Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 65
65Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024
Nafn: Salka Dögg
Sigurðardóttir.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Fiskur.
Búseta: Hafnarfjörður.
Skóli: Lækjarskóli.
Skemmtilegast í
skólanum: Að hitta
vini mína, en einnig
heimilisfræði, textíll og
íþróttir.
Áhugamál: Föndra og
syngja.
Tómstundaiðkun: Er í
dansskóla Brynju Péturs að
læra hip hop dans.
Uppáhaldsdýrið: Öll dýr í
heiminum.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Uppáhaldslag: Á ekkert eitt
uppáhaldslag, finnst mörg lög
skemmtileg.
Uppáhaldslitur: Grænn og
fjólublár.
Uppáhaldsmynd: Það eru reyndar
þættir sem heita Demon Slayer.
Fyrsta minningin: Þegar ég var
að borða graut með öllu andlitinu
og Hekla (litla systir) var ekki
komin.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú hefur gert: Lifa!
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór: Söngkona.
Setja skal inn tölur frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt
– og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins
Þung Þyngst
Létt Miðlungs
Prjónaður toppur úr DROPS Belle.
Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni,
neðan frá og upp.
DROPS Design: Mynstur vs-093
Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)
Ummál: 76 (82) 94 (104) 122 (128)
cm Málin á teikningu sýna flíkina
full strekt, toppurinn verður minni
vegna stroffprjóns. Toppurinn kemur
til með að vera teygjanlegur, þannig
að prjónaðu þá stærð sem þú gerir
vanalega.
Garn: DROPS BELLE (fæst í
Handverkskúnst)
250 (250) 300 (300) 350 (350) g litur
á mynd nr 15, gallabuxnablár
Prjónar: Hringprjónn 60 cm, nr 4
eða sú stærð sem gerir 21 lykkjux 28
umferðir = 10x10 c m
Garðaprjón (prjónað fram og til
baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt
í öllum umferðum.
TOPPUR – stutt útskrýring á
stykki: Stykkið er prjónað í hring á
hringprjóna neðan frá og upp.
FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið
upp 144 (156) 180 (204) 240 (252)
lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS
Belle. Prjónið stroffprjón hringinn (2
lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Setjið
1 prjónamerki á milli 2 lykkja slétt í
hvora hlið og látið prjónamerkin fylgja
með í stykkinu = 72 (78) 90 (102) 120
(126) lykkjur á milli prjónamerkja.
Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út
um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur
slétt (með prjónamerki) – útauknar
lykkjur eru prjónaðar brugðið. Aukið
svona út hvoru megin við 2 lykkjur slétt
með 5 (5) 6 (6) 7 (7) cm millibili alls
4 sinnum = 160 (172) 196 (220) 256
(268) lykkjur. Þegar stykkið mælist
26 (27) 28 (29) 30 (31) cm, fellið af 6
(6) 6 (10) 10 (10) lykkjur í hvorri hlið
fyrir handveg (= 2-2-2-4-4-4 lykkjur
brugðið, 2 lykkjur slétt (= prjónamerki
situr á milli þessa 2 lykkja) og 2-2-2-
4-4-4 lykkjur brugðið). Setjið síðustu
74 (80) 92 (100) 118 (124) lykkjur á
þráð fyrir bakstykki.
FRAMSTYKKI: = 74 (80) 92 (100)
118 (124) lykkjur. Prjónið 2 (2) 2 (4) 4
(4) umferð fram og til baka yfir þessar
lykkjur í stroffprjóni eins og áður, en 2
ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar
í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að
ofan. Setjið síðan lykkjur á þráð.
BAKSTYKKI: Setjið til baka 74-80-
92-100-118-124 lykkjur af þræði frá
bakstykki á hringprjón 4 og prjónið
alveg eins og á framstykki. Nú eru
stykkin sett saman við berustykki eins
og útskýrt er að neðan.
BERUSTYKKI: Prjónið stroffprjón
yfir lykkjur á bakstykki, fitjið laust upp
44 (44) 50 (50) 56 (56) nýjar lykkjur
fyrir fyrri ermi, setjið til baka lykkjur
af þræði (= framstykki) á prjóninn og
prjónið stroffprjón yfir þessar lykkjur,
fitjið laust upp 44 (44) 50 (50) 56 (56)
nýjar lykkjur fyrir hina ermina = 236
(248) 284 (300) 348 (360) lykkjur.
Héðan er nú stykkið mælt.
LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR
EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM. Haldið
áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt,
4 lykkjur brugðið) – passið uppá að
lykkjurnar passi yfir framstykki og
bakstykki.
STÆRÐ S (M) L: JAFNFRAMT í 1.
umferð er fækkað um 2 lykkjur jafnt
yfir 6 lykkjur í byrjun / lok bæði á
framstykki og bakstykki (alls 8 lykkjur
færri) = 228 (240) 276 (300) 348 (360)
lykkjur.
ALLAR STÆRÐIR: Nú er prjónað
áfram stroffprjón (2 lykkjur slétt, 4
lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist
4 cm er önnur hver eining með 4
lykkjur brugðið fækkað til 3 lykkjur
brugðið, haldið áfram í stroffprjóni.
Þegar stykkið mælist 6 (6) 6 (7) 7 (7)
cm, fækkið þeim brugðnu einingum
sem eftir eru frá 4 lykkjur brugðið
til 3 lykkjur brugðið = 190 (200)
230 (250) 290 (300) lykkjur. Haldið
áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 3
lykkjur brugðið). Þegar berustykkið
mælist 8 (9) 9 (9) 10 (10) cm, fækkið
öllum brugðnu einingum frá 3 lykkjur
brugðið til 2 lykkjur brugðið. Haldið
áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 2
lykkjur brugðið) þar til berustykkið
mælist ca 10 (11) 10 (11) 12 (13) cm.
Stærð S og M er nú lokið, fellið af með
sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur
og brugðnum lykkjum yfir brugðnar
lykkjur.
STÆRÐ L (XL) XXL (XXXL): Þegar
stykkið mælist 10 (11) 12 (13) cm,
fækkið annarri hverri einingu brugðið
frá 2 lykkjur brugðið til 1 lykkja
brugðið. Haldið áfram í stroffprjóni.
Þegar stykkið mælist 12 (13) 14 (15)
cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir
sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum
yfir brugðnar lykkjur. Klippið þráðinn
og festið.
Prjónakveðja,
Stelpurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Hannyrðir:
Billy Jean
Erfinginn:
Lífsglöð söngkona
Við hvetjum sem flesta til að hafa samband sem langar að taka þátt!
sigrunpeturs@bondi.is
Hún Salka Dögg er hress og kát níu ára stúlka sem leggur stund á hip
hop dans, þykir vænt um öll heimsins dýr og finnst gaman að syngja.
Hamrahlíð 17
Hús Blindrafélagsins
Sími • 552-2002
ÓDÝR
Margskipt gleraugu
Verð 39.900 kr
Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur)
Gleraugu með glampa og rispuvörn
Sérsmíðum samdægurs í
styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0
19.900 kr.
Margskipt gleraugu
Margskipt gler frá Essilor
(afgreiðslutími +/- tv r vikur)
39.900 kr.
gleraugu
umgjörð og gler