Bændablaðið - 16.05.2024, Síða 45

Bændablaðið - 16.05.2024, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2024 Á faglegum nótum Nærri fjórðungur kúnna í fjósum með >80 kýr Í skýrslunni kemur fram að flest fjós landsins eru í dag með 41–60 árskýr, eða 149 talsins, en fjós með færri en 20 árskýr voru ekki nema 30 í árslok 2023 og voru þau þá með 483 árskýr samtals. Það er áþekkur fjöldi árskúa og er í tveimur stærstu fjósum landsins. Meðalbústærð fjósanna í uppgjörinu var 54,5 árskýr en tveimur árum fyrr var meðalbústærðin 49,9 árskýr, sem er stækkun um 9,2%. Alls voru 152 kúabú með færri en 40 árskýr í þessu uppgjöri, eða 32,6% fjósa landsins, en í þessum fjósum voru þó ekki nema 16,7% af árskúm landsins. Bú á bilinu 40–80 árskýr voru alls 263 talsins eða 56,4% og í þessum fjósum voru 60,2% af árskúm landsins í árslok 2023. Þá voru fjós með fleiri en 80 árskýr alls 51, eða 10,9% og hefur þetta hlutfall hægt og rólega verið að skríða upp á við á undanförnum árum. Þannig voru t.d. ekki nema 3,8% fjósa landsins með fleiri en 80 árskýr árið 2013 svo dæmi sé tekið. Nærri fjórðungur árskúa landsins, eða 23,1%, voru í fjósum með fleiri en 80 árskýr í árslok 2023. Þetta hlutfall var rétt undir 20% í árslok 2021 sem bendir til þess að þróunin sé heldur í átt að stærri einingum. Hlutfall aftakara hækkar hægt Árið 2009 voru í fyrsta skipti teknar saman upplýsingar um vinnuléttandi tækni við mjaltir, þ.e. upplýsingar um brautakerfi í básafjósum, aftakarakerfi í básafjósum og tíðni aftakarakerfa í mjaltabásum. Var þetta gert til þess að varpa betur ljósi á þær vinnuaðstæður sem kúabændur landsins búa við, enda er einn mesti vinnusparnaður við mjaltir talinn felast í aftakara tækninni. Á þeim 14 árum sem liðin eru hefur orðið tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning á notkun tækninnar og þannig mátti finna aftakara í 41,7% fjósa árið 2009 en nú í 51,2% allra fjósa þar sem hefðbundin mjaltatækni er notuð. Þessi vinnuléttandi tækni eykst því afar hægt hér á landi þrátt fyrir að hafa verið nú í notkun í rúma hálfa öld í heiminum. Í skýrslunni eru ýmsar aðrar upplýsingar en hér hafa verið nefndar en hægt er að lesa hina ítarlegu skýrslu í heild sinni á vef Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is. 2013 2023 Breyting Básafjós m. fötukerfum 7 1 -86 % Básafjós m. rörmjaltakerfum 323 121 -63 % Básafjós m. mjaltabásum 62 21 -66 % Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 139 61 -56 % Lausagöngufjós m. mjaltaþjónum 108 262 +143 % Annað 1 0 -100 % Samtals 640 466 -27 % Tafla 1. Fjósgerðir og mjaltatækni, breyting á landsvísu síðan 2013. 2023 - Árskýr, meðaltal Básafjós með rörmjaltakerfum 28,6 Básafjós með mjaltabásum 40,8 Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 48,0 Lausagöngufjós með mjaltaþjónum 69,2 Tafla 2. Meðalfjöldi árskúa eftir fjósgerð og mjaltatækni. Umboðsaðili stihl á ís ndi Úrval af gæða sláttuvélum 20% af sláttuvélum Dagana 16.-20. maí Opið í fagmannaverslun STIHL frá kl 8-16 al virka daga

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.