hérlendis geti
markaðssett snyrtivörur sínar
sem lífrænar án nokkurs eftirlits
eða vottunar er í hæsta máta
blekkjandi fyrir neytendur.
Aðeins vörur sem teljast
matvæli eða fóður eru bundnar
af takmörkunum um yfirlýsingar
um lífræna framleiðslu og virðist
því framleiðendum snyrtivara í
sjálfsvald sett hvort slíkt orðalag
er notað um þeirra afurðir.
Koma í veg fyrir ólöglega
markaðssetningu
Líkt og fyrr sagði gilda efnalög
nr. 61/2003 um snyrtivörur og
sbr. 7. tl. 11. gr. þeirra laga, þá er
í gildi reglugerð um snyrtivörur,
nr. 577/2013, sem innleiðir
reglugerð (EB ) nr. 1223/2009,
með síðari breytingum. Í
VI. kafla reglugerðar (EB)
nr. 1223/2009 er fjallað um
neytendaupplýsingar, m.a.
merkingar á vöru og fullyrðingar
um eiginleika og hlutverk
vörunnar. Reglugerðin skilgreinir
ekki hugtakið „lífrænt“ og þar
af leiðandi því ekki hvernig
slík vara skuli framleidd eða
markaðssett og hvað sé heimilt og
óheimilt í þeim efnum. Á meðan
reglugerðin skilgreinir hugtakið
ekki og mælir fyrir um hvað í því
felist, er ekki óheimilt að merkja
snyrtivöruna með þeim hætti.
Uppfylli varan kröfur reglugerðar
(EB) nr. 1223/2009 er óheimilt
að synja því að snyrtivörur séu
boðnar fram á markaði né banna
það eða takmarka, sbr. 9. gr.
reglugerðarinnar.
Áhugavert er að rýna í
efnalögin 61/2003 en í 1. gr.
þeirra kemur meðal annars
fram:
Markmið laga þessara er
annars vegar að tryggja að
meðferð á efnum, [efnablöndum
og hlutum sem innihalda efni] 1)
valdi hvorki tjóni á heilsu manna
og dýra né á umhverfi ... …-Þá
er það markmið laga þessara
að koma í veg fyrir ólöglega
markaðssetningu.
Í 33. gr. laganna um auglýsingar
kemur fram:
Óheimilt er að villa um fyrir
neytendum með auglýsingu, öðrum
svipuðum viðskiptaaðferðum og
framsetningu efna og efnablandna
… Óheimilt er að fullyrða í
auglýsingum og öðrum svipuðum
viðskiptaaðferðum að snyrtivara
hafi tiltekna eiginleika eða virkni
sem hún hefur ekki.
Framleiðendur verða
að njóta jafnræðis
Af framansögðu er ljóst að
úrbóta er þörf fyrir íslenska
framleiðendur snyrtivara
sem hafa ekki lífræna vottun.
Markmið efnalaganna er að
koma í veg fyrir ólöglega
markaðssetningu og í þeim
kemur einnig fram að óheimilt
sé að villa um fyrir neytendum
eða fullyrða í auglýsingum að
vara hafi tiltekna eiginleika eða
virkni sem hún hefur ekki.
Ljóst er á meðfylgjandi
dæmum að mörg dæmi eru um
brot á efnalögum hérlendis þar
sem aðilar markaðssetja fyrirtæki
og vörur sem „lífræn“ án þess
að hafa til þess viðurkennda
vottun. Það lítur VOR – verndun
og ræktun (Félag framleiðenda í
lífrænum búskap og fullvinnslu),
alvarlegum augum og krefst án
tafar úrbóta á þessu málasviði til
þess að allir aðilar sitji við sama
borð og njóti jafnræðis.
Höfundur er verkefnastjóri
Lífræns Íslands
Pottur brotinn í
merkingu snyrtivara
Lífrænt Ísland
Erla Hjördís
Gunnarsdóttir.
Á undanförnum árum hefur
umræða um ágang sauðfjár
stóraukist í sveitum landsins.
Hefur hún
s é r s t a k l e g a
sprottið upp
í kjölfar álits
umboðsmanns
Alþingis frá 11.
október 2022
og álits innviða-
ráðuneytisins frá
23. júní 2023 þar
sem fjallað er um deilur landeigenda
við sveitarfélög og aðra opinbera
aðila um það hvort og í hvaða
tilvikum beri að smala sauðfé af
jörðum þegar það gengur inn á jarðir
landeigenda. Um vandamálið hafa
verið skrifaðar fjölmargar greinar
og eru skiptar skoðanir á því
hversu ríkar skyldur sveitarfélaga
séu til smölunar. Fjallað hefur
verið um málefnið á vettvangi
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Bændasamtaka Íslands, innan hópa
sem mótfallnir eru lausagöngu
búfjár og á meðal landeigenda
sem telja á sér brotið vegna ágangs
búfjár í lönd þeirra. Í kjölfar þeirrar
umræðu og álita frá stjórnvöldum
bárust sveitarfélögum fjöldinn allur
af beiðnum um smölun á síðasta
ári, sem í einhverjum tilvikum var
sinnt en í öðrum tilvikum eru slíkar
beiðnir enn til meðferðar eða þeim
verið hafnað.
