Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 8
8 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024
Það er gott að eiga stað fyrir sláttuvélina, grillið, hrífuna og dekkin...
VANTAR ÞIG PLÁSS?
VORTILBOÐ 2024 FÆST Í VEFVERSLUN
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
KOFAR OG HÚS
Síðan 2012
BREKKA 34 - 9 fm
519.000 kr.
25%
afsláttur
692.000 kr.
NÝTT
EYRI - 15 fm
895.000 kr.
25%
afsláttur
1.193.000 kr.
STAPI - 14,98 fm
825.000 kr.
25%
afsláttur
1.100.000 kr.
SENDUM HVERT Á
LAND SEM ER
OPIÐ FYRIR
PANTANIR
Kornræktarfélag Suðurlands:
Verður milliliður milli
ræktenda og kornstöðva
Starfsemi Kornræktarfélags
Suðurlands var endurvakin á
fundi kornbænda í Gunnarsholti
24. apríl.
Hugmyndin er að félagið verði
milliliður í viðskiptasambandi korn-
bænda og kornstöðva á svæðinu og
undirbúningur fyrir næsta skref sem
er stofnun kornsamlags.
Björgvin Harðarson, svína- og
kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi, var kjörinn í stjórn
félagsins og segir hann að með því að
félagið sé endurvakið núna sé tekið
skref í átt að stofnun kornsamlags.
„Munurinn er sá að kornsamlagið
yrði í sérstöku eignarhaldsfélagi sem
kornbændur myndu leggja peninga
inn í. Þeir verða þá að leggja mat á
hvernig kornræktin muni ganga hjá
þeim almennt séð áður en kemur til
fjárútláta.“
Björgvin segir að félagsaðild að
Kornræktarfélaginu verði eins og
önnur aðild að Búnaðarsambandi
Suðurlands.
Kornræktarfélagið
verði milliliður
„Hugmyndin er að Kornræktarfélag
Suðurlands verði nú ákveðinn
milliliður milli kornræktenda
og kornstöðvanna sem eru nú
þegar til staðar hér á Suðurlandi
sem munu nú eflast vegna þess
fjárfestingastuðnings sem stjórnvöld
hafa sett inn í greinina,“ heldur
Björgvin áfram.
„Þannig verður stöðvunum gert
kleift að taka við korninu frá bændum
sem geta þá farið að máta sig við
framleiðslu á fóðurkorni til að setja
á markað í raun. Þeir eru í raun ekki
vanir því að framleiða söluvöru og
þurfa tíma til að prófa sig áfram
með hvernig það gengur áður en þeir
verða tilbúnir til að leggja fjármuni
í verkefnið.
En auk þess að skuldbinda sig
með því að kaupa hlut í samlaginu
verða þeir að skuldbinda sig til að
leggja inn korn til þurrkunar.
Stuðningur st jórnvalda
virkar þannig að 40 prósent af
fjárfestingarkostnaði í greininni
kemur frá ríkinu en 60 prósent
verða að koma frá þeim sem
hyggjast fjárfesta í nýjum stöðvum
eða stækkunum – þá bændur eða
aðrir fjárfestar. Það geta verið alls
konar fjárfestar, til dæmis fiskeldis-
fyrirtæki, fóðurframleiðendur,
brugg-verksmiðjur og aðrir þeir sem
vilja kaupa íslenskt korn,“ útskýrir
Björgvin.
Gæðastaðlar fyrir kornvöru
Björgvin bendir á að það sé allt
annar hlutur að framleiða eigið
fóðurkorn eða kornvöru sem á að
selja á markaði. Því þurfi bændur
margir hverjir að setja sig í alveg
nýjar stellingar þar sem huga
þurfi að ákveðnum gæðastöðlum.
Fjárfestingarstuðningurinn muni
nýtast líka til þess að stöðvar geti
bætt sína aðstöðu til kornmóttöku
og gæðamats. Næstu skref verði að
fræða bændur um gæðastaðla svo
þeir geti byrjað að rækta og þreskja
korn til sölu.
Að sögn Björgvins geta þær
fjórar stöðvar sem séu starfhæfar
á Suðurlandi afkastað á bilinu
tveimur til fimm þúsund tonnum
á ári, en þær eru í Birtingarholti í
Hrunamannahreppi, í Gunnarsholti
á Rangárvöllum, á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum og á Sandhóli í
Meðallandi.
Auk þess er Eimverk með
kornþurrkstöð í Bjálmholti í Holtum.
Með honum í nýrri stjórn
Kornræktarfélagsins eru Haraldur
Ívar Guðmundsson á Reykhóli,
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri,
Örn Karlsson á Sandhóli og Sigurjón
Eyjólfsson í Eystri-Pétursey. /smh
Frá kornuppskeru í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Mynd / Auðunn Magni Björgvinsson
Merking búfjár:
Fresta banni við endurnýtingu
Bændum verður heimilt að
endurnýta örmerki í sláturtíð 2024
og nota þau til 1. nóvember 2025.
