Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Hvernig bændur yrðu forsetaframbjóðendurnir? Kjör forseta Íslands fer fram þann 1. júní nk. Tólf einstaklingar eru í framboði. Bændablaðinu lék hugur á að vita hvernig búskap forsetaframbjóðendurnir gætu hugsað sér að leggja fyrir sig, yrðu þau bændur. Ekki stóð á áhugaverðum svörum. /ghp Ásdís Rán Gunarsdóttir: Ég er fædd á Egilsstöðum og á sterkar rætur í Fellum á Héraði enda af Ekkjufellsættinni. Ung kynntist ég sveitastörfum á Héraði og Melum í Hrútafirði, þá strax orðin mikið náttúrubarn, elskaði sveitina og hafði dálæti á dýrum og langaði að verða dýralæknir. Hefði ég farið út í búskap þá hefði hrossarækt og hestabúgarður líklegast orðið fyrir valinu. Vísnahornið Ekki virtist Bólu-Hjálmar alltaf vinsæll af samferðamönnum, eins og þjóðin veit. Gat verið níðskældinn eins og sannast í „Getnaðar hvar gefst mér hreppur“. Á ónefndum presti hafði hann lítið dálæti. Aumt er að sjá í einni lest áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkinn prest, drembinn þræl og meiddan hest. Ekki féll öllum þessi vísa vel í geð. Hræsnarinn kallar helga menn sem höfðingsglæpi fela, að drýgja hór og drepa menn, dýrka goð og stela. Fallega orti þó Hjálmar stundum. Víða til þess vott eg fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Hjálmar orti þetta ljóð á ferð um Langadal Mér eru lífskjör þessi þröng, því verður margt til tafar, gangandi manni’ er leiðin löng, liggur hún þó til grafar. Brotinn er vonarvölur minn, völt og titrandi skriðtólin, dugur sem hugur dvína; fagna ég hvíld í foldar þró, föðurlandinu slitna skó gef ég í minning mína. Hjörleifur á Gilsbakka orti margt gott. Reynist flest í veröld valt, veltur margt úr skorðum, ég er sjálfur orðinn allt öðruvísi en forðum. Þessi orð Hjörleifs mættu menn skoða: Margur fær í einkaarf ósanngirni og hroka. Það er list, sem læra þarf, að láta í minni poka. Svo sagði Jakob Jónsson á Varmalæk: Víst er leitt en samt er satt að sumir geta bara yndi veitt og aðra glatt er þeir kveðja og fara. Þessi mun vera eftir séra Helga Sveinsson frá Hvítsstöðum. Til að öðlast þjóðar þögn, þegar þeir aðra véla, gefa sumir agnar ögn af því sem þeir stela. Hólmfríður Bjartmarsdóttir er stundum galsafengin í kveðskap. Lifandi er skógurinn að laufga sig á ný. Látlaus streyma skýin yfir tindinn. Lifandi er vatnið og leikurinn í því og léttar dansa starirnar við vindinn. Fáir voru vinsælli en Páll Ólafs- son. Hann naut þess meðan hann lifði. Aldrei sofna´eg sætan blund, svo mig ekki dreymi, að litli Rauður litla stund, lifi í þessum heimi. Eg hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Halla Hrund Logadóttir: Amma og afi voru með blandaðan búskap og draumurinn var alltaf að fara í Bændaskólann á Hvanneyri eða á hestabraut á Hóla og verða bóndi. Ef ég væri í búskap í dag myndi ég vilja vera með hesta og kindur og helst þróa eigin vörumerki og matvöru. Arnar Þór Jónsson: Í hvirfilvindi framboðsvinnunnar sé ég í hillingum jarðtengda tilveru sauðfjárbóndans og reglubundið líf kúabóndans, enda er landbúnaðurinn undirstöðuatvinnugrein og varðar þjóðaröryggi. Starf bóndans á að njóta umbunar og virðingar í samræmi við það. Umsjón: Magnús Halldórsson