Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 3
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
QQ-®IU(
1
Pétur S. Jóhannsson:
Kæru lesendur!
Ég óska sjómönnum og
fjölskyldum þeirra til hamingju
með daginn! Hér gefur að líta
þriðja Sjómannadagsblaðið sem
Sjómannadagsráð Ólafsvíkur
gefur út í tilefni dagsins en hin
blöðin komu út árin 1987 og
1991.
I þessu blaði er að finna mikinn
fróðleik, bæði nýjan og gamlan,
sem ég veit að margir hafa gaman
af. Hér birtast viðtöl við fólk svo
og greinar um menn og málefni.
Það er skylda okkar sem yngri
erum að halda á lofti merki þeirra
eldri sem gengnir eru. Kynslóðir
koma og fara og með þeim sem
fara fer mikill fróðleikur. Nú
fækkar óðum því fólki sem man
ÁVARP
tímana tvenna hér um slóðir. Við
verðum að staldra við og hlusta á
þetta fólk því “að fortíð skal
hyggja ef framtíð skal tryggja”.
Það hefur gefið á bátinn í
atvinnumálum Snæfellsbæjar á s.l.
árum, bæði til lands og sjávar.
Sem betur fer eru nú merki um að
betri tímar séu framundan og því
þurfum við öll saman að leggjast á
árar til að svo megi verða. Við
höfum mörg tækifæri hér í
sameinuðu bæjarfélagi til að vinna
úr. Við þurfum að fá unga fólkið
okkar, sem er og búið að mennta
sig, til að nýta sína starfskrafta hér
í byggðarlaginu. Við skulum því
hugsa til framtíðar og muna að
“Sameinaðir stöndum vér en
sundraðir föllum vér”.
Eins og flestir vita rekur
Sjómannadagsráð “Sjómanna-
garðinn” í Ólafsvík og kostar sá
rekstur að sjálfsögðu mikið fé.
Sjómannadagurinn er okkar
fjáröflunardagur og því er mjög
nauðsynlegt að vel takist til með
þennan hátíðisdag okkar.
Sjómannadagurinn er einnig
dagur unga fólksins. Þess vegna
munum við leggja okkur fram um
að gera þeim hann eftir-
minnilegan.
Ég vil að lokum þakka öllum
þeim sem lagt hafa hönd og hug
að útgáfu þessa blaðs okkar, bæði
viðmælendum svo og þeim sem
hafa skrifað greinar sem í því
birtast. Einnig vil ég þakka þeim
sem lagt hafa til auglýsingar og
styrktarlínur. Þá vil ég sérstaklega
þakka Sveini Þór Elinbergssyni
fyrir hans miklu vinnu við gerð
þessa blaðs.
Með sjómannakveðju!
Fyrir hönd
Sjómannadagsráðs Ólafsvíkur,
Pétur S. Jóhannsson
Útgefandi:
Sjómannadagsráð Ólafsvíkur
Abyrgðarmaður:
Pétur Steinar Jóhannsson
Umsjón:
Pétur Steinar Jóhannsson
Björn Erlingur Jónasson
Þorsteinn Bjarnason,
Jónas Gunnarsson og
Sveinn Þór Elinbergsson
Auglýsingar:
Kristjana Hermannsdóttir o
Umbrot, prentun og bókband:
Steinprent h.f. Ólafsvík
Forsíðumynd:
Jón Eggertsson og fleiri
forsíðu:
einprent h.f. Ólafsvík
gsráð Ólafsvíkur:
Steinar Jóhannsson, form.,
Erlingur Jónasson,
ður Jónsson,
Jensson,
þórhallsson,
Gunnarsson,
gnús Guðlaugsson,
istján Guðmundsson og
rímur Benjamínsson