Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 58
58 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024
Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil
austur-vestur á Kjördæmamótinu sem kannski sætir
furðu þar sem sjö tíglar standa án vandkvæða.
Spilarar á kjördæmamótum eru
þekktir fyrir að melda mikið á spilin
sín en flest pör spiluðu 3 grönd eða
fimm tígla.
Umsjónarmaður Briddsþáttar
Bændablaðsins, sem frá og með
deginum í dag er hleypt af stokkunum,
var meðal spilara á mótinu sem misstu
af slemmunni.
Við mitt borð laumaðist suður til
að opna létt á einu hjarta, ég doblaði,
norður sagði pass og makker minn í austur stökk í þrjú
grönd. Þar dóu sagnir. Við makker vorum sammála í
umræðu eftir spilið að hann hefði kannski átt að melda 2
hjörtu en lausnin er ekki auðfundin.
En eitt par meldaði mjög skilvirkt á spilin sín,
skáldið Þorsteinn Bergsson úr liði Austurlands og
framsóknarmaðurinn Magnús Ásgrímsson.
Þorsteinn var með 4054-skiptinguna og opnaði á einum
precision tígli. Makker sagði hjarta, nú laumaði suður inn
tveimur spöðum – sennilega ekki til útspils. Þorsteinn
meldaði tvö lauf og eftir pass norðurs vissi Magnús af níu
spilum eða fleirum í láglitum hjá Steina skáldi og taldi
kannski líklegra að spaði kæmi út en hjarta! Hann meldaði
5 grönd sem þýddi: Veldu slemmu, makker minn. Þorsteinn
valdi og meldaði sex tígla. Rúsínan í pylsuendanum var
að samningurinn var doblaður – plús einn.
Kjördæmamótið er bráðskemmtilegt mót og þekkt
fyrir þátttöku bændahöfðingja og skrautlegra liðsmanna
úr sveitum landsins. Komu um 150 spilarar af öllu landinu
saman og skemmtu sér ýmist með eigin heilafrumum eða
tónlist og öðru.
Sveit Norðurlands eystra bar sigur úr býtum undir
stjórn Stefáns Vilhjálmssonar fyrirliða.
Bikarkeppnin fram undan
Eitt skemmtilegasta mót hvers árs hefst bráðlega –
bikarkeppni Bridgesambands Íslands.
Í bikarnum er hreinn útsláttur. Sú sveit sem skorar fleiri
impa í 40 spilum heldur áfram keppni og fara lokaúrslit
fram síðsumars.
Margar skemmtilegar sögur hafa verið sagðar af
heimaleikjum sem í góðu briddsári þegar þátttaka er góð
fara fram um land allt.
Aðalsteinn Jörgensen heimsmeistari hefur rifjað upp
gestrisni og ýmis ævintýri sem hann hefur ratað í þegar
hans lið hefur dregist gegn sveitum úti á landi. Stundum
detta lítil lið í lukkupottinn þegar þau dragast gegn bestu
spilurum landsins og kemur sér þá vel að bridds er fyrst
og fremst félagsleg skemmtun.
Horfur eru á að Bændablaðið og Bridgesamband
Íslands taki upp samstarf vegna bikarkeppninnar.
Spilarar sem ferðast um landið vegna bikarkeppninnar
mættu hafa í huga að senda umsjónarmanni Briddsþáttar
Bændablaðsins áhugaverð spil eða myndir af viðureignum
eða léttum augnablikum í pósti.
Umsjón: Björn Þorláksson,
bjornthorlaksson@gmail.com
Notaðir bílar
Opnunartímar:
Virka daga 9 til 17 og laugardaga 12 til 16
Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Jeep Compass S 4XE Phev, ‘22, sjálfskiptur,
ekinn 61 þús. km. Verð: 4.990.000 kr.
Toyota C-HR C-LUB, ‘21, sjálfskiptur,
ekinn 71 þús. km. Verð: 3.490.000 kr.
MG5 Luxury, rafmagn, ‘23, sjálfskiptur,
ekinn 7 þús. km. Verð: 5.490.000 kr.
558228 384589 758774
Nissan Leaf Tekna 40KWH, rafmagn, ‘21,
sjálfsk., ekinn 48 þús. km. Verð: 3.290.000 kr.
SsangYong Rexton Adventure, 4x4, ‘23,
sjálfsk., ekinn 45 þús. km. Verð: 9.490.000 kr.
Jeep Wrangler Rubicon Unl. 4XE, hybrid, ‘22,
sjálfsk., ekinn 33 þús. km. Verð: 13.990.000 kr.
414707 989124 203810
Meira úrval á
notadir.benni.is
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. Úrval nýlegra bíla
Skáldið, framsóknarmaðurinn
og fimm granda meldingin
Stefán Vilhjálmsson, fyrirliði sveitar Norðurlands eystra,
með makker, Ragnheiði Haraldsdóttur. Mynd / bþ
Björn
Þorláksson.
Norður
102
973
962
75432
Vestur
QJ85
KQJ104
KJ86
Austur
AK
J10542
A75
AQ10
Suður
97653
AKQ86
83
9
Spilið örlagaríka á Kjördæmamótinu í Stykkishólmi.
