Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024Fréttaskýring Ekki lægra endurskin á meginþorra landsins Um áhrif endurskins eftir svæðum segja Aðalsteinn, Arnór, Bjarni, Brynhildur og Pétur: „Sum svæði jarðar, s.s. gresjur og þurrkaeyðimerkur sunnar á hnettinum, endurkasta vel sólarljósi því sandurinn (t.d. í Sahara eða Gobi) er gulur. Á öðrum svæðum (norðar eða uppi í fjöllum) getur legið snjór stóran hluta ársins og þar sem er snjór er endurskin hátt – og hærra en í snjólausum skógi. Á láglendi Íslands er loftslagið hafrænt og því er landið ekki hulið samfelldum snjó nema hluta vetrar. Skv. rannsókn Brynhildar og Bjarna er inngeislun sólar auk þess lítil yfir vetrartímann, vegna norðlægrar hnattstöðu landsins (65-66°N) og endurskinið þar með lítið líka. Gögnin í þeirri rannsókn sýna breytileika í endurskini yfir vaxtartímann (vor, sumar og haust) en breytileiki yfir vetrartímann er óverulegur. Fyrri hugmyndir vísindamanna (t.d. Bala o.fl., 2007) gerðu ráð fyrir að snjóþekja yfir vetrartímann réði mestu um að hámarka endurskin frá landi. Þær hugmyndir hafa breyst í seinni tíð og er nú tekið tillit til inngeislunar og endurskins allt árið, með eða án snjóþekju. Þar að auki ber að hafa í huga að stór hluti Íslands er ógróið eða illa gróið eldfjallaland og því dökkleitt. Því eru hvorki líkur á því að aukin gróðurþekja dragi úr endurskini, né að skógrækt eða landgræðsla leiði til lægra endurskins á meginþorra landsins. Aðgerðir í þá veru gætu hins vegar aukið verulega bindingu kolefnis í skógi, öðrum gróðri og jarðvegi,“ segir hópurinn. Lauftré eða barrtré? Spurt er hvort betra sé að rækta lauftré fremur en barrtré með tilliti til kolefnisbindingar. Um það segja þau Aðalsteinn, Brynhildur, Bjarni, Arnór og Pétur að svo sé ekki endilega. „Lerki, sem er það barrtré sem mest hefur verið ræktað á Íslandi, fellir barrið á veturna eins og lauftrén og hefur þá ljósara yfirbragð en t.d. lauflaust birki. Allur gróður, sígrænn eða lauffellandi, veldur hærra endurskini en dökkleit basalthraun, sandar og annað lítt gróið land. Rannsóknir Brynhildar og Bjarna sem kynntar voru á nýafstaðinni Fagráðstefnu skógræktar (rann- sóknarverkefni/vöktun á endurskini mismunandi gróðurlenda í Þjórsárdal frá árinu 2012) sýna að birkiskógur í Þjórsárdal hafði ívið hærri endurskinshæfni en sígrænn barrskógur í næsta nágrenni. Sandauðnir á sömu slóðum gleypa í sig meiri varma og þar á sér stað lítil sem engin kolefnisbinding. Kolefnisbinding og hraði kolefnisuppsöfnunar var mun hærri í barrskóginum (sitkagreni og stafafuru) en hjá birkinu. Þetta verður því allt að vega og meta í samhengi,“ segja þau. Draga úr neikvæðum áhrifum nytjaskógræktar „Sé aðeins horft til kolefnisbindingar er sennilega ekki betra að rækta lauftré frekar en barrtré,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Ef tekið er tillit til annarra þátta eins og endurvarps inngeislunar er svarið væntanlega já, því sumargrænn trjágróður endurvarpar mun meiri inngeislun en sígrænn barrviður. En spurningin er að mestu leyti ómerk því skógrækt er ekki góð loftslagsaðgerð eins og hún er stunduð hér á landi í dag. Hvað varðar skógrækt sem loftslagsaðgerð er mikilvægt að huga að öllum þeim þáttum sem skógræktin mun hafa áhrif á. Setja ber skýr markmið um endurheimt náttúruskóga, velja staðsetningu vel og huga vel að öllum þáttum sem aðgerðirnar kunna að hafa áhrif á. Önnur skógrækt, eins og t.d. nytjaskógrækt, getur einnig átt rétt á sér út frá samfélagslegum og efnahagslegum þáttum en alls ekki sem loftslagsaðgerð eða aðgerð til verndunar líffræðilegs fjölbreytileika. Nytjaskógrækt þarf þá að finna réttan stað og huga að því hvernig megi draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem slík skógrækt hefur á líffræðilega fjölbreytni, minnkandi endurvarp.