Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Viðtal að þekkja hjörðina og gera sér grein fyrir eiginleikum mismunandi ættboga innan hennar sem geri þeim kleift að vanda ásetnings- valið betur. „Svo er aðalatriðið í þessu að láta ekkert klikka í umhverfis- áhrifunum ef maður getur – að gera eins vel við féð og mögulega hægt er,“ segir Magnús. Langtímaplanið sé að stækka fjárhúsin og fjölga kindunum upp í átta hundruð. Þau segja aðstæður til sauðfjár- búskapar vera góðar þar sem þau eru á Vatnsnesinu. Féð gangi í fjallinu fyrir ofan bæinn á sumrin og þau þurfi ekki að reka það langt á afrétti. Göngur séu frekar einfaldar og alltaf fáist nægt fólk í smalamennskur. Stærstur hluti hjarðarinnar skili sér þegar heimalandið er smalað og þurfi þau ekki að sækja nema örfáar kindur þegar réttað er í Hamarsrétt, sem er nokkra kílómetra sunnan við bæinn. Sjúkraliði og rúningsmaður Ungu bændurnir starfa bæði utan bús en telja reksturinn samt sem áður vera í góðu jafnvægi. Ingibjörg vinnur sem sjúkraliði á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, sem hún segir að miklu leyti vera þar sem hún hafi áhuga á starfinu og finnist gott að skipta um umhverfi. Þá séu þrír mánuðir á ári þar sem Magnús tekur að sér rúning fyrir aðra bændur, ásamt því að vera í girðingaverktöku á sumrin. „Það er hægt að láta þetta damla ef við erum bæði alltaf heima – en ekkert meira. Búið rekur sig nokkurn veginn sjálft, en annað þarf maður eiginlega að sækja,“ segir Magnús. Þau keyptu til að mynda dráttarvél síðasta sumar sem þau hefðu ekki getað gert nema af því að þau eru að vinna meðfram búinu. „Það væri alveg fínt að geta bara verið heima og dunda sér við að gera allt snyrtilegt, en það er kannski svolítið erfitt þegar maður vinnur mikið utan bús og er með tvö lítil börn,“ segir Magnús. Þá rífi vaxtastigið í og því veiti ekkert af smá innspýtingu. Þær tekjur sem komi frá gæðastýringunni og greiðslumarkinu dugi fyrir lánunum, en afborganirnar hafi tvöfaldast frá því þau keyptu. Þeir sem vilja komast í búskap án fjölskyldutengsla þurfi að vera búnir að þéna mikið áður. „Svo verður fólk að hafa áhuga á þessu og vera með metnað, því reksturinn verður þungur ef afurðirnar fara að gefa eftir.“ Hafa góða reynslu Á Helgavatni, þar sem Magnús ólst upp, eru 350 kindur. Þar sem pabbi hans er sjómaður byrjaði Magnús snemma að taka mikinn þátt í búskapnum. Honum hafi verið treyst fyrir að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bera ábyrgð frá unglingsaldri sem hafi gefið honum góðan grunn fyrir bústörfin á Bergsstöðum. Ingibjörg ólst upp á Köldukinn 1 á Ásum þar sem foreldrar hennar voru með nokkrar forystuær og hross. Þá tók hún þátt í búskapnum á Helgavatni með Magnúsi eftir að þau tóku saman. Ingibjörg verður 32 ára í sumar og er Magnús 29 ára. SÁÐVARA Kynntu þér úrvalið! Á sáðvörulistanum okkar má meðal annars finna... I Vallarfoxgras I Ertur I Rýgresi I Bygg Sjá nánar á landstolpi.is Silawrap hvítt 750*1500mm – 14.990 kr. + vsk. Silawrap grænt 750*1500mm – 14.990 kr. + vsk. Silawrap svart 750*1500mm – 14.609 kr. + vsk. Afsláttur er veittur við kaup á bretti af rúlluplasti! - 40 rúllur SilaWRAP rúlluplast sjóðheitt sumartilboð CHAR-BROIL POWER EDITION 3 GASGRILL nú aðeins var 98.650 kr. 79.556 Skannaðu kóðann til skoða nánar 5hlutir sem Ingi- björg og Magnús geta ekki verið án 1. Dráttarvélin: „Maður getur lítið verið án traktorsins.“ 2. Eldavélin: „Eldavélin bilaði einu sinni í byrjun sauðburðar. Það var hræðilegt.“ 3. Hestakerran: „Hún er mikið notuð í annað en hestaflutninga.“ 4. Sexhjólið: „Það er eiginlega ekkert hægt að vera án þess.“ 5. Kjarnfóður: „Nágrannarnir kalla Magnús fóðurbætiskónginn.“ Unga parið á tvö börn og er það þriðja á leiðinni. Þau útbjuggu barnastól á gjafavagninn til þess að ungviðið gæti tekið þátt í bústörfunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.