Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 14
14 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024
Orkumál:
Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki
og bætt nýtni það sem koma skal
Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni
og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún
hefur að geyma um 50 tillögur sem
m.a. snúa að sólarorku, sjávarorku,
smávirkjunum fyrir vatnsafl,
varmadæluvæðingu á smærri og
stærri skala, bættri orkunýtni og
sveigjanlegri orkunotkun.
Í skýrslunni Bætt orkunýtni og ný
tækifæri til orkuöflunar segir að mikil
gerjun eigi sér stað á orkumarkaði á
Íslandi og að landsmenn þurfi að hafa
sig alla við til að brjóta niður huglæga
múra fyrir nýjum lausnum í orkuöflun
og nýtingu hennar. Raforkuverð
hérlendis sé það lágt að nýir orkukostir
eigi erfitt uppdráttar í samkeppni við
þá sem fyrir eru, vegna stofnkostnaðar
og lágs söluverðs raforku. Þrátt fyrir
það búi ákveðin svæði og landshlutar
við hærra orkuverð en er ásættanlegt
og mikilvægt sé að jafna orkukostnað
hérlendis. M.a. sé mikilvægt að
auðvelda bændum og landeigendum
að virkja bæjarlækinn og nýta
heimavirkjanir.
„Með slíkum aðgerðum gætu
orðið til orkusamfélög sem gætu orðið
sjálfstæðar eyjar í raforkukerfinu og
sjálfar sér nægar um raforku. Kaup
og sala raforku með tengingu inn
á flutnings- og dreifikerfið er afar
mikilvæg fyrir þessa aðila og þarf
tenging að fást fyrir lægri kostnað
en nú er,“ segir í skýrslunni.
Varmadæluvæðing á landsbyggðinni
spari mikla raforku og sé afar góður
kostur til húshitunar.
Starfshópurinn telur að til að
flýta fyrir orkuskiptum og nýjum
orkukostum verði að einfalda leyfis-
og umsóknarferla, sem nú taki of
langan tíma.
Orkusalar bjóði
sveigjanleika í gjaldskrá
Áréttuð er í skýrslunni nauðsyn
þess að vekja almenning til
umhugsunar um bætta orkunýtingu
og hvetja orkusala til að bjóða upp á
sveigjanleika í gjaldskrá, sem hvetji til
betri orkunýtingar og álagsstýringar.
„Aflnotkun innan dagsins í
almenna raforkukerfinu getur sveiflast
um 200 MW og árstíðasveiflan milli
júlí og desember er einnig um 200
MW, en til að setja það í samhengi þá
er uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar,
næststærstu virkjunar landsins,
um 300 MW í rafmagni. Það er
því mikilvægt að leita leiða til að
fletja út orkukúrfuna yfir daginn
og lengja nýtingartíma flutnings-
og dreifikerfisins með hagrænum
hvötum og aukinni samkeppni
orkusala,“ segir í skýrslunni.
Liðka fyrir endursölu glatvarma
Fram kemur einnig að stórir aðilar á
raforkumarkaði séu að nýta glatvarma
frá iðnaði og varmaskipta til að bæta
nýtingu og notkun á heitu vatni.
Fiskimjölsverksmiðjur hafi tækifæri
til afhendingar glatvarma meðan þær
eru í gangi nokkrar vikur eða mánuði
á ári og í Vestmannaeyjum sé slíkur
glatvarmi t.d. nýttur til húshitunar.
„Tryggja þarf að engar hindranir
séu fyrir endursölu á glatvarma
í formi raforku og heits vatns til
að bæta nýtingu og auka framboð
orku, en slík orka getur nýst m.a.
sundlaugum í sveitarfélögum og til
húshitunar, ein sér eða með öðrum
orkugjöfum,“ segir jafnframt.