mhalldorsson0610@gmail.com Eiríkur Ingi Jóhannsson: Ég yrði sauðfjárbóndi. Mér finnst að hlúa verði betur að sauðfjárbúskapnum í dag, ef við ætlum að tryggja okkur að það sé til kjöt í landinu ef illa fer fyrir innflutningi á fóðri, því blessuð svínin og kjúklingurinn hafa enga tilvist hér á landi án þessa innflutta fóðurs. Svo er lambið langbesta kjötið og líður manni alltaf betur eftir góðan lambabita. Það hlýtur að vera slefefni í lambakjötinu sem við Íslendingar erum háð eftir þessi árhundruð sem kindin hefur haldið okkur á lífi. Blessuð kindin. Baldur Þórhallsson: Mig dreymir um að verða aftur sauðfjárbóndi og hrossaræktandi. Það er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mig langar líka að vera með landnámshænur og reyndi að fá leyfi til að reisa lítinn hænsnakofa við húsið mitt í Vesturbæ Reykjavíkur en fékk það ekki samþykkt. En minn tími mun koma í sauðfjár-, hrossa- og hænsnarækt. Ástþór Magnússon: Afi minn var bóndi og ég myndi eins og hann verða góður bóndi. Mér finnst vænt um dýr og hef mikla ánægju af að umgangast þau. Stundum finnst mér þau betri félagar en mannfólkið. Ég myndi því í búskap leitast við að hafa dýravelferð í forgrunni. Helga Þórisdóttir: Ég var í sveit á Þríhyrningi í Hörgárdal og þar var haldið sauðfé og þar var kúabúskapur. Þannig að ég færi beint í það og auðvitað myndi ég hafa hjá mér hesta, hunda, hænsn og ketti. Halla Tómasdóttir: Ég myndi spreyta mig á vistvænni matvælaframleiðslu. Ég kann ekki vel til verka á þessu sviði og myndi því leita ráðgjafar þeirra sem best þekkja til. Ég er ekki í vafa um að við verðum að beina matar- framleiðslu í vistvæna átt. Það er gott bæði fyrir umhverfið og heilsu neytandans. Ég myndi svo gjarnan vilja að á bænum væru hestar, íslenski hesturinn er einstakur. Jón Gnarr: Ef ég gerðist bóndi þá held ég að sauðfjárbúskapur yrði fyrir valinu. Mér hugnast best sá lífsstíll. En ég myndi líka vilja vera með geitur, svipað og Jóhanna vinkona mín á Háafelli í Borgarfirði. Það finnast mér skemmtilegar skepnur. Ætli ég yrði ekki líka með hænur. Ég vann nú sem unglingur á fuglabúinu á Móum á Kjalarnesi þar sem systir mín og mágur bjuggu. Ég gæti líka hugsað mér að rækta kanínur og jafnvel dúfur sem hliðarbúgrein. Viktor Traustason: Ég hjálpa reglulega vini við að stinga upp kartöflur og tína saman ber og matjurtir. En í mínum eigin búskap myndi ég líklegast byrja á því að viðhalda stofni landnámshænanna sem langafi var með. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir: Matjurtaræktun yrði sennilega fyrir valinu enda trúi ég að með hlýnandi veðurfari geti Ísland orðið matarkista norðursins með sameiginlegu átaki landsmanna. Verði ég forseti mun ég hvetja landsmenn til að öll blokkartún og garðblettir verði gerðir að matjurtagörðum. Katrín Jakobsdóttir: Ég hef fylgst með öllum greinum landbúnaðar og held að þær eigi allar mikil tækifæri enda mikill stuðningsmaður inn- lendrar matvælaframleiðslu og lít á hana sem lykilatriði í lífsgæðum á Íslandi. Ef ég þarf að velja eitthvað eitt yrði ég líklega grænmetisbóndi en það væri nú freistandi að hafa nokkrar hænur til að fá alltaf ný og fersk egg!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.