Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Upplýsingar um dreifingarstaði er að finna á vef Bændablaðsins: www.bbl.is Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar kr. 17.500 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 13.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Útgefandi: Bændasamtök Íslands. Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænda- samtökum Íslands (BÍ), er nýr stjórnarformaður uppruna- merkisins Íslenskt staðfest. BÍ eiga og reka merkið sem stofnað var til á árinu 2022 og nær yfir íslenskar matvörur og blóm. Herdís segir að sér og mörgum öðrum hafi að undanförnu verið tíðrætt um mikilvægi og sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu. „Við búum að dýrmætum kostum í innlendri matvælaframleiðslu sem ekki má taka sem gefnum. Þar má nefna auðveldan aðgang að hreinu neysluvatni, jarðvegsgæði og heilbrigði bústofna. Notkun varnarefna í landbúnaði er í algjöru lágmarki og sömuleiðis erum við stolt af því að Ísland er eitt þeirra landa í heiminum sem notar hvað minnst af sýklalyfjum í landbúnaði. Þetta er okkur mikilvægt og flest viljum við halda uppi háum gæðastuðli á okkar vörum.“ Fánalitirnir engin trygging Hún segir að í umræðu um þverrandi tollvernd hafi BÍ lengi bent á að íslenskir framleiðendur búi ekki við sanngjarna samkeppnisstöðu þar sem innfluttar vörur komi margar frá löndum þar sem bæði framleiðslukröfur og launakostnaður séu lægri. „Við viljum síður gefa eftir í gæðakröfum íslenskrar framleiðslu til að mæta þessari samkeppni en verðum að tryggja að fólkið sem starfar við framleiðsluna, alla virðiskeðjuna, fái sambærileg laun og aðrar starfsstéttir í landinu. Ég er stolt af íslenskri búvöru, þeim gæðastaðli sem frumframleiðslan er á og vöruþróun út á markað hefur tekið miklum framförum á síðustu árum svo eftir hefur verið tekið. Þó eigum við enn inni mikil tækifæri til að ná lengra á þeim velli ásamt frekari nýsköpun og nýtingu hliðarafurða. Ef við viljum standast samkeppni án þess að gefa eftir gæði í framleiðslunni er grundvallaratriði að neytendur eigi þess auðveldlega kost að velja íslenskt og að íslenskri framleiðslu sé gert hátt undir höfði. Því miður hefur það sýnt sig að íslensku fánalitirnir eru ekki alltaf trygging fyrir að varan sé íslensk og merkingar geta oft verið afar villandi fyrir neytendur. Það eru ekki síst neytendur sem hafa kallað eftir betri merkingum og merkið Íslenskt staðfest er svar við þeirri eftirspurn,“ segir Herdís. Virðisauki fyrir alla framleiðslukeðjuna Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands undirrituðu í maí 2021 samning um gerð íslensks búvörumerkis. Herdís segir að merkið hafi verið í vöggu Bændasamtakanna í nokkur ár en hún sé á þeirri skoðun að fleiri þurfi nú að koma að merkinu. „Meginmarkmið merkisins er að tryggja skýrari merkingar fyrir neytendur en um leið á það að vera virðisaukandi fyrir fram- leiðendur innlendra matvara, alla framleiðslukeðjuna. Við höfum fyrir- mynd að þessu erlendis þar sem til dæmis eignarhaldi Svenskmårkning er þrískipt milli bænda, afurðastöðva og svo samtökum verslana. Það er sameiginlegur hagur allra hlutaðila að standa saman að því að gera íslenskri matvælaframleiðslu hærra undir höfði og tala hana upp. Markmiðið er einnig að auka meðvitund og áhuga neytenda á að versla íslenska vöru. Í framhaldi af því að koma Íslenskt staðfest á vörur í smávöruverslun verður mikilvægt að vinna að bættum merkingum á veitingastöðum og mötuneytum. Þar er erfiðara fyrir neytendur að gera sér grein fyrir uppruna vörunnar og við vitum að stór hluti innfluttra matvæla fer þar í gegn á degi hverjum. Merkið gæti þannig til dæmis nýst í að gera þeim veitingahúsum hærra undir höfði sem gera út á að notast við íslenskt hráefni.