Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1995, Blaðsíða 22
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1995
báturinn af þessari gerð sem
keyprur var til Olafsvíkur. það
gekk mjög vel með þennan bát,
samr linnti ekki hrakspánum.
Sögðu menn að minn tími væri
búinn! Eg skírði þennan bát
“Magnús Arnason” eftir föðurafa
mínum og þeir bátar sem ég hef
átt síðan hafa borið þetta sama
nafn. Þennan bát átti ég í þrjú ár
þar til ég lét smíða Gáska “1000”,
10 tonn að stærð og fæ hann í
ágúst 1988. Að vera með þessar
rúllur og svona hraðskreiðan bát
gaf ótrúlegan árangur. Þennan
Gáskabát átti ég í tvö ár og
stundaði línuveiðar á haustin og
var með 18 bjóð þegar gaf. Það
voru mistök hjá mér að selja
þennan bát en það gerðist nú
samt. Það var góður afli á línuna
eða 3-3.5 tonn í róðri. Var mikið
róið suður fyrir Jökul og eins út á
Fláka. Arið 1990 kaupi ég aftur
Sóma 800 og á hann í tæp 5 ár en
þá sei ég hann og kaupi
Vikingbát. Astæðan fyrir því að
ég kaupi þennan bát er þessi
bölvaða krókaleyfisstefna sem sett
var á sl. haust. Árinu er skipt upp
í tímabil og ef það fiskaðist vel á
einu tímabili þá dróst af sama
tímabili á næsta ári og þannig að
þegar maður ætlaði að fara að
byrja að nyju mátti það ekki. Hér
verður að hafa góðan bát því
mikið atriði er að koma körum í
lestina”.
Það var ekki ætlunin í upphafi
að vera harður að sækja. Maður
sagði það nú alltaf í gríni að ég
ætlaði að vera kominn í land
kiukkan sjö til að fara einn hring á
golfvellinum!”
Kvótamálin
“Eg gerði nú skriflegar
hugmyndir um þessi mál á síðasta
ári. Sú fyrsta: Að hafa
banndagakerfið eins og það var,
setja hámarksafla á hvern bát, 50-
60 tonn og menn gætu bæði verið
á færum og línu,- eða bátar á
færum væru frjálsir í sjö mánuði
á ári og fimm í húsi, en samt með
þessu hámarki. Sú þriðja var sú
að þeir sem vildu vera á línu
fengju einhvern kvóta eða
eitthvað annað kerfi. Með þessu
væri þetta einfalt og gott og búið
að taka af þessu mesta kúfinn að
þessum ólöglegu bátum sem eru í
þessu kerfi, eða allt upp í 14 tonn
að stærð. Það gengur ekki að
bátar þessir geti fiskað upp í 300
tonn í þessu kerfi. Þessar tiilögur
náðu ekki fram að ganga en það
er búið að etja okkur saman út í
stríð með ærnum tilkostnaði til að
ná þriðjungi minni afla heldur en
við höfum verið að taka, en samt
með aukinni fjárfestingu með
minni afla! Það er þörf að hafa
stjórn á veiðunum. Því tek ég
undir það með fiskifræðingum því
ég tel að það sé minni fiskur í
sjónum nú en hefur verið. Þú
spurðir um markaðina.
Markaðirnir eru til mikilla bóta
en þessir markaðir hér eru ekki
með nógu góða
löndunarþjónustu. Síðan ég fór
að róa hef ég landað mest hjá
Bylgjunni og líkar það mjög vel.
Mér finnst að þessir markaðir eigi
að sameinast. Þetta er
hálfbroslegt þegar haft er í huga
að ég er hluthafi í öðrum þeirra
en þó getur einokunin orðið
hættuleg”.
Snyrtimennskan
“Já, ég hef alltaf reynt að láta
þessa báta líta vel út því ég þoii
ekki að sjá skít og drullu allsstaðar
og hef alltaf haft það númer eitt
að halda öllti við hjá mér. Þetta er
manns annað heimili stóran hluta
af árinu. En fyrst þú spyrð þá
finnst mér ástand báta hér í
Ólafsvík yfirleitt gott en þó eru
nokkrir trassar. I sambandi við
þessi slys hér í vetur þá held ég
að ég megi segja, að það sé aiveg
klárt að menn hlaði bátana allt of
mikið. Þetta er í mörgum
tilfellum hrein og klár ofhleðsla”.
Hætt kominn
“Það var í júlí 1988 að ég var í
tveggja daga róðri og ég var
staddur suðvestur af Látrabjargi.
Eg lét reka um nóttina en um
klukkan hálf sex um morguninn
fer ég út á dekk og lít í kringum
mig og sé engan bát svo langt sem
augað eygði. Það var rjómablíða,
bjart og fallegt veður. Ég fer svo
niður að fá mér morgunverð.
þegar því er lokið og sem ég
stend upp og ætla að fara að skaka
þá heyri ég allt í einu véiarhljóð
og lít út um gluggann og sé bara
stálvegg! Ég stekk út á dekk og þá
er það togarinn “Kaldbakur” sem
er að líða fram hjá bátnum. Ég
var með rúllurnar úti og þetta var
svo snyrtilega gert hjá honum að
hann kom ekki við bátinn en