Annað en vatnsafl +10 MW,
jarðvarmi og vindur
Umhverfis-, orku- og lofts lags-
ráðherra skipaði starfshópinn til
að kanna helstu leiðir til bættrar
orkunýtingar og orkuöflunar,
með hliðsjón af sviðsmyndum um
aukna orkuþörf vegna markmiða
ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti
2040. Var starfshópnum falið að
skoða sérstaklega aðra orkukosti
en þá sem felast í vatnsafli yfir 10
MW, jarðvarma og vindi og standa
utan rammaáætlunar, með áherslu
á sólarorku/birtuorku, sjávarorku
og smávirkjanir fyrir vatnsafl.
Jafnframt að skoða bætta orkunýtni
og sveigjanlegri orkunotkun, m.a.
varmadæluvæðingu og jarðhitaleit
til að draga úr notkun raforku til
húshitunar á rafhituðum svæðum. Um
10% landsmanna búa nú á rafhituðum
svæðum þar sem ekki eru hitaveitur
sem nýta jarðvarma.
Starfshópinn skipuðu þau
Ásmundur Friðriksson alþingis-
maður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir,
MSc. í sjálfbærum orkuvísindum
og Lilja Rafney Magnúsdóttir,
fv. alþingismaður. Starfsmaður
hópsins var Hreinn Hrafnkelsson,
sérfræðingur í umhverfis-, orku- og
loftslagsráðuneytinu. Skýrslan er
aðgengileg á vef ráðuneytisins. /sá
Búast má við að sólarorkupanelar verði mun víðar hérlendis í framtíðinni
og er ríkið hvatt til að ganga þar á undan með góðu fordæmi.
Mynd / CommonSence
Jöfnun orkukostnaðar
„Í vinnu starfshópsins kom fram að
fjárhagslega væri oft hagkvæmast
að fara í aðgerðir á landsbyggðinni
til að flýta fyrir nýtingu nýrra
orkugjafa og bæta orkunýtni, þar
sem orkuverð væri hærra þar en á
höfuðborgarsvæðinu.
Stjórnvöld þurfa að auka fjármagn til
jöfnunar orkukostnaðar til að standa
við fyrirheit í stjórnarsáttmála og
aðgerðaáætlun byggðaáætlunar
2022–2026 um jöfnun orkukostnaðar
á landsvísu, bæði varðandi jöfnun
kostnaðar við dreifingu raforku og
jöfnun húshitunarkostnaðar.
Stórnotendur raforku ættu að koma
að fjármögnun jöfnunarkerfisins
og greiða jöfnunargjald eins og
aðrir raforkunotendur, en þeir eru
undanþegnir því í dag.
Endurskoða þarf núverandi
niðurgreiðslu- og styrkjakerfi vegna
húshitunar og raforkudreifingar í
dreifbýli til að hægt sé að nýta það
betur til að styrkja verkefni á sviði
bættrar orkunýtni og nýtingu nýrra
orkugjafa, t.d. með eingreiðslum í
stað árlegra niðurgreiðslna, líkt og
gert er varðandi stofnstyrki til nýrra
hitaveitna. Gæta þarf þó að því að
slíkar breytingar hafi ekki í för með
sér lægri niðurgreiðslur eða styrki á
viðkomandi svæðum.“
Bætt orkunýtni og ný tækifæri til
orkuöflunar, apríl 2024, bls. 15.
Helstu tillögur um bætta orkunýtingu og orkuöflun
• Mótuð verði stefna og umgjörð um nýtingu sólarorku/birtuorku og sjávarorku.
• Löggjöf verði endurskoðuð, með hliðsjón af nýtingu sólarorku/birtuorku og
sjávarorku.
• Einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar geti verið virkir notendur, þ.e. hafi
kost á að framleiða og geyma orku til eigin nota, sem og selja inn á dreifikerfi
eða til nágranna sinna.
• Mótað verði einfalt og skilvirkt leyfisveitingarferli og sett upp ein gátt fyrir
umsóknir um leyfi og leyfisveitingar.
• Frá og með 2030 verði gerð krafa um að nýjar byggingar verði tilbúnar fyrir
sólarsellur.
• Huga ætti að ívilnunum/hvötum til að hvetja til uppsetningar á sólarsellum í
núverandi atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði.
• Huga þarf sérstaklega að því hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi,
að því gefnu að það hafi ekki áhrif á landbúnað og matvælaframleiðslu,
en í því geta falist ný tækifæri og tekjumöguleikar fyrir bændur.
