Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 16
16 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Færeyjar: Heimaframleiðsla lögleg Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í Færeyjum sölu á matvælum sem eru ekki framleidd í vottaðri aðstöðu. Nú eru 125 aðilar skráðir sem „heimaframleiðari“ og geta því á löglegan hátt selt ýmist beint til neytenda, veitingastaða eða í gegnum verslanir. Frá þessu er greint í skýrslu Norðurlandaráðs um sjálfsaflahlutfall eyríkjanna fimm á Norðurlöndum. Viðbót við iðnframleiðslu Þessi lausn er hugsuð sem viðbót við hina hefðbundnu matvælalöggjöf sem er frekar miðuð að iðnframleiðslu á matvælum, en árleg velta „heimaframleiðara“ má ekki fara yfir eina milljón færeyskar krónur, sem samsvarar 20,2 milljónum íslenskra króna. Fyrirkomulagið var sett á laggirnar árið 2016. Í færeysku matvælalöggjöfinni stendur í kafla um heimaframleiðslu að framleiðendur geti slátrað eigin dýrum og forunnið kjötskrokkana til eigin notkunar, beinnar sölu, eða sölu í gegnum birgja og smásala til neytenda á innanlandsmarkaði. Eykur veltu umtalsvert Þær matvörur sem má selja sem heimaframleiðslu eru lambakjöt, nautakjöt, alifuglakjöt, egg frá alifuglum, villtir fuglar, grindhvalir, hérar, grænmeti og ávextir sem eru fengin úr eigin ræktun eða veiði. Matvælin mega bæði seljast unnin og óunnin en skulu merkt með textanum „heimaframleiðsla, óløggild vøra“ og „unauthorized“ svo það komi skýrt fram að matvælin komi úr óvottaðri framleiðslu. Í áðurnefndri skýrslu er tekið dæmi um sveitabæ þar sem stunduð er sauðfjárrækt. Með því að framleiða afurðir úr sínu eigin búfé og sameina framleiðslu matvæla við ferðaþjónustu gátu bændurnir aukið veltu sína fimm- til sexfalt samanborið við að selja allt kjötið til hefðbundinna afurðastöðva. Þá lögðu bændurnir sig fram við að skipta við aðra matvælaframleiðendur í nærumhverfinu sem efldi svæðið enn frekar. Heimaframleiðsla er talin geta aukið tekjumöguleika lítilla aðila án þess að þeir þurfi að ráðast í íþyngjandi fjárfestingar, sem leiði aftur til aukinnar vöruþróunar. Einn af hvötunum fyrir að setja þessa umgjörð á laggirnar var meðal annars sá að varðveita matarhefðir og svara kalli ferðaþjónustunnar eftir hefðbundnum matvælum. /ál Smáframleiðendur í Færeyjum með veltu undir tuttugu milljónum mega selja afurðir sínar þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að vottuðu eldhúsi. Mynd / Annie Spratt - Unsplash Vínbændur: Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár Heimsframleiðsla víns árið 2023 dróst saman um 10% frá árinu á undan og er minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961. Er öfgum í veðurfari ekki síst kennt um. Mynd / OIV Alþjóðlegu vínsamtökin Inter- national Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í skýrslu að útlit sé fyrir að árið 2023 hafi vínframleiðsla í heiminum verið sú minnsta í rúm 60 ár. Fyrir vínræktendur ein kenndist árið 2023 af erfiðum áskorunum í formi sögulega lágs framleiðslu magns og hækkandi verðs en árið þótti einkennast af áhrifum alþjóðlegs verðbólguþrýstings. Vínframleiðsla ársins á heimsvísu nam um 237 milljónum hektólítra og er það 10% lækkun frá fyrra ári og minnsta ársframleiðsla síðan árið 1961, eða í 62 ár. Yfirborð víngarða heimsins hélt áfram að dragast saman, um 0,5% frá 2022 í 7,2 milljónir hektara í fyrra. Öfgar í veðurfari höfðu margvísleg alvarleg áhrif á víngarða um heim allan, ekki síst í formi sveppasjúkdóma, myglu og þurrka. Frakkland enn stærsti framleiðandinn OIV segja uppskeru hafa dregist saman á suðurhveli jarðar og í nokkrum af helstu vínframleiðslu- ríkjunum vegna erfiðra veðurfars- skilyrða. Safnað er saman upp- lýsingum um 29 lönd sem standa undir 94% af heimsframleiðslu. Framleiðslumagn í Evrópu- sambandinu hafi minnkað og varð t.d. umtalsverður samdráttur á Ítalíu, Spáni og Grikklandi vegna öfga í veðurfari sem leiddu til myglu og þurrka. Frakkland hafi þó verið stærsti vínframleiðandinn í fyrra og magnið aðeins yfir fimm ára meðaltali. Þýskaland, Portúgal