Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 28
26
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
Sæborg SH 77
Enn og aftur
knýr sorgin dyra
“Það er í fáum tilvikum sem
sjómenn finnast. Þetta fékk
mikið á Guðmund. Hann hafði
aðstoðað Magnús mikið við vinnu
í kringum bátinn. Hann var líka
orðinn svo lélegur til heilsunnar
en vildi ekki viðurkenna það. Það
var erfitt að fá hann til læknis.
Þetta ár, 1989, var mér mjög
þungt. I febrúar deyr fósturbróðir
minn sem var mér mjög kær.
Síðan gerist þetta slys í mars.
Fósturmóðir mín deyr í júlí. Það
er svo 20. ágúst er þriðja
reiðarslagið dynur yfir. Þá deyr
Guðmundur. Við vorum að
koma úr sumarbústað úr
Borgarfirði þegar það gerðist.
Hérna sunnan við Heiðina fær
Guðmundur mikinn verk fyrir
brjóstið og ók ég þá í snarhasti
niður að Hraunhöfn til hjónanna
Sigríðar og Eyjólfs og þar dó
hann. Ég er hjónunum í
Hraunhöfn afar þalddát fyrir þá
aðstoð er þau veittu mér. Einnig
vil ég þakka sr. Friðrik Hjartar
fyrir hans stuðning þegar
Guðmundur dó og einnig þegar
Sæborgin fórst. Næstu daga var
ég eiginlega dofin fyrir öllu. Eftir
þennan atburð fór að bera á því
sem ekki hafði borið á áður. Þetta
var farið að koma niður á andlegri
líðan. Það var farin að verða
truflun á svefni en þá var ég orðin
ein í húsinu. Það eru hlutir sem
mega alls ekki fá að gerast því það
kallar á svo ótalmargt annað. Ég
leitaði til félagsskapar um sorg og
sorgarviðbrögð og fékk þar mikla
hjálp til að vinna úr þessum
málum. Mér leið illa en hvað skal
gera, lífið heldur áfram”.
“Ég varð að horfast
í augu við þetta”
“Meðan á öllu þessu gekk
spurði maður bæði sig og aðra.
Afhverju þarf þetta allt að koma
fyrir mig? En þegar stórt er spurt
er oft lítið um svör. Enginn
mannlegur máttur getur svarað
þessu. Maður hefur þó þá trú að
þetta sé allt saman ákveðið
fyrirfram. Þeir sem deyja fá
hlutverk á öðru tilverustigi.
Mér líður vel hér í Ólafsvík. Ég
hef verið mjög heilsugóð og fyrir
það ber að þakka. Þegar vinna er
vinn ég allan daginn í
rækjuvinnslunni. Það fór illa í
mig þegar HÓ stöðvaðist því það
var svo langt stopp og maður vill
ekki vera iðjulaus. Ég varð ánægð
þegar Kristján hætti á sjónum um
vorið 1989. Hann var þá beðinn
um að taka við Verkalýðsfélaginu
Jökli. Hann er nú rekstrarstjóri
Heilsugæslustöðvarinnar í
Ólafsvík. Ef hann ætti ekki hér
heima myndi ég vafalaust flytja
suður en þar býr Dísa og hennar
fjöiskylda. Agúst, eiginmaður
hennar rekur þar fiskbúð. Ég fer
oft á Akranes en þar býr Fanney,
dótturdóttir mín, en hún ólst upp
hjá okkur hér í Ólafsvík til 7 ára
aldurs”.
Eftirmáli
Fágæt lífsreynsla Magðalaenu
lætur sjálfsagt fáa lesendur þessa
viðtals ósnortna. Lena er einstök
kona. Hún hefur ekki látið þetta
buga sig. Hún er ákveðin í
framgöngu og skoðunum, hún er
hjálpleg við alla þá sem eru
hjálpar þurfi. Hún er mjög vel
gefin og trúuð kona. Án efa hefur
það hjálpað henni mikið. Hún
hefur eflst við hverja raun. Til
marks um það mætti nefna að
Lena tók fyrst bílpróf þegar hún
var orðin 58 ára gömul.
Það er orðið áliðið kvölds er ég
geng út frá Lenu eftir þetta
einlæga viðtal við þessa
stórkostlegu konu sem reynt hefur
svo margt. Eftir að slökkt var á
segulbandinu ræddum við um
heima og geima. Gaman var að
heyra þessa konu hlægja hátt og
innilega að ýmsum spaugilegum
atvikum sem við rifjuðum upp.
Um leið og við aðstandendur
Sjómannadagsblaðsins þökkum
henni fyrir viðtalið svo og góðar
viðtökur á heimili hennar, óskum
við henni allra heilla um ókomna
tíð.
Pétur S. Jóhannsson