Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 55
55SkoðunBændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024
Viltu láta gott af þér leiða í nær-
samfélagi þínu eða á alþjóða-
vísu? Lionsklúbbar taka þátt í
margvíslegum samfélagsverk-
efnum sem m.a. fela í sér þætti sem
tengjast heilsufari fólks, um-
hverfisverkefnum, fræðslu og fleiru.
Sértæk verk-
efni eru mis-
munandi eftir
klúbbum og eru
sniðin að þörfum
hvers samfélags.
Eitt af stóru
verkefnum klúbb-
anna tengist
sjónvernd og
þar ber helst að nefna sölu Rauðu
fjaðrarinnar. Afrakstri af sölu
hennar síðustu ár hefur verið varið
til að kaupa og þjálfa blindrahunda
í samstarfi við Blindrafélag Íslands.
Lionsklúbbar eru þekktir fyrir
að bregðast hratt og festulega við
því þegar neyðarástand skapast í
tengslum við ýmiss konar hamfarir.
Þeir veita aðstoð og bjóða stuðning
sinn með ýmsum hætti, eins og til
að afla vista og vinna sjálfboðastarf.
Mikið alþjóðlegt starf á sér stað
innan Lions International og með
alþjóðlegu samstarfi leggja samtökin
sitt af mörkum á sviði mannúðarmála,
heilbrigðismála og menntunar.
Þó svo að Lionsklúbbar vinni
saman á landsvísu og að marg-
víslegum verkefnum á alþjóða-
vettvangi, fara meginkraftar
klúbbanna í nærumhverfi þeirra.
Hver klúbbur hefur sín eigin verkefni
og starfsemi sem tekur mið af þörfum
samfélagsins.
Alþjóðleg uppbygging klúbbanna
gerir ráð fyrir víðtækum áhrifum
með sameiginlegri skuldbindingu
þar sem einkunnarorð samtakanna,
„Við leggjum lið“ / (We serve), eru
höfð að leiðarljósi.
Lions er stór fjölskylda, virkilega
stór fjölskylda. Við erum 1,4 milljónir
karla og kvenna í 48.000 klúbbum í
næstum hverju landi. Allir klúbbarnir
eru að breyta samfélagi sínu til hins
betra og saman erum við einnig að
breyta heiminum. Lionsklúbbar eiga
sér ríka þjónustusögu sem nær aftur
til ársins 1917. Með því að ganga í
Lionsklúbb verður þú hluti af lang-
varandi hefð mannúðarþjónustu og
getur lagt þitt af mörkum til arfleifðar
sem hefur haft góð og skapandi áhrif
á samfélög um allan heim.
Langar þig að leggja lið? Viltu hafa
góð og skapandi áhrif á nærumhverfi
þitt? Hvort þú ákveður að ganga í
Lionsklúbb veltur á persónulegum
gildum þínum, áhugamálum og löngun
til að hafa jákvæð áhrif. Ef þú fylgir
meginreglum Lions og skuldbindingu
þeirra, „Við leggjum lið“, gæti það
verið ánægjuleg og gefandi reynsla
fyrir þig að vera í Lions. Auk þess að
láta gott af sér leiða, er einnig hugað
að félögunum og þörfum þeirra og
margvísleg námskeið eru í boði fyrir
félaga í Lions. Hægt er að sækja
námskeið um fundarsköp, framkomu
og tjáningu, skapandi hugsun og
tímastjórnun. Síðast en ekki síst má
nefna leiðtogaskóla Lions. Þar eru stutt
og hnitmiðuð námskeið. Auk alls þessa
gleyma félagar ekki að gera sér glaðan
dag saman, einir sér, eða með mökum
og börnum. Margvísleg skemmtun
getur verið í boði.
Að jafnaði funda klúbbarnir einu
sinni til tvisvar í mánuði. Frekari
upplýsingar um Lions má finna á
heimasíðum okkar, www.lions.is
www.lionsclubs.org og https://www.
facebook.com/LIONSislandi.
Höfundur er félagi í Lionsklúbbi
Laugardals ásamt því að vera
markaðs- og kynningarstjóri
Lions á Íslandi.
Ósk um tilboð í leigu
á veiðirétti í Blöndu og Svartá.
Veiðifélag Blöndu og Svartár óskar eftir tilboðum í leigu
eða umboðssölu á öllum veiðirétti félagsins í Blöndu
og Svartá fyrir veiðitímabil áranna frá og með 2025
til og með 2029, með almennu útboði.
Útboðsgögnin fást afhent hjá formanni stjórnar
Veiðifélags Blöndu og Svartár,
Guðmundi Rúnari Halldórssyni, Finnstungu, 541 Blönduós.
Vinsamlegast hafið samband á netfangið:
formadur@blanda-svarta.is eða í síma 892-6675.
Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skilagjaldi.
Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum eigi síðar
en kl. 15:00 á bæjarskrifsofu á Blönduósi þann 15. júní 2024,
þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda
sem þess óska.
Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna þeim öllum.
Veiðifélag Blöndu og Svartár, dags. 16.05.2024
Níels Bjarki
Finsen.
Hvernig væri að breyta aðeins
til og ganga í Lionsklúbb?
5300
6
1307
6
1307
6,7
Herb.
1300 1200 2800
61
30
23
90
75
0
12
10
60
0
11
80
4,5
Snyrt.
14,6
Stofa/eldh.
5,2
Verönd
12
00
80
0
12
00
61
0
34
30
Smáhýsi 30,45 m2
Húsin eru seld án samsetningar
og innréttinga.
Full einangrun (þak 20 cm, veggir 12 cm).
Bygginganefndateikningar.
kr. 4.806.452.- án vsk
kr. 5. 960.000.- m.vsk
sími: 853 9300 - netfang: roggi@husvis.is
REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is
Aktu á
gæðum
Merkið sem tryggir að þú
fáir íslenskt þegar þú velur íslenskt
Íslenskt staðfest er upprunamerki fyrir matvörur og blóm sem
framleidd eru á Íslandi.
Merkið er svar við óskum neytenda, en allar kannanir segja okkur að yfirgnæfandi meirihluti
þeirra vill velja íslenskt og vill skýrar upplýsingar til að hjálpa sér við valið.
Kynntu þér merkið og notkun þess á stadfest.is