Afstaða matvælaráðuneytisins
til deilna sveitarfélaga og
landeigenda
Matvælaráðuneytið er það
ráðuneyti sem ber ábyrgð á þeirri
löggjöf sem um ræðir, þ.e. lögum
um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
nr. 21/1986 (afs.). Ber ráðuneytið
ábyrgð á því að veita leiðbeiningar
um hvernig skuli túlka ákvæði
laganna. Í febrúar síðast- liðnum
sendi matvælaráðuneytið minnisblað
með yfirskriftina „Reglu- verk
um búfjárbeit – sjónarmið
matvælaráðuneytis“, sem sent var
öllum sveitarfélögum. Í bréfinu lýsir
ráðuneytið því yfir að það hyggist
ekki fara í neinar breytingar á lögum
um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. til
þess að skýra betur réttarstöðu aðila,
né gefa út leiðbeiningar af nokkru
tagi til sveitarfélaga um túlkun
laganna.
Í stað þess eru sveitarfélög
hvött til þess að „útfæra lausnir
sem henta á hverjum stað“. Þá eru
sveitarfélögin hvött til að koma á
samstarfi sveitarfélaga um málefnið,
uppfæra afréttarskrár og endurskoða
fjallskilasamþykktir.
Er málefnið því að fullu lagt í
hendur sveitarfélaganna. Heldur
ráðuneytið því jafnframt fram að
reglur laganna séu að „mestu leyti
skýrar“ og sveitarfélögum beri því
að nýta þau verkfæri sem þau hafa
til þess að skýra réttarástandið.
Um það má deila að reglur laga
um afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
séu að mestu leyti skýrar hvað þetta
málefni varðar. Lögin eru að grunni
til samin á 7. áratug síðustu aldar og
hafa lítið breyst síðan.
Innviðaráðuneytið átelur
sveitarfélag fyrir málshraða
Í nýlegum úrskurði innviðaráðu-
neytisins, dags. 18. apríl 2024,
kærði landeigandi sveitarfélagið
Fjarðabyggð fyrir að hafa ekki
afgreitt beiðni hans um smölun á jörð
hans. Í úrskurði innviðaráðuneytisins
kemur fram að sveitarfélagið hafi
frestað því að taka afstöðu til erindis
landeiganda þar til málsmeðferð
ráðuneytis væri lokið eða frekari
leiðbeiningar veittar um framkvæmd
laganna af hálfu matvælaráðuneytis.
Þetta telur innviðaráðuneytið
óheimilt og að borgararnir eigi
rétt á því að stjórnvöld leysi
úr málum þeirra svo fljótt sem
unnt er á grundvelli gildandi
lagareglna. Taldi ráðuneytið
sveitarfélagið hafa brotið gegn 1.
og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 37/1993
um málshraða og beinir því til
sveitar- félagsins að ljúka málinu
eins fljótt og auðið er.
Hvað er til bragðs að taka?
Nú þegar fyrir liggur afstaða
matvælaráðuneytis hafa sveitarfélög
fengið þessar leiðbeiningar og þess
er ekki að vænta að gengið verði til
heildarendurskoðunar á lagaumgjörð
á þessu sviði. Hefur það þær
afleiðingar að sveitarfélög þurfa að
undirbúa sig fyrir beiðnir um smölun
vegna ágangs búfjár og hvernig
skuli taka afstöðu til þeirra. Er það
afstaða matvæla- ráðuneytisins að
sveitarfélög hafi svigrúm til þess
að ákveða hvert fyrir sig hvernig
nýta skuli þau verkfæri sem eru í
fjallskilalögum.
Má hér ætla að vísað sé til
sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga
sem tryggður er í 78. gr. stjórnar-
skrárinnar. Þá liggur fyrir úrskurður
innviðaráðuneytisins um málshraða
og enginn vafi á því að sveitarfélögum
ber að taka beiðnir um smölun til
afgreiðslu með skilvirkum hætti.
Það er grundvallaratriði hjá hverju
sveitarfélagi fyrir sig, þar sem
búfjárrækt er stunduð, að taka
rökstudda afstöðu til eftirfarandi
atriða, til þess að auðvelda afgreiðslu
beiðna landeigenda um smölun.
1. Sveitarfélag þarf að taka afstöðu
til hvort og hvar lausaganga búfjár
sé heimil í sveitarfélaginu.
2. Gild afréttarskrá þarf að vera til
staðar skv. 6. gr. afs.
3. Uppfæra þarf fjallskilasamþykkt
og taka afstöðu til þess hvernig
skuli fara með beiðnir um smölun
ágangsfjár:
a. Hvernig skilgreina skuli
ágang búfjár – 33. gr. afs.
b. Hvernig skilgreina skuli
verulegan/óeðlilegan ágang
búfjár – 31.-32. gr. afs.
c. Hver skuli greiða fyrir smölun
ágangsfjár.
d. Hvernig skuli uppfylla kröfur
um málsmeðferð beiðna,
s.s. um rannsókn máls,
andmælarétt og meðalhóf
þegar beiðni berst um
smölun ágangsfjár.
