Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 6
4
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
á hendi matsölu, bæði fyrir aðra
og á eigin vegum. Bræðurnir voru
þeir Kristján og Bárður Jenssynir.
Þeir voru miklir félagsmálamenn,
báðir voru formenn og í fyrirsvari
frá ísafirði er bar sama nafn. Var
það mikil happafleyta. Árið 1942
aflaði Guðmundur sér
skipstjórnarréttinda á minni báta.
hann fór í land og snéri sér að
öðrum störfum.
Þróun atvinnuhátta í
Ólafsvík
Þess háttar upprifjun á
bátakaupum einstakra manna
segir okkur ekki aðeins sögu
þeirra. Hún segir okkur
ennfremur frá þróun í
útgerðarmálum bæjarfélagsins og í
raun landsmanna allra á þessum
árum. Á bak við er svo barátta
einstaklinga við að komast yfir
báta og hefja rekstur sem var
einnig barátta við að komast á sjó
og losna við aflann. Ekki var
tekið við hvaða fiski sem var. Því
er ekki nýtt að heyra um að fiski
sé fleygt. Það er minnisstætt
þegar verið var að segja frá
mokafla í dragnót, að öllum
þorskinum var hent því ekki
þýddi að koma með annan afla
að landi en skarkolann. Aðrar
afurðir voru óseljanlegar.
Á þessum áum tók Guðmundur
þátt í stofnun og rekstri
Lifrarbræðslu Ólafsvíkur og
Utvegsmannafélags sem hér
starfaði í þágu útgerðaraðila.
Guðmundur var farsæll skipstjóri
og varð ekki fyrir mannskaða eða
skipstjóni, en hann taldi sér til
láns að hafa bjargað mannslífum
þegar skipsskaðar urðu.
Egill SH 10
fyrir verkalýðsfélagið Jökul hér í
Ólafsvík. Þá tóku þeir virkan
þátt í bæjarmálapólitík síns tíma
ásamt öðru félagsstarfi s.s.
leikstarfsemi. þau Sigríður og
Kristján eru látin en Bárður býr
hér í Ólafsvík sem og
uppeldisbróðir þeirra, Eggert
Kristjánsson.
Eins og að líkum lætur urðu
þau systkin að taka þátt i
lífsbaráttunni strax og þau höfðu
getu til. Guðmundur fór strax í
sveit sem barn og síðan sem
unglingur .
Lífsstörfin framan af
Á fimmtánda ári fer hann á sjó,
fyrst á báta hjá öðrum. I
sjóferðabók hans er fyrst ritað á
Patreksfirði ló.apríl 1926, að
hann er skráður á m/b Höllu 25
tonna bát. Á næstu árum er hann
með skipstjórum úr Ólafsvík, t.d.
Þórði Kristjánssyni, síðar með
Ögmundi Jóhannssyni á Nönnu
úr Hafnarfirði.
Árið 1938 kaupir hann ásamt
Jóhanni Kristjánssyni, manni
Mettu, 10 tonna bát frá Siglufirði
er bar nafnið Hrönn. Árið 1942
kaupa þeir annan 16 tonna bát
Stofnun Bakka
Árið 1964 þegar Guðmundur
hafði verið í landi nokkurn tíma
hóf hann ásamt mágum sínum,
í útgerð
Árið 1948
hóf hann
útgerð ásamt
H a u k i
Sigtryggssyni.
Keyptur var 27
tonna bátur frá
Ó 1 a fs f i r ð i,
m/b Egill. En
árið 1956 kom
m/b Hrönn
SH 149, 40
tonna trébátur,
sem smíðaður
var á Akureyri,
Guðmundur átti hann í félagi
með þeim bræðrum á Mosfelli,
þeim Hauki, Sverri, Vigfúsi og
Þránni.
Það sama ár fór Guðmundur
ásamt mörgum skipstjórnar-
mönnum til Isafjarðar þar sem
þeir settust á skólabekk til að geta
tekið við stærri bátum og luku
þar 12o tonna réttindanámi.
Á árunum 1959-1960 var m/b
Sæfell byggt í V- Þýskalandi. Það
var 76 tonna trébátur, í sameign
með Kaupfélaginu Dagsbrún,
sem síðar varð Kirkjusandur h/f.
Sæfell var síðasti bátur sem
Guðmundur var skipstjóri á en
um þetta leyti varð hann fyrir
heilsubresti er leiddi til þess að
Hrönn SH 149
i
*
i