Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 57
57SkoðunBændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 sem nýta sér undanþágurnar er óheimilt að neita bændum um að taka við gripum til slátrunar. Hver er vilji bænda? Eflaust eru skiptar skoðanir á meðal bænda um framangreindar undanþágur. Í viðtali við Heimildina þann 20. apríl sl. er eftirfarandi haft eftir nýkjörnum formanni Bændasamtakanna um þetta: „Ég hef bara ofboðslega mikla trú á því að það verði vel farið með þetta okkur til hagsbóta. [...] Já, þetta er mikið traust sem við leggjum á þessi fyrirtæki.“ Fráfarandi stjórnendur Bænda- samtakanna lögðu á hinn bóginn á það áherslu í umsögn við upphaflegt frumvarp að undanþágur frá samkeppnislögum þyrftu að treysta stöðu bænda, þ.á m. gagnvart afurðastöðvum, en ekki öfugt, eins og reyndin varð. Sambærileg afstaða birtist einnig í þeim könnunum sem Samkeppniseftirlitið lét gera við rannsókn á samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH-afurða. Yfir 90% sauðfjár- og hrossabænda og 75% nautgripabænda töldu samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum vera enga eða veika. Um 75% þeirra svarenda sem áttu hlut eða voru félagsmenn í afurðastöð töldu að þeir hefðu lítil áhrif á stefnu þeirra. Töldu aðeins 8% þeirra að áhrif þeirra væru mikil. Þá hafði tæplega helmingur bænda upplifað vandamál sökum skorts á samkeppni milli afurðastöðva og að þau endur- spegluðust í samráði, fákeppni og of lágu verði til bænda. Um 70% bænda töldu mikilvægt að bændum yrði auðveldað að leita til fleiri en einnar kjötafurðastöðvar í því skyni að leita betra afurðaverðs og þjónustu. Mikill stuðningur var við það að Samkeppniseftirlitið setti samrunanum skilyrði til að verja stöðu bænda. Nýsettar undanþágur fara ekki saman við afstöðu bænda samkvæmt framan- greindum könnunum. Þær eru einnig í mótsögn við reynslu nær allra ríkja heims, þess efnis að ekki sé þorandi að reiða sig einvörðungu á góðvild fyrirtækja. Þess vegna hafa ríki sett samkeppnislög og fylgja þeim eftir. Á upphafsreit? Nútíma samkeppnisreglur eiga ekki síst rætur að rekja til réttindabaráttu bænda í Bandaríkjum Norður- Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Á þeim tíma bjuggu bændur þar í landi við þröngan kost, meðal annars vegna þess að mikilvægustu viðskiptaaðilar þeirra, einkum kjötafurðastöðvar og flutningafyrirtæki, höfðu með sér samráð þannig að bændur þurftu að sæta afarkostum öflugra viðsemjenda sinna. Við þessar aðstæður bundust bændur samtökum sem þrýstu á stjórnmálamenn að koma lögum yfir fyrirtækin. Þessi réttindabarátta bænda varð að lokum til þess að fyrstu nútíma samkeppnislögin voru sett árið 1890, kennd við öldungadeildarþingmanninn John Sherman. Á svipuðum tíma voru Íslendingar að öðlast fullt verslunarfrelsi og hugur í íslenskum bændum að koma afurðum sínum í sölu og tryggja hagstæð kaup aðfanga, s.s. með stofnun verslunarfélaga og kaupfélaga. Þannig tókst bændum að tryggja forræði á framleiðslu sinni, m.a. með því að nýta hvata samkeppninnar og skapa aðhald gagnvart viðsemjendum sínum. Því miður bendir margt til þess að íslenskir bændur séu nú komnir á upphafsreit í þessu tilliti. Lokaorð Þótt bændur njóti nú tak- markaðrar verndar af ákvæðum samkeppnislaga hefur Samkeppnis- eftirlitið áfram það hlutverk að fylgja eftir banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sbr. 11. gr. samkeppnislaga, og að „gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari“, sbr. 8. gr. sömu laga. Ykkur stendur því til boða að senda Samkeppniseftirlitinu sjónarmið og ábendingar, m.a. ef þið verðið fyrir samkeppnis- hindrunum. Það er t.d. hægt að gera nafnlaust, í gegnum heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Á heimasíðunni er jafnframt hægt að nálgast ítarlegri umfjöllun Samkeppniseftirlitsins um þessi mál, s.s. umsagnir nr. 3/2024, 2/2024 og 20/2022, ákvörðun nr. 12/2021 og skýrslu nr. 4/2022. Megi ykkur farnast sem allra best. Höfundur er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hafi bændur til dæmis samráð sín á milli um að skapa aðhald gagnvart kjötafurðastöðvum, gerir löggjafinn ráð fyrir að ákvæði samkeppnislaga gildi fullum fetum um slíkt samráð. ...                        Ferðaþjónustu- Sumarhús-Gestahús Til sölu, 29 fm hús, tilbúin til flutnings. Fullbúin að utan og klædd að innan. Verð kr. 12,9 milljónir._________________________________________________ Nánari upplýsingar í s. 896-3896 & 899-5504
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.