Beiðnir um smölun ágangsfjár
munu ekki hætta að berast
sveitarfélögum og er því mikilvægt
að þau nýti þær heimildir sem þó
eru fyrir hendi til þess að geta tekið
á þessum beiðnum með samræmdum
hætti. Fyrirsjáanleiki á afgreiðslu
slíkra beiðna er jafnframt mikilvægur
fyrir landeigendur og koma í veg
fyrir óþarfa deilur milli landeigenda
og sveitarfélaga í fjölmiðlum og á
samfélagsmiðlum.
Fyrir liggur að það vandamál
mun eingöngu aukast á komandi
árum ef ekkert er að gert. Landnýting
breytist ört og fjöldi landeigenda
kýs að nýta jarðir sínar undir
annað en hefðbundinn landbúnað,
s.s. ferðaþjónustu, skógrækt o.fl.
atvinnugreinar. Byrjað er að vora og
allar líkur á að nú í kjölfar sauðburðar
og fram að afréttarsmölun í haust
muni pósthólf sveitarfélaga og
sveitarstjórnarmanna fyllast
af beiðnum um smölun með
tilheyrandi umræðu og umfjöllun
á fréttamiðlum. Sveitarfélög geta
gert það sem í þeirra valdi stendur
til þess að einfalda afgreiðslu
smölunarbeiðna þrátt fyrir að lög
um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. séu
ekki mjög upplýsandi um meðferð
slíkra beiðna.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
hjá OPUS lögmönnum.
Ágangur búfjár: Sagan endalausa
Flosi Hrafn
Sigurðsson.
Halla Hrund: Okkar bestu meðmæli
Við Íslendingar búum svo vel að
margir hæfir einstaklingar hafa
gefið kost á sér til embættis forseta
Íslands í kosningunum sem fram
fara þann 1. júní næstkomandi.
Á undanförnum dögum og
vikum hafa fjölmiðlar keppst við
að kynna frambjóðendur til forseta
fyrir þjóðinni ásamt því að gera
grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum
forseta lýðveldisins.
Höllu Hrund Logadóttur og hennar
fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar
tíð og einungis af góðu. Hún hefur
mörg undanfarin ár aðstoðað við
sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður
okkar og amma hennar ólust upp.
Halla Hrund hefur birst á hverju vori
og gengið vasklega í öll störf, hvort
sem það er að gefa fénu, taka á móti
lömbum eða færa frá, enda hefur hún
mikla reynslu eftir að hafa verið í
sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér
er á ferðinni kraftmikil kona sem er
annt um íslenska sögu og menningu,
leggur rækt við upprunann og lætur
svo sannarlega ekki sitt eftir liggja.
Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar
sem nýtast í embætti forseta Íslands
en fleira þarf vissulega að koma til.
Forsetinn þarf að hafa þekkingu á
stjórnskipun landsins. Hann þarf að
hafa almenna haldgóða þekkingu á
samfélaginu og málefnum líðandi
stundar, jafnt innanlands sem og
á alþjóðlegum vettvangi. Síðast
en ekki síst þarf forsetinn að vera
sameiningartákn og hafa breiða
skírskotun.
Halla Hrund er eldklár,
harðdugleg, vel menntuð og fylgin
sér. Hún hefur fram til þessa verið við
nám og störf í þremur heimsálfum og
hefur aflað sér víðtækrar menntunar
og reynslu á sviði stjórnmálafræði
og stjórnsýslu. Hún býr einnig
yfir mikilli þekkingu á orku- og
auðlindamálum en þau snúa einmitt
að verðmætustu sameign okkar
Íslendinga sem á sama tíma geymir
okkar mikilvægustu og stærstu
sóknarfæri. Hennar helstu kostir
þegar kemur að hæfi hennar til að
gegna embætti forseta Íslands eru
þó ekki bundnir við það sem fólk
lærir í skóla. Halla Hrund hefur
alveg einstakan hæfileika til að
virkja fólk til góðra verka og lyfta
upp einstaklingum og verkefnum
og magna þannig tækifæri. Hún
hefur mikla persónutöfra, er í
senn alþýðleg og alþjóðleg og
hefur hæfileika til að sameina ólík
sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með
opinberum störfum Höllu Hrundar
vita líka að henni farnast vel við
krefjandi aðstæður.
Skemmst er frá því að segja að
við erum sannfærð um að Halla
Hrund Logadóttir búi yfir menntun,
reynslu, mannkostum og dómgreind
sem þarf að prýða næsta forseta
Íslands.
Við erum stolt af því að vera
í stuðningsliði Höllu Hrundar í
aðdraganda forsetakosninganna 1.
júní 2024.
Höfundar eru bændur.
Björk Baldursdóttir og Ingvi
Stefánsson.