og Rúmenía héldu einnig sjó í framleiðslu sinni. Þá séu Bandaríkin yfir meðaltali síðustu ára og hafi heldur bætt við sig í framleiðslu frá fyrra ári. Mikill samdráttur á suðurhveli Á suðurhveli gegnir öðru máli þar sem framleiðslumagn víns árið 2023 er áætlað langt undir því sem var 2022. Ástralía, Argentína, Chile, Suður-Afríka og Brasilía urðu öll fyrir miklum áhrifum af erfiðu veðri á vaxtarskeiði vínþrúgna og olli það á bilinu 10–30% samdrætti milli ára. Undantekningin er Nýja-Sjáland sem var yfir fimm ára meðaltali. /sá Vísindi: Umhverfisbreytingar fjölga sjúkdómum Minnkuð tegundafjölbreytni, hnattræn hlýnun, mengun og útbreiðsla ágengra tegunda hefur gert smitsjúkdóma hættulegri fyrir menn, dýr og plöntur. Þessi áhrif hafa verið greind í rannsóknum sem hafa verið afmarkaðar við ákveðna sjúkdóma eða vistkerfi. Til að mynda hefur hlýnandi loftslag aukið útbreiðslu malaríu í Afríku og minnkuð tegundafjölbreytni í Norður-Ameríku hefur leitt af sér fjölgun tilfella af Lyme-sjúkdómnum. Nú hefur verið framkvæmd safngreining sem birtist í vísindaritinu Nature þar sem teknar eru saman niðurstöður úr um það bil þúsund rannsóknum sem sýna að svipað mynstur eigi sér stað um allan heim. Frá þessu er greint í The New York Times. Einsleitni eykur sótthættu Hægt er að setja áhrifaþættina í fimm flokka: Breytt tegundafjölbreytni, loftslagsbreytingar, efnamengun, aðfluttar tegundir og breytingar eða tap á búsvæðum. Höfundar greinarinnar söfnuðu saman gögnum úr vísindagreinum sem skoðuðu hvernig að minnsta kosti einn þessara flokka höfðu áhrif á útbreiðslu og alvarleika sjúkdóma. Gagnasafnið innihélt rannsóknir sem skoðuðu smithættu hjá mönnum, dýrum og plöntum í öllum heimsálfum, að Suðurskautinu undanskildu. Niðurstöðurnar sýndu að fjórir flokkar af fimm juku sótthættu og var minnkuð tegundafjölbreytni áhrifamesti þátturinn. Vísindamenn á sviðinu hafa staðhæft að það sé vegna þess að með fjölbreyttu tegundaúrvali náist útþynningaráhrif. Sníklar og sýklar þrífist best þegar nóg sé af hýslum og einblína þeir á þær lífverur sem eru algengar. Þegar tegundafjölbreytni dragist saman aukist hlutfall algengu lífveranna á kostnað þeirra sjaldgæfu sem hverfa. Eftir standi því einsleitt tegundaúrval sem henti vel til útbreiðslu sótta. Fjölgun tilfella af Lyme-sjúkdómnum er oft nefnt í þesssu samhengi. Það má meðal annars rekja til þess að einn helsti geymsluhýsill sóttarinnar, hvítfótamús (l. Peromyscus leucopus), hefur fjölgað mikið á meðan öðrum spendýrum fækkar. Sjúkdómar færri í borgum Hinir þrír flokkarnir auki sjúkdómaálag, eins og ef aðfluttar tegundir bera með sér áður óþekkt smitefni og getur efnamengun veikt ónæmiskerfi tegunda. Vegna loftslagsbreytinga hafa búsvæði tegunda flust til sem geti orðið til þess að ýmsar tegundir komist í snertingu við hvor aðra sem aldrei höfðu verið í návígi. Sérstaka athygli vakti að breytingar eða tap á búsvæðum virtist ekki leiða af sér aukið sjúkdómaálag, sem í fyrstu gæti litið út fyrir að stinga í stúf við rannsóknir sem hafa bent til að skógareiðing auki hættuna á malaríu og Ebólu. Það sé hins vegar hin mikla útbreiðsla þéttbýlis og borga sem og búsvæðabreytingin sem þeim fylgi sem leiði af sér minni útbreiðslu sótta. Það geti verið vegna þess að hreinlæti í borgum sé almennt meira og þar sé aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það geti einnig skýrst af færri plöntum og dýrum sem geti flutt smitefni. Skert lífríki í borgum sé ekki endilega jákvætt og ekki hægt að ganga að því vísu að dýrin þar séu heilbrigðari. Í rannsókninni er því ekki haldið fram að skógareyðing sé af hinu góða. Það þurfi hins vegar að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað þar sem áhrifin geti verið mismunandi. /ál Hvítfótamúsum (l. Peromyscus leucopus) hefur fjölgað í Norður-Ameríku á meðan öðrum spendýrum fækkar. Þær eru geymsluhýslar fyrir Lyme-sjúkdóminn og hefur tilfellum hans fjölgað af þeim sökum. Mynd / J. N. Stuart - Flickr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.