Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 60
60 Líf & starf Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 STÁLGRINDARHÚS STÖÐLUÐ Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu- og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Hafðu samband: bondi@byko.is Garðyrkjuverðlaun voru veitt á hinni árlegu hátíðarathöfn Garð- yrkjuskólans á sumardaginn fyrsta. Friðrik Baldursson, garðyrkju- fræðingur og garðyrkjustjóri Kópavogs, hlaut heiðursverðlaun. Friðrik tók við verðlaununum af forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum að Reykjum á sumardaginn fyrsta. Friðrik er fæddur og uppalinn í Kópavogi og ævistarf hans var að fegra og rækta Kópavog að því er fram kom í ræðu Guðna. „Hann nam skrúðgarðyrkju hjá þáverandi garðyrkjufulltrúa Kópavogsbæjar, Kristjáni Inga Gunnarssyni, og tók við af honum. Árið 1993 tók hann við stöðu garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og hefur sinnt því starfi síðan. Friðrik útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur vorið 1984 og hlaut meistararéttindi í skrúðgarðyrkju árið 1988 hjá Hermanni Lundholm. Hann lauk síðan diplómanámi í skrúðgarð- yrkjutækni frá Garðyrkjuskólanum 2005, en þar var hann í um 20 ára skeið fulltrúi í fagnefnd skrúðgarðyrkju frá árinu 1998. Friðrik var í 5 ár formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga (SAMGUS) og hefur átt sæti í fjölda starfshópa er varða skrúðgarðyrkjufagið og fleira tengt garðyrkju og ræktun. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir sín störf á löngum ferli. Í frítíma sínum hefur Friðrik tekið saman heildaryfirlit yfir þær tegundir trjáa og runna sem hafa verið ræktaðar á Íslandi í gagnagrunninum Berki og er hann uppfærður árlega með upplýsingum um það hvar viðkomandi plöntur eru til sölu. Sambærilegt rit um fjölærar plöntur hefur einnig litið dagsins ljós. Í gegnum tíðina hefur Friðrik komið að kennslu á skrúðgarðyrkjubraut Garðyrkjuskólans og fjöldi nemenda hefur einnig verið í verknámi undir hans handleiðslu.“ Af sama tilefni var Bjarka Jónssyni, eiganda Skógarafurða ehf., veitt hvatningarverðlaun garðyrkjunnar. „Skógarafurðir er eitt af leiðandi fyrirtækjum á Austurlandi hvað varðar sjálfbærni og umhverfisstefnu. Öll framleiðslan er kolefnishlutlaus, meðal annars framleiðir það sína eigin varmaorku úr afskurði og er nú allt hráefni sem kemur í vinnsluna fullnýtt,“ segir í umsögn. Þá var Helgu Rögnu Pálsdóttur, garðyrkjufræðingi og eiganda gróðrarstöðvarinnar Kjarrs í Ölfusi, veitt viðurkenning fyrir verknámsstað garðyrkjunnar árið 2024. Garðyrkjuverðlaunin eru veitt árlega í samstarfi Garðyrkjuskólans, Félags skrúðgarðyrkjumeistara, Félags garð- og skógarplöntu- framleiðenda, SAMGUS (Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra hjá sveitarfélögum) og VOR – verndun og ræktun. /ghp Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun Að vanda opnaði Garðyrkjuskólinn á Reykjum dyr sínar fyrir gestum og gangandi á sumardaginn fyrsta. Handhafar garðyrkjuverðlauna 2023, þau Helga Ragna Pálsdóttir, Friðrik Baldursson og Bjarki Jónsson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Mynd / Guðríður Helgadóttir Hrútavinafélagið Örvar á Suður- landi heiðraði hjómsveitina Æfingu þann 4. maí þegar götusund á Flateyri var nefnt eftir sveitinni og fékk nafnið Æfingarsund. Það var Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, sem festi skiltið upp en hann mun vera einn helsti sérfræðingur sögu þessa svæðis, að sögn Björns Inga Bjarnasonar, forseta Hrútavinafélagsins Örvars. Að sögn Björns Inga varð félagið til á hrútasýningu á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999. Hljómsveitin Æfing frá Flateyri hafi þá mætt á hrútasýningu og slegið í gegn að venju. „Félagið er því 25 ára og er því fagnað á ýmsan hátt þetta árið. Hrútavinafélagið er hópur fólks á Suðurlandi, blanda aðfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og starfar að þjóðlegu mannlífi og menningararfleifð til sjávar og sveita. Guðfaðir Hrútavinafélagsins er Bjarkar Snorrason, fyrrverandi bóndi að Tóftum, og heiðursforseti er Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum og fyrrverandi landbúnaðarráðherra til margra ára.“ Björn Ingi segir að forsöguna megi rekja til þess þegar götusundið hafi verið gengið að kvöldi 27. desember 1968 þegar Æfing kom fram í fyrsta sinn í lok fundar hjá Verkalýðsfélaginu Skildi. Hann segir að þetta áður nafnlausa götusund eigi sér merkan sess í mannlífs- og menningarsögu Flateyrar til áratuga. Með þessu sé hljómsveitin komin í hóp með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, en þar sé Geislagata nefnd henni til heiðurs. Sérstaklega sé þetta merkilegt fyrir Ingólf R. Björnsson, sem hafi á sínum tíma verið í Geislum og svo í Æfingu. /smh Flateyri: Gata nefnd eftir hljómsveit Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, og Siggi Björns tónlistarmaður í Æfingu. Garðyrkjuframleiðendur seldu ferskar afurðir. Myndir / ghp Ketilkaffið rómaða var á sínum stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.