• Hugað verði að almennum reglum um staðsetningu stærri sólarorkuvera.
• Áfram verði stutt við nýsköpunarverkefni á sviði sjávarorku.
• Orkustofnun verði falið að vinna greinargerð og fylgjast með þróun og stöðu á
nýtingu sjávarorku í öðrum ríkjum.
• Mikilvægt er að orkufyrirtæki fylgist áfram með þróuninni og taki þátt í
verkefnum sem þau telja að geti skilað árangri varðandi rannsóknir og þróun
á nýtingu sjávarorku hérlendis.
• Liðkað verði fyrir frekari nýtingu smávirkjana fyrir vatnsafl með einfaldari
leyfisveitingum og lægri gjöldum fyrir tengingar við dreifikerfi raforku.
• Hækka þarf undanþágu frá virkjanaleyfi í 4. gr. raforkulaga úr 100 kW í 250 kW.
• Sérstakar örvirkjanir undir 100 kW verði skilgreindar í raforkulögum/reglu-
gerðum og kveðið á um að þær greiði fyrir tengingu og dreifingu samkvæmt
sérstakri og lægri gjaldskrá fyrir örvirkjanir.
• Lögð verði áhersla á bætta orkunýtni á rafhituðum svæðum, m.a. með áfram-
haldandi styrkjum við kaup á varmadælum og kröfum um orkusparandi búnað.
• Áfram verði stutt við jarðhitaleit á rafhituðum svæðum.
Fleiri tillögur má finna í Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar, apríl 2024.
„Orkustofnun verði falið að vinna greinargerð og fylgjast með þróun og stöðu
á nýtingu sjávarorku í öðrum ríkjum,“ segir í nýju orkuskýrslunni. Myndin
er af einni útfærslu Jóns Kristinssonar á úthafsölduvirkjun.
Mynd / De ontwikkeling van een Golf en Deining Centrale, 2013-2021/Jón Kristinsson.
Sorpa og Bambahús eru handhafar
Kuðungsins árið 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
veitti umhverfisviðurkenninguna
2. maí. Auk þess fékk lögreglan á
Vesturlandi sérstök hvatningarverðlaun
Kuðungsins, en embættið hefur náð
fullum orkuskiptum. Nemendur í 10.
bekk Árbæjarskóla voru útnefndir
Varðliðar umhverfisins árið 2024
fyrir samþætt umhverfisverkefni sitt
um sjálfbæra þróun.
Góður árangur í flokkun á
lífrænum úrgangi
Sorpa annast meðhöndlun úrgangs,
rekstur á móttöku- og flokkunarstöð,
urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð og
sex endurvinnslustöðvum, sem reknar
eru samkvæmt þjónustusamningi
við sveitarfélögin sem eiga Sorpu;
Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð,
Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.
Hlýtur Sorpa viðurkenninguna
vegna þess góða árangurs sem náðst hafi
í flokkun á lífrænum úrgangi á síðasta
ári, í samstarfi við almenning. Ráðist
hafi verið í mikilvæg umbótaverkefni
sem gengu út á innleiðingu samræmds
flokkunarkerfis og sérsöfnun matvæla
á höfuðborgarsvæðinu.
Endurvinnsla á bömbum
Bambahús eru íslensk gróðurhús
smíðuð úr galvaníseraðri stálgrind,
klædd með 10 mm einangruðu gróður-
húsaplasti. Við hönnun og smíði
Bambahúsa er talið að sýnt hafi
verið eftirtektarvert frumkvæði með
því að nýta hráefni sem annars hefði
verið fargað eða það sent úr landi, til
dæmis á bömbum sem eru þúsund
lítra plasttankar gerðir úr plasti og
galvaníseruðu járni. Vörur fyrirtækisins
tali beint inn í hringrásarhagkerfið og
sýni og sanni eina ferðina enn að það
sem er úrgangur í augum eins getur
verið gull í augum annars. /smh
Afhending
Kuðungsins
Bambahús endurnýtir plasttanka.