Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024
Þetta segir Edda Björnsdóttir,
skógarbóndi og fyrsti framkvæmda-
stjóri Landssamtaka skógareigenda.
Hún býr á Miðhúsum sem er í útjaðri
Egilsstaða. Á Miðhúsum eru elstu
trén yfir 30 ára gömul. Hún tekur
vel eftir aukinni umferð göngufólks í
skógi sínum sem og skógum almennt
á Héraði. Fólk er fyrst og fremst að
stunda útivist en einnig er það að
nýta afurðir skógarins svo sem ber
og sveppi.
Áhrifa bændaskógræktar
gætir víða um sveitir austanlands.
Áhrifin eru sennilega mun meiri en
samtímamenn þorðu að vona þegar
verkefni Héraðsskóga var sett af stað á
hinni öldinni. Ungir skógar vaxa víðar
en á Héraði og eru nú stór uppvaxandi
skógarsvæði í grennd við nær öll
þéttbýli landshlutans. Skógar bænda
eru eftirsóknarverðir til útivistar,
timburnytja, matvælaframleiðslu
og til að glæða samfélög lífi inn í
komandi framtíð. Ekki er gott að
segja hvað hefði orðið um bændur á
Héraði ef ríkið hefði ekki lagt hönd
á bagga. Ríkisstudd skógrækt fyrir
bændur í búrekstri hefur skilað sér
enn búsældarlegri sveit þar sem nú
er ekki einungis suðrænna loftslag
heldur eru skógarnir líka farnir að
veita störf og skapa tekjur fyrir
bændur og samfélagið allt.
Skógar gera land búsældarlegt.
Á faðmi trjáa leynast ýmis tækifæri
og landið er glætt lífi. Fólk sækir í
skógana ekkert síður en tvívængja
farfuglar, ferfættir grasbítar eða
sexfættar fjórvængjur. Í þessari grein
hefur verið farið yfir margs konar
ágæti skóga. Hvernig skógrækt
fyrri tíðar skópu atvinnu í sveitinni.
Hvernig skógar eru farnir að gefa af
sér til samfélagsins. Og síðast enn
ekki síst, hvernig byggð og búseta í
víðum skilningi getur þróast samhliða
skógrækt um land allt. Skógrækt er
miklu meira en bara búgrein.
Höfundur er sérfræðingur í
umhverfismálum hjá BÍ.
Vinnslustöð viðarperlanna hjá Tandrabretti er tilkomumikið mannvirki.
Kyndiaðstaðan í Vallanesi er klædd viði sem fengin er úr skóginum þar.
Fyrir framan húsið stendur danskur TP kurlari.
Hjörtur leggur við hlustir þegar Helgi Gíslason segir frá sögu Héraðsskóga.
Helluhraun 4, Hafnarfirði
sími 565 2727 & 892 7502
www.rag.is
TILBOÐSVERÐ
Kr. 4.100.000
Við auglýsum svo
sannarlega ekki “verð frá”.
VIÐ AUGLÝSUM
ALDREI
„VERÐ FRÁ“
SERES 3
Luxury Rafmagnsbíllinn
býður upp á ríkulegan
staðalbúnað og frágang
í hæsta gæðaflokki!
Vilt þú slást í hópinn?
Jurt ehf. auglýsir stöðu ræktunarstjóra í skógarplöntuframleiðslu.
Jurt er leiðandi fyrirtæki í nýsköpun í ræktun. Um er að ræða fullt
stöðugildi yfirmanns ræktunar á skógarplöntum.
Starfið felst í yfirumsjón með ræktun á skógarplöntum.
Ræktunarstjóri mun einnig taka þátt í að þróa verkferla sem stuðla
að áframhaldandi uppbyggingu skógarplöntuframleiðslu
fyrirtækisins. Jurt er ört vaxandi fyrirtæki og felast mikil tækifæri í
starfinu.
Sækja um:
Senda kynningarbréf og ferilskrá á info@jurt.is
Jurt ehf., Valgerðarstöðum 4, 701 Egilsstöðum, info@jurt.is
Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464
www.wendel.is - wendel@wendel.is
STAURAHAMAR
FRÁ HYCON
____________________
FRÁBÆRT VERKFÆRI
TIL AÐ REKA NIÐUR
GRIÐINGASTAURA