“ Samtalið við afurðastöðvar Merkið og staðall þess er að fyrirmynd merkja sem eru vel þekkt á Norðurlöndunum, að sögn Herdísar. „Það er mikilvægt að við eigum gott samtal við fyrirtækin til að koma merkinu á vörur, frá þeim höfum við fengið praktískar ábendingar um staðal merkisins og önnur atriði er snúa að því að taka merkið upp. Þessi atriði er sjálfsagt að taka til skoðunar til að auðvelda framleiðendum að taka upp merkið. Það er þó númer eitt, tvö og þrjú að tryggja trúverðugleika merkisins og það gerum við með skýrum staðli og úttekt af hendi þriðja aðila. Framleiðendur greiða gjald fyrir að taka upp merkið og einhver hafa gagnrýnt gjaldið en það skal ítrekað að þetta gjald er einungis hugsað til þess að standa undir rekstrarkostnaði. Gjaldinu verður reynt að halda í lágmarki. Íslenskt staðfest er upprunamerki fyrir íslenska matvöru og blóm. Það er svar við kalli neytenda auk þess að vera sameiginlegur starfsgrundvöllur fyrir alla hagaðila virðiskeðjunnar til að lyfta upp gæðum og sérstöðu innlendrar framleiðslu með aukinni fræðslu og tengingu við neytendur.“ /smh Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur Að fletta blaðinu Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más Harðarsonar úr 11. tölublaði 2023 var valin ein af bestu fréttamyndum ársins. Ljósmyndin er átakanleg, skýr og mögnuð. Hún sýnir sauðfjárbændur í Miðfirði, þau Dagbjörtu Diljá Einþórsdóttur og Ólaf Rúnar Ólafsson á Urriðaá og Ara G. Guðmundsson og Elínu Önnu Skúladóttur á Bergsstöðum undir táknrænni birtu inni í tómu fjárhúsi eftir niðurskurð á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur eftir að riða kom þar upp síðastliðið vor. Með sterkri myndrænni framsetningu og faglegri miðlun á eftirmálum riðuveiki lagði blaðið sitt á vogarskálarnar við að koma á framfæri nauðsyn þess að endurskoða regluverk um aðgerðir gegn riðuveiki í sauðfé. Í samráðsgátt stjórnvalda má nú finna drög að landsáætlun um riðuveikilaust Ísland en bændum sem vilja hafa áhrif á þessa stefnu er bent á að senda inn umsögn fyrir tuttugasta þessa mánaðar. Erfið staða prentaðra fjölmiðla er meðal umræðuefnis á málstofunni Finnum lausnina á Bransadögum næstkomandi föstudag. Þar heldur sérfræðingur í málefni miðlunar á prentuðu efni erindi en auk þess mun undirrituð, ásamt Páli Ketilssyni frá Víkurfréttum, sitja í pallborði og ræða stöðu ímyndar og dreifingar á prentuðu markaðsefni og dagblöðum á Íslandi. Prentaðir fjölmiðlar eiga undir högg að sækja gagnvart stafrænni miðlun. Prentkostnaður hefur aukist, dreifing er orðin bæði erfið og dýr. Fólk sækir í auknum mæli upplýsingar í gegnum óravíddir vefsins og því eiga áþreifanlegir prentmiðlar í samkeppni um athygli við iðandi gagnvirkni. Algrím sjá til þess að viðhalda athygli lesandans með því að leggja til næsta efni, sem valið er í samræmi við það fyrra. Kanínuholurnar virðast endalausar, töfrandi og hræðilegar í senn. Stafræna umhverfið er tímaþjófur og er að valda aukinni skautun og upplýsingaóreiðu. Prentmiðlar og línuleg dagskrá heyra undir hinn enda miðlunarlitrófsins, hvar efni er ekki sérvalið fyrir tiltekinn lesanda þótt ritstjórnarstefna og yfirlýsing fjölmiðils beri vott um þau málefni sem tekin eru fyrir. Í tilfelli Bændablaðsins er viðfangsefnið nokkuð skýrt þótt víðtækt sé. Umfjöllun um landbúnað og dreifbýli er nátengt ýmsu sem fólk, óháð búsetu og starfsstétt, getur haft áhuga á, svo sem umhverfismál, vísindi, heilsu, menningu og samfélagsmál. Þetta tölublað er, eins og reyndar alla jafna, stútfullt af fjölbreyttu efni. Við tölum t.d. við unga sauðfjárbændur á Vatnsnesi, stórhuga framleiðanda wasabi og aspar á Fljótsdalshéraði, athafnasaman hrossaræktanda undir Eyjafjöllum og framkvæmdaglaða kornframleiðendur á Norðurlandi. Hér má einnig finna fróðleik í formi faggreina og viðtala við vísindamenn sem fjalla meðal annars um aðbúnað kúa, landnýtingu, skógrækt, belgjurtir og mjölorma. Orkumál, gallafatnaður, hugaríþróttir og forsetakosningar fá líka svigrúm. Það sem aðskilur prentmiðil frá hinum stafræna er að með lestri áþreifanlegs blaðs getur þú, óháð klæðskerasniðnu vali algríms, viðað að þér hinni ótrúlegustu þekkingu sem þér hefði kannski ekki dottið í hug að smella á. Þannig getur lesandi sem grípur Bændablaðið til þess að leysa krossgátur og klippa út prjónauppskriftina öðlast í kaupbæti grunnþekkingu á lífrænum áburði, vindorku og tollvernd – og tekið þátt í skörpum umræðum í hvaða heita potti sem er. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Prentaðir fjölmiðlar eiga undir högg að sækja gagnvart stafrænni miðlun. Úrval af sáðvöru Pantaðu á bustolpi.is Herdís Magna Gunnarsdóttir er nýr stjórnarformaður Íslenskt staðfest. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.