Orðsins list
kemur að
þessu sinni
frá Snorra
Aðalsteinssyni.
Hann er
fæddur árið 1962
og uppalinn á
Vaðbrekku í
Hra fnke l sda l
og bjó þar fram
yfir tvítugsaldur.
Segir á bókarkápu
að fó lk ið ,
umræðan og orðfærið
þar hafi orðið honum innblástur
til ljóðrænnar hugsunar. Snorri
býr á Hornafirði þar sem hann
stundaði lengst af veiðar á
trillu og var hann m.a. frá árinu
2002 og um allnokkurt skeið
formaður Hrollaugs, félags
smábátaeigenda á Höfn. Hann
starfar hjá Alcoa Fjarðaáli.
„Einveran á miðunum veitti
honum gott næði til að hugsa í
bundnu máli,“ segir á kápu og
jafnframt:
„Þrátt fyrir að næðið sé minna
nú, halda ljóðin áfram að verða
til. Sum þessara ljóða litu ekki
dagsins ljós fyrr en Ragnar Ingi,
frændi hans frá Vaðbrekku,
togaði þau upp úr skúffunni og
hvatti til útgáfu.“
Ljóðabókin Gullvör kom
út árið 2022 og er höfundur
útgefandi. Bókin er 85 síður og
skiptist í nokkra kafla: Ljóð og
lausavísur, Engilsaxnesku og Af
hagyrðingamótum. /sá
Páskareið
Um bljúga bænadaga,
í blíðu er gott að ríða.
Blanda geði glöðu,
góðhesta í stóði.
Taka klár til kosta,
kaupa hross á hlaupum.
Staldra við um stundu,
stelast ögn í pelann.
Þeysa mikinn þjónar
þarfir, Örn og Narfi.
Í vekurð jafnt sem vilja,
vaxandi er Axel.
Reglumenn í reiðum,
röngu flagga öngvu.
Helgisvip þeir hafa,
heitra bæna leita.
Varhug ber í vegi,
varnir bresta atarna.
Magga ríður meri,
mátuleg í látum.
Hryssa ei klára hrífur,
hrelldar sinar geldings.
Rjóðir sig knapar ræskja,
rísa hátt og frísa.
Gullvör, ljóð, bls. 56.
„Röngu flagga öngvu“
Snorri Aðalsteinsson.
Eftir vel heppnaðan dag helguðum
Beint frá býli í fyrra mun félagið
endurtaka leikinn í ár.
Þá munu gestgjafar hringinn
í kringum landið bjóða heim á
lögbýlin sín til að kynna og selja
vörur smáframleiðenda.
Beint frá býli dagurinn var
haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn
í fyrra. Tilefnið var fimmtán ára
afmæli félagsins, en tilgangurinn
var að kynna íbúum starfsemi
heimavinnsluaðila á lögbýlum
og byggja upp tengsl milli þeirra.
Dagurinn var haldinn á sex lögbýlum
hringinn í kringum landið, einu í
hverjum landshluta.
„Á býli gestgjafanna söfnuðust
saman aðrir framleiðendur af
lögbýlum úr landshlutanum til að
kynna og selja sínar vörur. Ýmis
afþreying var í boði til viðbótar
við það sem býlin sjálf höfðu upp
á að bjóða og var dagurinn sérlega
barnvænn. Afar góð mæting var
í öllum landshlutum og almennt
mikil ánægja,“ segir í tilkynningu
frá samtökunum en skipuleggjendur
áætla að 3–4.000 manns hafi lagt
leið sína á bæina samanlagt. Því var
ákveðið að gera daginn að árlegum
viðburði.
Beint frá býli-dagurinn verður
aftur haldinn sunnudaginn 18.
ágúst. Öllum þeim ríflega 200
framleiðendum sem eru í Samtökum
smáframleiðenda matvæla, sem
Beint frá býli er aðildarfélag að,
verður boðið að taka þátt, en ríflega
helmingur þeirra er á lögbýlum að
því er fram kemur í tilkynningunni.
„Gestgjöfunum hefur verið
fjölgað úr sex í sjö, þar sem í ár verða
tveir á hinu víðfeðma Suðurlandi. Á
Suðurlandi eystra verður gestgjafinn
Háhóll geitabú á Hornafirði. Á
Suðurlandi vestra Hreppamjólk
í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi.
Á Vesturlandi verður gestgjafinn
Grímsstaðaket á Grímsstöðum í
Borgarbyggð. Á Vestfjörðum verður
gestgjafinn Húsavík á Ströndum,
en hátíðin verður sameinuð
Hrútaþukli og verður því haldin á
Sauðfjársetrinu Sævangi sem er rétt
hjá. Á Norðurlandi vestra verður
gestgjafinn Brúnastaðir í Fljótum í
Skagafirði og á Norðurlandi eystra
Svartárkot í Bárðardal.
Á Austurlandi verður gestgjafinn
Sauðagull á Egilsstaðabúinu í
Fljótsdal, í samstarfi við Óbyggða-
setrið sem er staðsett á býlinu.“ /ghp
Smáframleiðendur
endurtaka daginn
Börn heilsa upp á geitur á Beint frá býli-deginum í fyrra. Mynd / Aðsend