Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 37
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
35
Guðrún Tryggvadóttir:
“ÞÁ VAR KALLAÐ: KLÁRIRI”
Guðrún Tryggvadóttir er dóttir
Tryggva Jónssonar frá Stapa, sem
var mikill afla- og útgerðarmaður
hér á árum áður .
Aðeins 16 ára gömul fór
Guðrún á sjóinn með föður
sínum og var með honum þrjú
sumur. í þessari grein rifjar hún
upp nokkur minningabrot frá
þessum tíma sínum á sjó.
16 ára, kokkur á síld
Eg var aðeins 16 ára, árið 1956,
þegar ég réði mig sem kokk á mb.
Fróða SH 5, sem var 36 lesta
eikarbátur og var stefnan tekin á
síldveiðar. Ahöfnin á Fróða var
þannig skipuð: Faðir minn,
Tryggvi Jónsson, var skipstjóri;
Guðlaugur Guðmundsson var
styrimaður; 1. vélstjóri var
Bergmundur Ogmundsson en
Gunnar Páll Hermannson var 2,
vélstjóri; hásetar voru þeir Ólafur
Tryggvason, Sigurður Steinþórs-
son, Pétur Jóhannesson, Magnús
Þorsteinsson og ég. Síldarbátarnir
voru með svokallaðan nótabát í
togi þar sem nótin var geymd í.
Eldamennskuaðstaðan
Ég byrjaði á því að taka kost og
valdi ég hann með það í huga að
hann geymdist vel. Ymist var það
pakkavara, niðursoðin mjólk,
saltfiskur og saltkjöt. Um borð í
Fróða var ekki þægindunum fyrir
að fara. Ég fékk tvær kojur til
umráða. I annari geymdi ég
matvöru en í hinni skorðaði ég
leirtau og potta. Ekki var neinn
vaskur í bátnum né heldur
rennandi vatn. I staðinn fyrir
vask var notuð fata sem var fyrir
diskaþvott og annað. Hún var
hengd á krók undir borði. Þannig
sveiflaðist hún eftir því sem
báturinn valt. Vatnið hélst
furðuvel í henni. Olíufötu hafði
ég fyrir allt skolp. Auðvitað þurfti
ég að bera hana upp á dekk og
hella úr henni í sjóinn.
Nymjólkina fengum við á
stórum mjólkurbrúsum sem voru
geymdir ofan í síldartunnu við
lúkarskappann. Annað slagið
þurfti að setja sjó í tunnuna svo
mjólkin geymdist betur.
“Snyrtingin” um borð!
Snyrtiaðstaða var ekki eins og
nú tíðkast. Á bak við stýrishúsið
var lítill skúr sem nefndist
“kamar”. I honum var trébekkur
með gati og fata undir. Þarna
gerði fólk þarfir sínar. Þau
skilyrði voru sett að hver sem
notaði kamarinn losaði
jafnharðan fötuna, hver fyrir sig.
Þannig var þetta ekki svo slæmt.
Fyrsta kastið 17. júní
Þegar á miðin var komið var
mikil spenna og eftirvænting.
Fljótlega fengum við síld en það
var á 17. júní. Fórum við með
hana inn á Siglufjörð. Þá voru
þar í gangi mikil hátíðarhöld í
tilefni dagsins. Ekki skemmdi
það fyrir þeim að fá okkur þarna
með síldina beint inn í
“prógrammið” sitt. Þeir hópuðust
niður á bryggju og fögnuðu okkur
vel. Þetta var þá í annað skiptið
sem pabbi kom fyrstur með síld
inn til Siglufjarðar en hann átti þá
eftir að verða fyrstur tvö árin þar á
eftir.
Þetta sumar var mikið kastað og
pabbi stóð heilu sólarhringana
upp í “bassaskýlinu”, sem var uppi
á stýrishúsinu. Hann lagði sig
ekki fyrr en á landstíminu þegar
við vorum búin að fá síld.
Á myndinni eru: Tryggvi Jónsson, Guðlaugur Guðmundsson, Bergmundur
Ogmundsson og Gunnar P. Hermannsson. Tekin á Akureyri af Guðrúnu