Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 16.05.2024, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Á faglegum nótum Nærri fjórðungur kúnna í fjósum með >80 kýr Í skýrslunni kemur fram að flest fjós landsins eru í dag með 41–60 árskýr, eða 149 talsins, en fjós með færri en 20 árskýr voru ekki nema 30 í árslok 2023 og voru þau þá með 483 árskýr samtals. Það er áþekkur fjöldi árskúa og er í tveimur stærstu fjósum landsins. Meðalbústærð fjósanna í uppgjörinu var 54,5 árskýr en tveimur árum fyrr var meðalbústærðin 49,9 árskýr, sem er stækkun um 9,2%. Alls voru 152 kúabú með færri en 40 árskýr í þessu uppgjöri, eða 32,6% fjósa landsins, en í þessum fjósum voru þó ekki nema 16,7% af árskúm landsins. Bú á bilinu 40–80 árskýr voru alls 263 talsins eða 56,4% og í þessum fjósum voru 60,2% af árskúm landsins í árslok 2023. Þá voru fjós með fleiri en 80 árskýr alls 51, eða 10,9% og hefur þetta hlutfall hægt og rólega verið að skríða upp á við á undanförnum árum. Þannig voru t.d. ekki nema 3,8% fjósa landsins með fleiri en 80 árskýr árið 2013 svo dæmi sé tekið. Nærri fjórðungur árskúa landsins, eða 23,1%, voru í fjósum með fleiri en 80 árskýr í árslok 2023. Þetta hlutfall var rétt undir 20% í árslok 2021 sem bendir til þess að þróunin sé heldur í átt að stærri einingum. Hlutfall aftakara hækkar hægt Árið 2009 voru í fyrsta skipti teknar saman upplýsingar um vinnuléttandi tækni við mjaltir, þ.e. upplýsingar um brautakerfi í básafjósum, aftakarakerfi í básafjósum og tíðni aftakarakerfa í mjaltabásum. Var þetta gert til þess að varpa betur ljósi á þær vinnuaðstæður sem kúabændur landsins búa við, enda er einn mesti vinnusparnaður við mjaltir talinn felast í aftakara tækninni. Á þeim 14 árum sem liðin eru hefur orðið tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning á notkun tækninnar og þannig mátti finna aftakara í 41,7% fjósa árið 2009 en nú í 51,2% allra fjósa þar sem hefðbundin mjaltatækni er notuð. Þessi vinnuléttandi tækni eykst því afar hægt hér á landi þrátt fyrir að hafa verið nú í notkun í rúma hálfa öld í heiminum. Í skýrslunni eru ýmsar aðrar upplýsingar en hér hafa verið nefndar en hægt er að lesa hina ítarlegu skýrslu í heild sinni á vef Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is. 2013 2023 Breyting Básafjós m. fötukerfum 7 1 -86 % Básafjós m. rörmjaltakerfum 323 121 -63 % Básafjós m. mjaltabásum 62 21 -66 % Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 139 61 -56 % Lausagöngufjós m. mjaltaþjónum 108 262 +143 % Annað 1 0 -100 % Samtals 640 466 -27 % Tafla 1. Fjósgerðir og mjaltatækni, breyting á landsvísu síðan 2013. 2023 - Árskýr, meðaltal Básafjós með rörmjaltakerfum 28,6 Básafjós með mjaltabásum 40,8 Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 48,0 Lausagöngufjós með mjaltaþjónum 69,2 Tafla 2. Meðalfjöldi árskúa eftir fjósgerð og mjaltatækni. Umboðsaðili stihl á ís ndi Úrval af gæða sláttuvélum 20% af sláttuvélum Dagana 16.-20. maí Opið í fagmannaverslun STIHL frá kl 8-16 al virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.