“ Ingibjörg segir mikilvægast að hafa í huga að fara ekki af stað með umfangsmiklar breytingar á landi í nafni loftslagsaðgerða með plöntun framandi trjátegunda sem sumar hverjar séu ágengar, oft á landi sem þegar geymi mikinn kolefnisforða, án þess að huga að öðrum og oft óafturkræfum afleiðingum eins og neikvæðum áhrifum á líffræðilega fjölbreytni og minnkandi endurvarpi inngeislunar. „Allra árangursríkast er engu að síður að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis,“ segir hún. Álitamál tengd endurskinshæfni og skógrækt „Okkur er kunnugt um mikilvæga samanburðarrannsókn Brynhildar Bjarnadóttur og Bjarna Diðriks Sigurðssonar á endurskinshæfni ólíkra gróðurlenda, þ.m.t. barrskóga á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar þegar þær birtast,“ segja Þóra Ellen og Ólafur. „Lauftré endurkasta stærri hluta sólarljóss en barrtré, og endurkast laufskóga að vetri og fram eftir vori er mun minna en hjá barrskógum. Lerki, sem er sumargrænt barrtré, svipar til lauftrjáa hvað þetta varðar,“ segja þau jafnframt og bæta við að líkt og hjá barrskógum, sé lítið endurkast af dökkum, gróðursnauðum auðnum. „Stundum hefur nytjaskógrækt hérlendis verið lýst þannig að verið sé að skipta berangri út fyrir barrskóg. Staðreyndin er hins vegar sú að skógrækt hérlendis (að birki undanskildu) hefst næstum alltaf á grónu landi. Við höfum ekki fundið nýlegar tölur frá Skógræktinni en fram til ársins 2008 hafði ríflega helmingur allrar skógræktar byrjað í mólendi, um 20% skiptust jafnt á milli graslendis og birkilendis en 11% voru í hálfgrónu eða lítt grónu landi (Björn Traustason og Fanney Ósk Gísladóttir, 2008). Í drögum að Landsáætlun í skógrækt var gert ráð fyrir að nota birki í rýrt land, sitkagreni og stafafuru í vel gróið land, rússalerki í rýrt land og alaskaösp í frjósamt land,“ segja Þóra Ellen og Ólafur. Þessi sundurliðun hafi þó verið tekin út í lokaútgáfu landsáætlunarinnar. Skiptir máli fyrir loftslagsbókhaldið „Ísland hefur hlutfallslega hvað minnsta skógarþekju allra þjóðríkja jarðar. Skógar á Íslandi – þar með talið lágvaxið birkikjarr – þekja í heildina um 2% landsins og áform eru uppi um að rækta skóga til viðbótar á 0,6% landsins fyrir árið 2040. Á sama tíma er áformað að hefja vinnu við aukna útbreiðslu birkiskóga þannig að þeir þeki um 5% landsins á næstu áratugum. Þó þetta sé lítið hlutfall af heildarflatarmáli landsins, getur það skipt töluverðu máli fyrir loftslagsbókhald Íslands. En skógarnir þjóna auðvitað mun fleiri hlutverkum en bara að binda kolefni. Skógarnir skapa verðmæti (þ.m.t. útivistargildi), skapa störf í dreifbýli, auka skjól, bæta vatnsbúskap, hreinsa loft, minnka hávaða og draga úr jarðvegseyðingu,“ segja þau Aðalsteinn, Arnór, Bjarni Diðrik, Brynhildur og Pétur að endingu. Ljóst er að enn eru ekki öll kurl komin til grafar í umræðunni um skógrækt og áhrif á endurkast af inngeislun sólar. „Hér er dæmi um stafafuruskóg (barrskóg) sem gróðursettur var í örfoka, sandorpið hraun á Hafnarsandi í Ölfusi árið 2009. Stafafuruskógurinn er nú kominn í mannhæð og samkvæmt Skógarkolefnisreikni (https://reiknivel. skogur.is/) er stafafuran þar enn aðeins farin að binda árlega innan við eitt tonn af CO2 á hektara. Við 30–35 ára aldur nær árleg binding hámarki, u.þ.b. 13 tonnum CO2/ha/ári. Þar við bætist binding í jarðvegi og sópi. Hægt væri að auka bindinguna enn frekar með því að gróðursetja sitkagreni, birki og fleiri tegundir, en stafafuran fóstrar og nærir trjátegundir sem eru kröfuharðari á gæði jarðvegs.“ (AS, BB, BDS, AS, PH). Mynd / Aðalsteinn Sigurgeirsson. „Áður en stafafuran á ljósmyndinni var gróðursett fyrir 15 árum var svæðið dökkur sandur og hraun, líkt og sést í forgrunni myndarinnar. Endurskinið var lágt og hitagleypnin há. Þar sem svæðið liggur nærri suðurströnd landsins er þarna vetrarmilt og situr snjór sjaldan lengi yfir vetrartímann. Ungi stafafuruskógurinn hefur frá því hann komst á legg í senn bundið kolefni og aukið endurskinið.“ (AS, BB, BDS, AS, PH). Gröf / Aðsend „Skóglendi með blöndu trjátegunda á mörkum Norðurkotslands og Snæfoksstaða í Grímsnesi á uppstigningardag, 9. maí 2024. Lauftrén eru ekki enn farin að laufgast. Ljósu trén á myndinni eru alaskaaspir og líklega með hæst endurskin. Innan um aspirnar eru sígræn sitkagrenitré, tiltölulega dökk á lit. Ung stafafura er í reitnum á hægri hönd. Gamla birkikjarrið (í forgrunni og til hægri á myndinni) er yfir árið með hæsta endurskinshlutfallið, með skýrum sveiflum milli árstíða. Á þessum árstíma er birkið dökkt á lit og endurskinshlutfallið lágt.“ (AS, BB, BDS, AS, PH). Mynd / Halldór Sverrisson „Áætluð árleg binding (í tonnum CO2 á hektara) mismunandi trjátegunda á sömu slóðum í Grímsnesi, skv. Skógarkolefnisreikni. Við þessa bindingu sem sýnd er á myndinni, bætist losun eða binding í jarðvegi og sópi. Sú binding getur numið nokkrum tonnum CO2 á hektara og ári.“ (AS, BB, BDS, AS, PH). ... þar sem snjór stendur fram eftir vori getur orðið umtalsverð aukning á ísogi sólarljóss við að planta barrskógi á svæðið.“ ÞEÞ og ÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.