Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024Viðtal Magnús og Ingibjörg eru bæði úr Austur-Húnavatnssýslu og voru ekki með sérstakan hug á því að flytjast búferlum, enda stóð alltaf til að Magnús tæki við sauðfjárbúi foreldra sinna á Helgavatni í Vatnsdal. Magnús frétti síðan af því að þáverandi ábúendur á Bergsstöðum stefndu að því að minnka búið talsvert eða hætta og einbeita sér að öðrum störfum, en hann hafði kynnst þeim eftir að hafa rúið kindurnar þeirra nokkrum sinnum. Magnús sló á þráðinn í maí 2019 og lýsti yfir áhuga sínum á að hann og Ingibjörg keyptu Bergsstaði og allt sem þeim fylgir. „Hann hringdi eftir tvo daga til baka og sagðist alveg vera til í að skoða þetta,“ segir Magnús. Hann bætir við glettinn að tímasetning símtalsins hafi verið honum í vil, enda var það á miðjum sauðburði þegar bændur eru alveg bugaðir og vilja fegnir losna. Ábúendaskiptin hröð Í júní fóru Magnús og Ingibjörg að Bergsstöðum til að skoða aðstæður og setjast að samningaborðinu. Þar var þeim gefið upp verð sem þau gengu að og var því farið að skipuleggja ábúendaskiptin. Unga parið fór svo á Vatnsnesið um haustið til að taka þátt í smalamennskum og hjálpa til við val á ásetningsfé. Formleg ábúendaskipti voru síðan 1. nóvember 2019 og fluttu fyrri ábúendur á Hvammstanga sem er í tuttugu kílómetra fjarlægð. Ungu bændurnir segja að það hafi ekki verið neitt yfirfærslutímabil, heldur hafi skiptin verið býsna hröð. Fyrri ábúendur séu hins vegar alltaf til staðar og samgangurinn enn mikill. „Ég hringdi mikið fyrsta árið til að vita hvar hlutirnir væru og hvernig sumt virkaði. Svo hjálpaði hann mér af stað með samstæðuna, en ég hafði aldrei rúllað áður,“ segir Magnús. Tilfinningin þegar þau fluttu hafi verið skrýtin, eins og þau orða það. Þetta hafi verið á laugardegi og allt gert í miklum flýti. Magnús segir að fyrri ábúendur hafi séð fram á mikla fyrirhöfn við að bera út frystikistuna sína úr kjallaranum, en þá brugðu þau á það ráð að gera með sér skipti þar sem unga parið átti nákvæmlega eins frystikistu. Þar með hafi þau ekki þurft að bera eina út og aðra inn. Óveður á fyrstu vikunum Nokkrum vikum eftir að þau fluttu reið óveður yfir landshlutann sem hafði í för með sér rafmagnsleysi og lokanir á vegum. Þar sem þau voru nýflutt áttu þau lítið til að bjarga sér og síðustu klukkutímarnir í tveggja sólarhringa rafmagnsleysi hafi verið kaldir. „Það var skrýtið að vera tvö ein á nýjum stað,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að samfélagið sé mjög gott og margir sveitungar þeirra og íbúar á Hvammstanga sem þau þekktu ekki mikið hafi hugsað til þeirra og hringt til að athuga hvernig þau hefðu það. Haustið 2020 eignuðust þau sitt fyrsta barn og segir Ingibjörg það hafa verið sérstakt að vera með hvítvoðung í haustverkunum. Þá kom næsta barn í apríl 2022, eða rétt fyrir sauðburð, sem hafi heldur ekki verið besta tímasetningin til barneigna, segir Ingibjörg í kímni. Nú sé þriðja barnið væntanlegt í lok maí. Framfarir í afurðum hvetjandi Á Bergsstöðum er fimm hundruð og fimmtíu kinda sauðfjárbú. Þau fjölguðu fénu síðasta haust og sjá þau næstum alltaf framfarir í afurðum, sem Magnús segir vera hvetjandi og sýna að þau séu að gera eitthvað rétt. Nú séu þau farin Vestur-Húnavatnssýsla: Áhugi og metnaður skipta máli – Ungir bændur keyptu sauðfjárbúið á Bergsstöðum á Vatnsnesi af vandalausum án þess að það væri auglýst Ingibjörg Jónína Finnsdóttir og Magnús Örn Valsson fréttu af því að fyrri ábúendur á Bergsstöðum vildu hætta með sauðféð. Hann hafði því samband við bóndann að fyrra bragði og stakk upp á því að þau myndu taka við keflinu, sem gekk eftir og keyptu þau jörðina í lok árs 2019. Myndir / ál Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Á Bergsstöðum á Vatnsnesi er 550 kinda sauðfjárbú. Aðstaðan er góð þar sem stutt er í beitarhagana og fjárhúsin vel útbúin. Sauðburður var nýbyrjaður þegar blaðamaður heimsótti Ingibjörgu og Magnús. Hér er gemlingur að kara lamb sem bar nokkrum mínútum áður. Magnús Örn Valsson og Ingibjörg Jónína Finnsdóttir hafa stundað sauðfjárbúskap á Bergsstöðum síðan haustið 2019. Þau keyptu jörðina af óskyldu fólki og var hún aldrei auglýst, heldur hafði Magnús samband við fyrri ábúendur að eigin frumkvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.