Í tilkynningu frá matvæla-
ráðuneytinu kemur fram
að ráðuneytið hafi upplýst
eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um
að það hyggist fresta gildistöku
breytingareglugerðar um merkingu
búfjár því ljóst þyki að bændur þurfi
meiri tíma til að aðlagast kröfum um
einnota merki. Frekari framlenging
mun þó ekki koma til skoðunar.
Ekki skylda að örmerkja
Bændum hefur verið heimilt að
nota sömu merki aftur eftir að
þau væru þvegin og sótthreinsuð.
Matvælastofnun tilkynnti hins
vegar í maí 2023 að endurnýting
eyrnamerkja í eyru búfjár yrði
óheimil frá 1. júlí nk., eftir að
ESA gerði athugasemd við slíka
endurnýtingu í úttekt.
ESA þótti heimildin í andstöðu
við EES-reglur sem gilda um
auðkenningu landdýra í haldi.
Íslenskum bændum er ekki skylt
að örmerkja sauðfé á grundvelli
EES-reglna þar sem fjöldi
lifandi fjár er undir 600.000, skv.
undanþáguákvæði í reglugerð ESB
sem Ísland hefur innleitt. Bændum
ber þó að merkja ásetningsfé með
forprentuðu plötumerki í eyra og
verður slíkt merki að vera einnota
frá 1. nóvember 2025.
Undanþága ekki möguleg
Matvælaráðuneytið hefur fundað
með Bændasamtökum Íslands
þar sem farið hefur verið yfir
það að ráðuneytið muni gera það
sem mögulegt er innan þeirra
skuldbindinga sem Ísland hefur
undirgengist með EES-samningnum
til að auðvelda bændum að merkja
sauðfé í samræmi við þær kröfur
sem gerðar eru með sem minnstum
tilkostnaði.
Það er meðal þess sem kemur fram í
svari matvælaráðherra við fyrirspurn
Njáls Trausta Friðbertssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins,
um endurnýtingu örmerkja.
Njáll Trausti spurði meðal annars
hvaða áhrif það hefði ef á Íslandi yrði
áfram leyfð endurnýting örmerkja í
sauðfjárbúskap.
Í svari matvælaráðherra segir
að ef Ísland stendur ekki við þær
skuldbindingar sem það hefur
undirgengist gæti það leitt til þess að
ESA opni brotamál gagnvart Íslandi.
/ghp
Þó bændum beri að merkja ásetnings-
fé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Mynd /ghp
Ábúendurnir í Hafrafellstungu
í Öxarfirði fengu nafnbótina
Bændur ársins 2023 í Norður-
Þingeyjarsýslu. Upphefðin
var veitt af búnaðarsambandi
sýslunnar.
Frá þessu er greint á vef
Loftslagsvæns landbúnaðar, en
Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki
Fannar Karlsson í Hafrafellstungu
hafa verið þátttakendur í verkefninu
síðan 2021. Þau reka sex hundruð
og fimmtíu kinda sauðfjárbú og
hafa unnið að því að auka afurðir
samhliða því að bæta nýtingu tilbúins
og lífræns áburðar og minnka
olíunotkun.
Í umsögn Einars Ófeigs
Björnssonar, formanns búnaðar-
sambandsins, segir að Hafrafellstunga
sé fyrirmyndarbú.
Meðalþyngd sláturlamba hafi
verið góð, með mikil kjötgæði og
hæfilega fitu ásamt því sem þau
hafi selt talsvert af líflömbum.
Einar bendir einnig á að Eyrún Ösp
og Bjarki Fannar hafi lagt mikinn
metnað í innleiðingu arfgerða
sem veiti vernd gegn riðu í sauðfé
ásamt því að standa fyrir sýnatöku
á arfgerðum í eigin hjörð. /ál
Bændur ársins í
Norður-Þingeyjarsýslu
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún
Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Mynd / Berglind Ýr Ingvarsdóttir
Tíu milljónum króna var fyrir
skemmstu úthlutað af innviða-
ráðuneytinu til verkefnisins
Sjávarfalla.
Sjávarföll eru verkefni Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi og
fjárveitingin hluti af styrkjum
til sértækra verkefna á sóknar-
áætlunarsvæðum samkvæmt
byggðaáætlun.
Verkefnið Sjávarföll er
þróunarverkefni fyrir vörur
sem grundvallast á íslenskum
matarhefðum og nýrri
framleiðslu. Er gert ráð fyrir að
fara í markaðsgreiningu, aukið
samstarf, eflingu vöruþróunar og
þekkingaryfirfærslu.
Í heild var 130 m.kr. veitt til tíu
verkefna sjö landshlutasamtaka.
Markmiðið með framlögunum er að
tengja sóknaráætlanir landshluta við
byggðaáætlun og færa heimafólki
aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna.
Áhersla er lögð á að styrkja svæði
þar sem er langvarandi fólksfækkun,
atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
Verkefni sem hljóta styrk skulu
nýtast einstökum svæðum eða
byggðarlögum innan landshlutans,
eða landshlutanum í heild.
Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs
og atvinnustig og meðaltekjur
var meðal þess sem lagt var til
grundvallar við mat á umsóknum.
/sá
Styrkja vöruþróun út
frá matarhefð